Samstćđ sakamál I

Hann bađ ráđherrann um ađ gera svo vel ađ ganga međ sér út á tröppurnar, benti honum á stórvirk vinnutćki skammt frá og sagđi: Ţessi tćki voru flutt til landsins undir ţví yfirskini ađ ţau skyldi nota á Keflavíkurflugvelli til ađ komast hjá sköttum og skyldum. Ţetta var á skrifstofu ráđherra í Stjórnarráđshúsinu viđ Lćkjartorg. Ráđherrann lét sér fátt um finnast.

Sá sem reyndi ađ hreyfa málinu var Kristján Pétursson löggćzlumađur í Keflavík. Hann birti sjálfsćvisögu sína Margir vildu hann feigan 1990. Ţar lýsir hann hermanginu og ţá um leiđ olíumálinu, umfangsmesta fjársvikamáli síns tíma. Framkvćmdastjórinn fékk fangelsisdóm en stjórnarmenn fengu fjársektir. Kristján segir ađ reynt hafi veriđ ađ múta honum til ađ fella rannsókn málsins niđur (bls. 95-97). Hann segir síđan (bls. 98): „Ţađ sem vakti mesta athygli mína var ađ embćttismenn fengu ekki einu sinni áminningu fyrir vanrćkslu eđa brot í starfi enda ţótt stórhluti dómskjala vćru áritanir og stimplanir hinna opinberu embćttismanna.“ Forstjóri Olíufélagsins sagđi síđar viđ Kristján: „Ef ekki hefđu komiđ til heimildir, áritanir og stimplar ágćtra embćttismanna fyrir tollfrelsi ţessa ólögmćta innflutnings hefđi Olíufélagsmáliđ aldrei orđiđ til en sá sem öđrum fremur skipulagđi ţetta af okkar hálfu slapp ţó blessunarlega ađ mestu fyrir horn á fyrningarreglum okkar ágćtu laga.“

Sá sem slapp fyrir horn var einn mesti virđingarmađur Framsóknarflokksins um sína daga, fv. forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, utanríkisráđherra og seđlabankastjóri.

Kristján bćtir viđ: „Virđing mín fyrir íslenskum dómstólum beiđ nokkurt skipbrot.“ Honum var bolađ úr starfi.

Ţegar Alţingi samţykkti ađildina ađ Atlantshafsbandalaginu 1949 og síđan varnarsamninginn viđ Bandaríkin 1951 voru landvarnarsjónarmiđ lögđ til grundvallar. Enginn sá ástćđu til ađ reyna ađ leggja mat á fjárhagslegan ávinning og kostnađ sem fylgja myndi samstarfinu líkt og margir telja nú brýnt til ađ geta myndađ sér skođun á hugsanlegri inngöngu Íslands í ESB. Bandaríkjastjórn hafđi undirbúiđ jarđveginn međ örlátri Marshall-ađstođ viđ Íslendinga. Hermangiđ kom síđar.

Kristján Pétursson lýsir ţví vel í bók sinni hvernig helmingaskipti Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins voru heimfćrđ upp á landvist varnarliđsins međ aukaađild Alţýđuflokksins. Lög voru brotin ţvers og kruss. Ţjóđviljinn hneykslađist á brotunum, en aldrei kom neitt af ţessum málum fyrir dómstóla nema olíumáliđ. Kannski ţurfti Framsóknarflokkurinn ađ gjalda ţess ađ talsambandiđ brast aftur milli hans og Sjálfstćđisflokksins 1959 ţegar stjórnarskránni var breytt líkt og gerzt hafđi 1942 til ađ jafna atkvćđisréttinn gegn vilja framsóknarmanna. Kristján ţakkađi Bjarna Benediktssyni, dómsmálaráđherra Sjálfstćđisflokksins og síđar forsćtisráđherra, ađ friđur fékkst til ađ ljúka rannsókninni og fara međ máliđ fyrir dóm.

 

Ekkert af ţessu ţurfti ađ koma á óvart. Ég lýsti vandanum svo hér í Fréttablađinu 26. febrúar 2009: „Lögbrot hafa lengi veriđ látin viđgangast á Íslandi. Sigurđur Nordal prófessor vitnar um vandann í Skírni 1925. Bjarni Benediktsson, síđar forsćtisráđherra, ber vitni í einkabréfum 1934 og ţannig áfram. Margir vissu, en enginn gerđi neitt; ţess vegna héldu lögbrotin áfram. Brottkast og löndun fram hjá vigt viđgangast í stórum stíl samkvćmt ítrekuđum frásögnum sjómanna, en lögreglan hefst ekki ađ. Innherjaviđskipti í bönkunum voru algeng, svo sem vottar munu trúlega stađfesta viđ rannsóknarnefnd Alţingis og sérstakan saksóknara, en lögreglan horfir í ađrar áttir. Fyrrum bankastjóri Landsbankans hefur árum saman í grein eftir grein í blöđunum boriđ ţungar sakir á nafngreinda bankamenn, en löggan hrýtur.“ Nýjar uppljóstranir RÚV vitna um Fiskistofu sem er viđmóta máttlaus og Fjármálaeftirlitiđ var fram ađ hruni.

Lögbrotin sem Sigurđur Nordal og Bjarni Benediktsson vitnuđu um ýttu líkt og hermangiđ síđar undir siđaveiklun stjórnmálastéttarinnar. Ýmislegt annađ lagđist á sömu sveif. Vitađ var ađ margir heildsalar og ađrir geymdu umbođslaun o.fl. í útlöndum ţótt lögin leyfđu ţađ ekki. Panama-skjölin drógu í fyrra a.m.k. einn slíkan reikning fram í dagsljósiđ, reikning í eigu borgarfulltrúa Sjálfstćđisflokksins. Ţjóđviljinn hneykslađist á heildsölunum á sinni tíđ, en sjálfstćđismenn kipptu sér ekki upp viđ ţađ enda sagđi Reykjavíkurbréf Morgunblađsins 1. júní 2008: „Ţađ hafa komiđ fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista viđ Sovétríkin, Austur-Ţýzkaland og önnur ríki í Austur-Evrópu. En ţađ mál hefur aldrei veriđ hreinsađ upp, hvorki ađ ţví er varđar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. … ... Úr ţví ađ Kjartan Ólafsson [fv. ritstjóri Ţjóđviljans] vill fá afsökunarbeiđni vegna símahlerana eigum viđ ţá ekki öll, stríđsmenn kalda stríđsins, ađ taka höndum saman og óska eftir ţví ađ öll gögn verđi lögđ á borđiđ?“ Sem sagt: Kaup kaups. Ţessi nýgamla saga ratar smám saman inn í bćkur sagnfrćđinganna eins og t.d. Líftaug landsins – saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010 sem er nýkomin út.

Málverkafölsunarmáliđ var ekki heldur hreinsađ upp. Mistök viđ rannsókn málsins leiddu til ţess ađ um 900 fölsuđ málverk eru enn í umferđ. Verđhrun á málverkamarkađi leiddi til gríđarlegs eignatjóns í bođi lögreglunnar og Alţingis sem leiddi máliđ hjá sér ef frá er talin tillaga tveggja ţingmanna um ađ ţetta megi helzt ekki gerast aftur. Meira nćst.

Fréttablađiđ, 23. nóvember 2017.


Til baka