Stjórnmálamenn í skikkjum

Ţađ gerđist fyrir fáeinum dögum ađ einn dómarinn í Hćstarétti Bandaríkjanna, Antonin Scalia, féll frá og áróđursstríđ skall á ţar vestra eins og hendi vćri veifađ. Hvers vegna? Vćri allt međ felldu myndi fráfall dómara leiđa til ţess eins ađ forsetinn tilnefnir nýjan mann til setu í Hćstarétti og öldungadeild ţingsins fjallar um tilnefninguna. Langflestar slíkar tilnefningar hafa hlotiđ stađfestingu ţingsins hingađ til, jafnan međ miklum meiri hluta. Hlutverk Hćstaréttar hefur í reynd veriđ bundiđ viđ ađ girđa fyrir slys eins og t.d. ţegar ţingmenn komust ađ ţví ađ tiltekiđ dómaraefni var ótćkt. Einn stuđningsmađur dómaraefnisins í ţinginu, Roman Hruska, repúblikani frá Nebraska, mćlti ţá ţessi fleygu orđ: „Ţađ er fullt til af óhćfum dómurum og lögfrćđingum og mér finnst eđlilegt ađ ţeir eigi fulltrúa í Hćstarétti.“ Dómaraefniđ dró sig í hlé.

Nú ber svo viđ ađ repúblikanar í Bandaríkjaţingi heimta ađ Obama forseti láti tilnefningu nýs dómara bíđa nýs forseta. Ţeir heimta ađ forsetinn rćki ekki ţá skyldu sína skv. stjórnarskránni ađ skipa landinu nýjan dómara og halda réttinum fullskipuđum. Án nýs dómara er hćtt viđ ađ mál í réttinum falli á jöfnum atkvćđum og fjölda fólks sé neitađ um framgang réttvísinnar ţar eđ jöfn atkvćđi í Hćstarétti jafngilda frávísun.

Hvers vegna heimta repúblikanar ađ Obama forseti skili lyklunum ţótt hann eigi nćstum heilt ár eftir af síđara kjörtímabili sínu? Ţví er auđsvarađ. Hćstiréttur Bandaríkjanna hefur ekki lengur á sér ţađ yfirbragđ ađ hann sé skipađur hlutlausum dómurum. Rétturinn nýtur trausts 32% Bandaríkjamanna skv. nýlegri könnun Gallups. Hćstaréttardómarar birtast nú almenningi sem stjórnmálamenn í skikkjum. Ţannig gerđist ţađ t.d. ađ Hćstiréttur lét stöđva endurtalningu atkvćđa í forsetakosningunum 2000 og skipađi George Bush forseta međ 5 atkvćđum gegn 4 eftir flokkslínum. Einn dómarinn, Paul Stevens, sagđi ţá á prenti: Eftir ţetta getur Hćstiréttur ekki notiđ trausts.

 

Antonin Scalia var einn helzti holdgervingur ţessa nýja yfirbragđs Hćstaréttar Bandaríkjanna. Hann var tćplega áttrćđur ađ aldri ţegar hann lézt og hafđi setiđ í réttinum í 30 ár, íhaldssamastur allra ţar. Hann var einfari í lögfrćđilegum efnum svo ađ fáir gátu átt samleiđ međ honum. Hann hafđi m.a. ţann siđ ađ gera lítiđ úr međdómurum sínum í sérálitum og jafnvel hćđast ađ ţeim. Hann leit svo á ađ stjórnarskráin sé dautt skjal líkt og hún sé greypt í stein. Ţessi skođun hans gengur ţvert á skođanir margra annarra lögfrćđinga allt frá Thomas Jefferson, einum helzta höfundi bandarísku stjórnarskrárinnar, til Olivers Wendell Holmes, eins virtasta hćstaréttardómara Bandaríkjanna fyrr og síđar. Jefferson og Holmes litu svo á líkt og flestir stjórnlagafrćđingar á okkar dögum ađ dauđ og stirđnuđ stjórnarskrá sé eins og liđamótalaus skrokkur sem brotnar ef hann getur ekki bognađ. Stjórnarskráin ţarf ađ vera lifandi og liđug til ađ brúa bil kynslóđanna.  

Tökum dćmi. Bandaríska stjórnarskráin kveđur á um ađ forseti landsins ţurfi ađ vera fćddur í Bandaríkjunum. Orđalagiđ er „natural born citizen“. Stjórnarskráin skilgreinir ekki hvađ í orđunum felst. Hingađ til hefur veriđ litiđ svo á ađ ţetta ţýđi fćddur í Bandaríkjunum. Donald Trump forsetaframbjóđandi repúblikana knúđi Obama forseta til ađ framvísa fćđingarvottorđi til ađ sanna ađ hann hefđi ekki fćđzt utan lands.

Svo vill til ađ annar frambjóđandi repúblikana, Ted Cruz frá Texas, fćddist í Kanada. Trump segir hann ţví ekki geta orđiđ forseti skv. bókstafstúlkun stjórnarskrárinnar, ţ.e. skv. hefđbundnum skilningi. Cruz heldur baráttunni ţó áfram ótrauđur. Hann lćtur ţađ ekki aftra sér ađ hann ađhyllist bókstafstúlkun stjórnarskrárinnar og hefur lýst Antonin Scalia sem átrúnađargođi. Hann hyggst, nái hann kjöri, skipa í réttinn bókstafstrúarmenn eins og Scalia – dauđ skal hún vera! – án ţess ađ skeyta um ađ ţeir hlytu ađ telja hann hafa skort kjörgengi til forseta. Bókstafstrúin nćr ekki lengra en svo. Tvískinnungurinn er ekki bundinn viđ ţetta afmarkađa dćmi.

Repúblikanar ţykjast í orđi kveđnu vilja virđa bandarísku stjórnarskrána en keppast nú viđ ađ koma í veg fyrir ađ Obama forseti, fv. stjórnlagaprófessor í Chicago-háskóla líkt og Antonin Scalia, geti rćkt ţá skyldu sína skv. stjórnarskránni ađ skipa landinu nýjan hćstaréttardómara. Repúblikanar skeyta ađ ţví er virđist um ţađ eitt ađ ţeirra mađur verđi skipađur í réttinn. Ţessi ćtlan ţeirra vekur varla mikiđ traust, a.m.k. ekki međal ţeirra sem hafa fylgzt međ kapprćđum repúblikana í sjónvarpi ađ undanförnu ţví ţćr eru svo óheflađar og eitrađar ađ annađ eins hefur ekki sézt ţar vestra í manna minnum. Hćstiréttur Bandaríkjanna dregur dám af ástandi Repúblikanaflokksins. Ţetta mćttu ţeir menn hér heima hugleiđa sem hafa sótt sér ýmsar fyrirmyndir til bandarískra repúblikana eins og ţeir hafi fundiđ púđriđ.

Fréttablađiđ, 18. febrúar 2016.


Til baka