Réttur eins er skylda annars

Ţađ er ekki einkamál búfjáreigenda, hvort ţeir beita fé sínu á annarra lönd. Ţetta segir sig sjálft. Réttur hvers manns til óspilltrar náttúru felur í sér skyldu okkar allra til ađ spilla ekki náttúrunni og ganga ekki hvert á annars rétt og ekki heldur á rétt komandi kynslóđa. Lausagönguvandinn er trúlega einn brýnasti umhverfisvandi Íslands, ađ minnsta kosti á landi, og hann tengist vinnu stjórnlagaráđs ađ nýrri stjórnarskrá međ tvennum hćtti. Í fyrsta lagi eiga afkomendur okkar rétt á ţví, ađ viđ skilum landinu til ţeirra í engu lakara horfi en viđ tókum viđ ţví. Viđ, sem nú erum uppi, höfum engan rétt til ađ spilla landinu á kostnađ komandi kynslóđa. Í ţessu ljósi ţykir mér eđlilegt ađ telja rétt hvers manns til ađ njóta óspilltra landgćđa til mannréttinda. Ég lýsti ţví hér fyrir viku, hvernig hćgt vćri ađ koma ţessari réttarbót fyrir í mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár líkt og stjórnlaganefnd mćlir međ í skýrslu sinni (1. bindi, bls. 80) og hvernig hćgt vćri ađ stuđla ađ ţví, ađ rétturinn til óspillts umhverfis vćri virtur líkt og önnur mannréttindi Í annan stađ er eignarrétturinn friđhelgur samkvćmt stjórnarskrá. Bann viđ lausagöngu felur í sér, ađ eigendur beri fulla ábyrgđ á búfénađi sínum og hrossum og láti annara manna eignir í friđi, nema heimild sé fyrir afnotum. Ţetta var rćtt á Alţingi fyrir röskum 80 árum. Áriđ 1929 var lagt fyrir Alţingi ţingmannafrumvarp til laga um ágang búfjár, og var ţetta fyrsta tilraun 20. aldar til ađ setja heildarlög um ágang búfjár. Ekki tókst ađ ljúka málinu á ţví ţingi, og var frumvarpiđ lagt aftur fyrir ţingiđ óbreytt 1930 og hlaut ţá sömu örlög og áriđ áđur. Í frumvarpinu sagđi međal annars: „[g]róđur lands er friđhelgur, og er ţví hver búfjáreigandi skyldur ađ gćta búfjár síns, ađ ţađ geri ekki öđrum skađa ...“ Í athugasemdum í greinargerđ međ frumvarpinu segir: „Eignarétturinn er friđhelgur eftir stjórnarskránni. Gróđur lands er eign ţess, sem landiđ á eđa hefir umráđ yfir. Af ţessu leiđir, ađ sérhverjum er óheimilt ađ beita annars manns land. Verđur ađ binda hann ţeirri skyldu ...“ Ţannig leiđa höfundar frumvarpsins af eignarréttarákvćđi stjórnarskrárinnar skyldu búfjáreigenda til ađ varna ţví, ađ búfé gangi á annars manns landi. Verđur sú túlkun ekki vefengd. Hugsunin er ćttuđ úr Jónsbók. Lausaganga búfjár á Íslandi á sér ekki hliđstćđur, hvorki í útlöndum né á fyrri tíđ hér heima, svo sem dr. Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgrćđslu ríkisins, og Sveinbjörn Dagfinnsson, fyrrum ráđuneytisstjóri í landbúnađarráđuneytinu, hafa lýst í merkum greinum í Sveitarstjórnarmálum 2005 og Ársriti Skógrćktarfélags Íslands 2005. Ţeir segja: „ ... núverandi lög og reglur gera mun minni kröfur til búfjáreigenda um vörslu gripa sinna en tíđkađist fyrr á öldum ţegar hin fornu íslensku lög tryggđu ábyrgđ búfjáreigenda á fénađi sínum. ... Umbćtur síđastliđinna ára á lögum og reglum á ţessu sviđi ganga skammt og stađa ţessara mála er  ófullnćgjandi gagnvart ţegnum landsins í samfélagi nútímans. Samanburđur viđ önnur lönd sýnir ađ í lögum ţjóđa sem viđ berum okkur oft saman viđ eru eigendur búfjár skyldađir međ almennum reglum til ađ hafa ţađ í fullri vörslu og bera jafnframt ábyrgđ vegna tjóns af völdum ágangs. Gildir ţá einu hvort um er ađ rćđa akuryrkjuţjóđir, eins og Danmörku ţar sem sérhver búfjáreigandi er skyldađur til ađ halda sínu búfé á eigin landi, eđa lönd ţar sem beitarbúskapur er mikill, eins og í Nýja Sjálandi, ţar sem lög um ţessi mál fjalla fyrst og fremst um handsömun fjár sem sleppa kann úr vörslu.“ Andrés Arnalds og Sveinbjörn Dagfinnsson segja enn fremur: „Mikilvćgt er ađ ráđast sem fyrst í gagngera endurskođun á lögum og reglum er varđa vörslu búfjár og skyldur búfjáreigenda til ađ koma í veg fyrir ágang búfjár í annarra manna lönd. Fjölbreytni í búskap vex stöđugt. Kornrćkt og skógrćkt eru ađ verđa ţýđingarmikill ţáttur í landbúnađi, en slíkur rćktunarbúskapur krefst ţess ađ land sé friđađ fyrir beit. Sífellt fleiri ţéttbýlisbúar setjast auk ţess ađ í sveitum ... Margir ... stunda rćktun gróđurs á jörđum sínum. Vaxandi gremju gćtir međal fjárlausra landeigenda vegna ágangs frá öđrum jörđum, ekki síst í sveitum ţar sem fáir eru eftir međ sauđfé.“ Alţingi hefur ekki sinnt málinu. Ţađ ţarf ţví ađ koma til kasta stjórnlagaráđs, enda kalla bćđi ţjóđfundur og stjórnlaganefnd eftir ákvćđi um umhverfi í stjórnarskrána. Ţví kalli ţurfum viđ, í ljósi laganna, ađ hlýđa.

Fréttablađiđ, 28. apríl 2011.


Til baka