Ţorsteinn Gíslason (1867-1938). Ritstjóri og skáld. Las norrćna tungu og bókmenntir í Háskólanum í Kaupmannahöfn, en fékk ekki ađ taka próf, ţar eđ heimspekideild háskólans viđurkenndi ekki íslenzkar bókmenntir eftir 1500 sem verđugt ritgerđarefni. Ţessi neitun gaf honum tilefni til ađ ítreka tillögu sína um stofnun íslenzks háskóla, en tillaga hans um ţađ hafđi áđur veriđ felld á fundi íslenzkra stúdenta í Höfn međ tuttugu atkvćđum gegn einu. Hann var skilnađarmađur í stjórnlagadeilunni viđ Dani, fyrstur manna. Hann fylgdi Valtý Guđmundssyni ađ málum og stjórnarbótarmönnum 1900-1904, gegn heimastjórnarmönnum, svo sem ýmsar greinar hans í Bjarka bera međ sér, en hann snerist síđar eins og margir ađrir á sveif međ Heimastjórnarflokknum. Ţorsteinn var ritstjóri Sunnanfara (1894-1898), Dagskrár (1896, međ Einari Benediktssyni), Íslands (1897-1899), Bjarka (1899-1904, fyrst um sinn međ Ţorsteini Erlingssyni), Skírnis (1903), Óđins (1905-1936), Lögréttu (1906-1936) og Morgunblađsins (1920-1924). Í bundnu máli birti hann Kvćđi (1893), Nokkur kvćđi (1904), Ljóđmćli (1920), Dćgurflugur (1925) og Önnur ljóđmćli (1933). Hann birti einnig laust mál, ţar á međal eru Heimsstyrjöldin 1914-1918 og eftirköst hennar (1924) og Ţćttir úr stjórnmálasögu Íslands árin 1896-1918 (1936) og margar ţýđingar á verkum eftir Björnstjerne Björnson, Fjodor Dostojevskí, Emile Zola, Rudyard Kipling, Guy de Maupassant, Walter Scott, Gunnar Gunnarsson og Henrik Ibsen.  Ţorsteinn skildi eftir sig í handriti fyrri hluta skáldsögu, sem aldrei hefur veriđ prentuđ; sagan heitir Tímamót, og fyrri hlutinn, sem er til í handriti, heitir Ísland um aldamótin. Einnig er til í handriti Ţorsteins leikrit, Kristnitakan.

Til baka