Stjórnsýslusögur

Stjórnsýsla skiptir máli bćđi í einkarekstri og opinberu lífi. Öll ţekkjum viđ ţetta úr leik og starfi. Viđ vćntum ţess ađ hćfnissjónarmiđ ráđi vali manna í landsliđiđ í knattspyrnu, stöđur hljóđfćraleikara í sinfóníuhljómsveitinni, prófessorsstöđur í háskólunum og ţannig áfram. Viđ vitum hvernig fer ef viđtekin hćfnissjónarmiđ eru látin víkja fyrir klíkuskap. Ţessi regla – ađ hćfni sitji í fyrirrúmi – hefur ćvinlega veriđ virt á vettvangi íţróttanna hér heima. Ţessi almenna hćfnisregla ţurfti lengri tíma til ađ ryđja sér til rúms á ýmsum öđrum vettvangi og á sums stađar enn langt í land, bćđi í einkarekstri og opinberri stjórnsýslu. Rannsóknir sýna ađ árangur fyrirtćkja í rekstri rćđst jafnan ađ hluta af hćfni stjórnendanna. Góđ fyrirtćki kappkosta ţví ađ velja til starfa sem hćfasta stjórnarmenn af báđum kynjum međ fjölbreytta reynslu og ţekkingu víđs vegar ađ. Sex af hverjum sjö stjórnarmönnum í ţýzkum stórfyrirtćkjum hafa lokiđ doktorsprófi. Víđa hafa menn ţrátt fyrir ţessa vitneskju kastađ til höndum viđ val á stjórnarmönnum í fyrirtćkjum. Bandarískir forstjórar sitja margir í stjórnum hver hjá öđrum. Stjórnir fyrirtćkjanna hegđa sér margar eins og klúbbar eđa klíkur. Ţetta er hluti skýringarinnar á ţví ađ forstjóralaun í Bandaríkjunum hafa rokiđ upp úr öllu valdi. Laun međalforstjóra í bandarískum stórfyrirtćkjum voru 30-föld laun óbreyttra starfsmanna 1960-1970. Áriđ 2008 voru forstjóralaunin komin upp í 270-föld laun óbreyttra starfsmanna. Engan ţarf ţví ađ undra ađ bílafyrirtćkin í Detroit komust í ţrot fyrir fáeinum árum og voru ţjóđnýtt um skeiđ. Bandarískur kapítalismi snerist upp í andhverfu sína af völdum óhćfra og óhemju gráđugra stjórnenda. Reynslan frá Bandaríkjunum beinir athyglinni ađ einhćfu mannvali í stjórnum margra íslenzkra fyrirtćkja. Hvati innlendra fyrirtćkja til ađ velja sér hćfa stjórnendur međ fjölbreytta reynslu og ţekkingu er af ýmsum ástćđum veikari en hann gćti veriđ, m.a. af ţví ađ viđskiptabankarnir ţurfa ekki frekar en endranćr ađ sćta erlendri samkeppni og geta ţví haldiđ uppi slökum rekstri í eigin ranni og međal vel tengdra viđskiptavina. Ţetta er gamall vandi sem ennţá eimir eftir af ţrátt fyrir hruniđ. Iđnađarbankinn, Verzlunarbankinn og Alţýđubankinn voru settir á laggirnar á sínum tíma vegna dekurs Landsbankans, Búnađarbankans og Útvegsbankans viđ forgangsfyrirtćki. Bankarnir fara sem fyrr sínu fram, en geta ţeirra til ađ hafa fé af erlendum viđskiptavinum eins og ţeir gerđu fyrir hrun hefur skerzt ađ mun ţar eđ útlendingar eru nú varir um sig gagnvart íslenzkum bönkum. Lög kveđa á um ábyrgđ og skyldur stjórnarmanna í fyrirtćkjum. Sjaldgćft er ţó ađ á slíka ábyrgđ sé látiđ reyna. Látum eitt dćmi duga. Í lögum um Seđlabanka Íslands frá 2001 segir ađ bankaráđiđ skuli m.a. „Hafa eftirlit međ eignum og rekstri bankans og stađfesta ákvarđanir um meiri háttar fjárfestingar.“ Ţetta er bókstafur laganna. Andinn ađ baki bókstafnum er ađ bankaráđinu sem Alţingi skipar beri ađ gćta hagsmuna almennings í málum bankans. Seđlabankinn varđ tćknilega gjaldţrota í hruninu. Endurfjármögnun bankans kostađi skattgreiđendur svipađa fjárhćđ og fjármögnun nýju bankanna sem reistir voru á rústum gömlu bankanna. Hvor útgjaldaliđur fyrir sig nam um sjöttungi landsframleiđslunnar eđa ţriđjungi samtals. Fyrir liggur vitnisburđur hátt settra embćttismanna Seđlabankans fyrir Rannsóknarnefnd Alţingis og fyrir Landsdómi. Ţar báru ţeir ađ Seđlabankinn hefđi vitađ strax 2006 ađ bönkunum var ekki viđbjargandi. Ađalhagfrćđingur bankans, nú ađstođarbankastjóri, sagđi fyrir Landsdómi: „Ef koma hefđi átt í veg fyrir fall bankanna hefđi líklega orđiđ ađ grípa til ađgerđa á árinu 2005.“ Annar hátt settur starfsmađur Seđlabankans líkti háttsemi bankanna viđ fjárglćfra Bernie Madoffs í Bandaríkjunum (hann fékk 150 ár). Eigi ađ síđur hélt Seđlabankinn áfram ađ lána bönkunum mikiđ fé í tvö ár enn, 2006-2008. Engin viđhlítandi skýring hefur enn veriđ gefin á ţví ráđslagi. Engin kunn gögn benda til ađ bankaráđiđ hafi látiđ máliđ til sín taka fyrir hönd almennings svo sem lögin bjóđa. Rannsóknarnefnd Alţingis hirti jafnvel ekki um ađ bođa formann bankaráđsins Halldór Blöndal fv. ráđherra og forseta Alţingis í viđtal til ađ frćđast um hvernig bankaráđiđ rćkti lagaskyldu sína. Engin kunn gögn benda til ađ bankaráđ Seđlabankans frá hruni eđa bankastjórnin hafi reynt ađ svipta hulunni af ţví sem gerđist í bankanum í ađdraganda hrunsins. Seđlabankinn situr enn á símtalinu dýra.

Fréttablađiđ, 24. september 2015.


Til baka