Höfundarverk og virđing

Glćsileg ţykir mér afmćlissýning Gerđarsafns í Kópavogi á málverkum Jóhannesar Kjarval í eigu Landsbanka Íslands. Merkilegastar og óvenjulegastar á sýngunni munu mörgum áhorfendum ađ mestum líkindum ţykja mannamyndirnar, sem hanga jafnan í bankaráđsherbergi Landsbankans í Austurstrćti í Reykjavík. Ţessar myndir af Tryggva Gunnarssyni og öđrum gömlum bankastjórum sýna breiddina og snilldina í sköpunarverki listamannsins. Klassískar mannamyndir af ţessu tagi höfđu ekki áđur veriđ málađar á Íslandi, og ein myndin, hin yngsta í röđinni, af Birni Kristjánssyni, skósmiđnum, sem var gerđur ađ bankastjóra, krókurinn beygđist snemma, var djörf tilraun til nýsköpunar í íslenzkri mannamyndagerđ og sór sig í ćtt viđ sumar mannamyndir Vincents van Gogh, sem Íslendingar höfđu ţá fćstir séđ međ eigin augum. Ţetta er ekki eina Kjarvalsveizlan á bođstólum, ţví ađ á 120 ára afmćli Kjarvals í fyrrahaust gaf Nesútgáfan á Seltjarnarnesi út mikla og mjög glćsilega bók međ miklum fjölda mynda Kjarvals auk rćkilegs efnis um líf og störf listamannsins frá ýmsum hliđum. Ţessi bók sómir sér vel međal veglegustu listaverkabóka heimsins, svo vel er hún úr garđi gerđ í alla stađi. Kjarval var ekki bara landslag. Bókin spannar alla ćvi meistarans og vitnar enn frekar en sýningin í Gerđarsafni um sjaldgćfa fjölhćfni. Kjarval málađi myndir af öllu tagi, hann gerđi meira ađ segja klassíska brjóstmynd úr gifsi, enda ţótt landslagsmyndirnar féllu á sínum tíma bezt ađ vanaföstum smekk Íslendinga og löđuđu Kjarval efalítiđ til landslagsmyndagerđar frekar en til annarra verka. Ţađ má hafa til marks um ţungbćra og langdrćga einangrun Íslands og íslenzkrar listar frá umheiminum fyrir tilstilli innilokunarstefnu stjórnvalda á fyrri tíđ, ađ Kjarval skuli enn vera svo gott sem einkaeign íslenzku ţjóđarinnar. Nafn hans ćtti ţó ađ réttu lagi ađ vera víđţekkt međal listamanna og listunnenda um alla álfuna. Bókin góđa mun vonandi verđa til ţess ađ vekja síđbúna athygli á Kjarval í öđrum löndum. Ţađ er raunalegt, ađ enn, röskum aldarţriđjungi eftir andlát hans, skuli vera óútkljáđur harkalegur ágreiningur afkomenda Kjarvals viđ yfirvöld vegna međferđar á dánarbúi listamannsins. Meira um myndir: furđulegar ţóttu mér fréttirnar af ţví fyrr í sumar, ţegar nýr borgarstjóri Reykvíkinga lét hengja málverk Svölu Ţórisdóttur Salman af Bjarna Benediktssyni, fyrrum borgarstjóra, upp aftur í Höfđa, húsi borgarinnar. Borgarstjórinn sagđi ekki orđ um Bjarna Benediktsson viđ fréttamenn og nefndi Svölu ekki heldur á nafn, heldur virtist honum mest í mun ađ saka andstćđinga sína um ađ hafa á sínum tíma látiđ fjarlćgja myndina af Bjarna af annarlegum ástćđum. Hefđi ekki veriđ nćr ađ nota tćkifćriđ til ađ rifja upp minninguna um Bjarna Benediktsson? – borgarstjórann, sem mótmćlti stađsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni; utanríkisráđherrann, sem leiddi Ísland inn í Atlantshafsbandalagiđ; forsćtisráđherrann, sem leiddi róttćkustu umbótastjórn Íslandssögunnar, viđreisnarstjórnina, 1963-70 (og byrjađi ađ reykja, ţegar síldin hvarf, og hćtti, ţegar síldin birtist aftur). Ţađ hefđi einnig átt vel viđ ađ minnast Svölu Ţórisdóttur (1945-1998), ţví ađ mynd hennar af Bjarna Benediktssyni er mikiđ listaverk. Svölu var síđar faliđ ađ mála mynd af Geir Hallgrímssyni, fyrrum borgarstjóra og forsćtisráđherra. Hún sýndi mér myndina í smíđum, ég bjó ţá í Washington eins og hún: ţađ var ćvintýri líkast ađ sjá slíka meistarasmíđ verđa til. Ć síđan hafa mér ţótt ţessar tvćr myndir Svölu Ţórisdóttur vera međal beztu mannamynda á Íslandi. Myndin af Geir hangir ađ heimili hans og konu hans, Ernu Finnsdóttur, í Reykjavík. Svala var Ţingeyingur í húđ og hár og lćrđi myndlist í Oxford á Englandi og bjó um skeiđ í Seúl í Suđur-Kóreu, áđur en hún fluttist til Washington, svo ađ sum myndverk hennar bera keim af austurlenzkri list eins og ţeir, sem sáu minningarsýningu á verkum hennar í Gerđarsafni 1999, munu kannski kannast viđ. Ţegar ţađ spurđist í stjórnarráđiđ í Seúl, ađ ung stúlka frá Oxford vćri ţangađ komin til langdvalar, var hún kvödd til ađ kenna heimamönnum ensku. Og ţannig stendur á ţví, sagđi Svala síđar, ađ gervöll utanríkisţjónusta Suđur-Kóreu talar ensku međ ţykkum ţingeyskum hreim.

Fréttablađiđ, 13. júlí 2006.


Til baka