Tíu ár frá hruni

New York – Á laugardaginn var, 15. september, var ţess minnzt um allan heim ađ tíu ár voru liđin frá falli Lehman Brothers bankans í New York, mesta gjaldţroti í sögu Bandaríkjanna. Ţessi sögufrćgi banki sem innflytjendur frá Bćjaralandi höfđu stofnađ 1850 hafđi grafiđ sér svo djúpa gröf ađ yfirvöldin treystu sér ekki til ađ toga bankann upp á bakkann. Öđrum bönkum og fyrirtćkjum var bjargađ međ ćrnum tilkostnađi. Átta til níu milljónir bandarískra fjölskyldna misstu heimili sín. Margir misstu aleiguna og einnig vinnuna ţar eđ atvinnuleysi jókst úr tćpum 5% af mannafla 2007 upp í tćp 10% 2010. Ţađ var ekki fyrr en 2016 ađ kaupmáttur međaltekna bandarískra heimila varđ aftur eins og hann hafđi veriđ 2007 – og einnig 1999: sem sagt, 17 ár í súginn samanlagt.

Ţetta er samt ekki allt. Međalćvi Bandaríkjamanna hefur stytzt. Nýfćddur Kani gat vćnzt ţess ađ verđa 79 ára 2014, 78,6 ára 2015 og 78,5 ára 2016. Ef ćvilíkurnar verđa enn lćgri 2017 eins og viđ er ađ búast m.a. vegna ţess ađ 72.000 Bandaríkjamenn létust ţá vegna of stórra lyfjaskammta, ţá verđur ţađ í fyrsta sinn síđan í fyrri heimsstyrjöld ađ međalćvi Bandaríkjamanna styttist ţrjú ár í röđ, 2014-2017. Aukin tíđni lifrarsjúkdóma af völdum drykkjuskapar og fjölgun sjálfsvíga leggjast á sömu sveif.

Rót vandans virđist mega rekja til misskiptingar tekna, auđs og menntunar. Fjöldi dauđsfalla í örvćntingu (vegna of stórra skammta, lifrarskemmda og sjálfsvíga) stendur í öfugu hlutfalli viđ menntun og í beinu sambandi viđ kjörfylgi Trumps Bandaríkjaforseta 2016 sýslu fyrir sýslu. Ţetta er vert ađ hugleiđa frekar en ađ hćlast um af verđbréfavísitölum vestra sem sigla nú međ himinskautum.

Hinn 6. október n.k. verđur ţess minnzt ađ tíu ár verđa ţá liđin frá hruni bankanna hér heima. Prófessorarnir Gylfi Zoëga í Háskóla Íslands og Robert Aliber í Háskólanum í Chicago gengust fyrir ráđstefnu um bankahruniđ og eftirdrunur ţess í Háskóla Íslands fyrir skömmu međ sérfrćđingum víđs vegar ađ og búast til ađ birta fyrirlestra ţeirra á bók. Ţar verđur ýmsan fróđleik ađ finna.

Fróđlegt er ađ bera upprisu Íslands úr rústum hrunsins viđ upprisu Bandaríkjanna. Níu ţúsund íslenzkar fjölskyldur misstu heimili sín eftir hrun. Ţađ er svipuđ tala og í Bandaríkjunum miđađ viđ mannfjölda. Húsnćđismissirinn hefđi orđiđ mun meiri hefđu stjórnvöld ekki greitt fyrir sértćkri skuldaađlögun (110% leiđin). Kaupmáttur ráđstöfunartekna íslenzkra heimila var lćgri 2016 en 2007 og 2008 (Hagstofan á eftir ađ birta tölur fyrir 2017). Kaupmáttur launa var íviđ fljótari ađ jafna sig og mćldist fimmtungi meiri 2017 en 2007. Ţađ tók heimilin ţví ađ jafnađi upp undir áratug ađ rétta úr kútnum eftir hrun líkt og í Bandaríkjunum og í fjármálakreppum víđs vegar um heiminn langt aftur í tímann. Atvinnuleysi á Íslandi jókst úr 2% af mannafla 2007 í tćp 8% 2010 líkt og í Bandaríkjunum.

Svo er eitt enn. Frá aldamótum til 2012 lengdist međalćvi Íslendinga jafnt og ţétt um tćpa 3 mánuđi á ári. Nokkru eftir hrun hćtti međalćvi Íslendinga ađ lengjast skv. upplýsingum Alţjóđaheilbrigđisstofnunarinnar. Nýfćddur Íslendingur gat vćnzt ţess ađ verđa 82,4 ára 2012 og einnig 2016. Ekki er vitađ hversu miklu dauđsföll í örvćntingu valda um ţessa fordćmalausu stöđnun. Vitađ er ţó ađ slíkum dauđsföllum hefur fjölgađ hratt síđustu ár. Ţau voru 30 í fyrra skv. upplýsingum landlćknisembćttisins eđa rösklega helmingi fćrri en í Bandaríkjunum miđađ viđ mannfjölda.

Efnahags- og heilbrigđisafleiđingum hrunsins svipar ţví saman ađ ýmsu leyti í löndunum tveim.

Bandaríkjamenn finna margir sárlega til ţess ađ uppgjöri ţeirra viđ fjármálahremmingarnar sem hófust ţar 2007 hefur veriđ áfátt. New York Times birti um síđustu helgi aukablađ međ tíu tölusettum breiđsíđum um máliđ. Lokasíđan, jafnstór og heil opna í Fréttablađinu, bar yfirskriftina „Forstjórarnir á Wall Street sem fengu fangelsisdóma“. Síđan er auđ. Enginn bankastjóri var ákćrđur fyrir meint lögbrot. Bankastjórarnir virtust hafnir yfir lög ţótt einn og einn lágt settur bankamađur fengi dóm. Forsetar Bandaríkjanna eru ţó ekki hafnir yfir lög eins og dćmi Nixons forseta 1969-1974 sýnir og dćmi Trumps forseta á e.t.v. eftir ađ stađfesta ef yfirstandandi rannsókn á meintum lögbrotum hans leiđir til ákćru og sakfellingar. Bandaríkin hafa ţví rétt úr kútnum í efnahagslegu tilliti ţótt mikiđ vanti upp á fullan bata eins og stađnađar tekjur og styttri ćvir sýna.

Svipađa sögu er ađ segja um Ísland. Efnahagslífiđ hefur rétt úr kútnum međ ţví ađ kaupmáttur heimilanna hefur náđ sér á strik, en ćvir Íslendinga eru hćttar ađ lengjast. Mörg sár hrunsins eru ógróin enn. Stjórnmálalegt uppgjör hrunsins hefur ekki enn fariđ fram. Hćstiréttur hefur ađ vísu dćmt 39 manns til nćstum 100 ára fangelsisvistar samanlagt vegna lögbrota í tengslum viđ hruniđ, en mestmegnis voru ţađ millistjórnendur sem fengu dóma međan stórlaxar sluppu. Meint lögbrot í Seđlabankanum 6. október 2008 – Kaupţingslániđ skv. birtu símtali bankastjórans og forsćtisráđherrans – fyrnist eftir röskan hálfan mánuđ nema rannsókn málsins verđi hafin fyrir ţann tíma til ađ girđa fyrir fyrningu og gera dómstólum kleift ađ fjalla um máliđ.

Fréttablađiđ, 20. september 2018.


Til baka