Tjáningarfrelsismál

Ađ gefnu tilefni

Meiđyrđamálum hefur rignt yfir dómstóla eftir hrun. Mörg eru ţessi mál höfđuđ gegn ţeim, sem hafa lýst eftir uppgjöri viđ hruniđ, ađ ţví er virđist til ađ reyna ađ ţagga kröfur um undanbragđalaust uppgjör. Nokkur mál hafa veriđ höfđuđ af mönnum nátengdum sumum ţeirra, sem hafa veriđ til rannsóknar eđa fengiđ dóma eftir hrun. Fjármálaeftirlitiđ undir stjórn Gunnars Ţ. Andersen sćtti ítrekuđum árásum, sem lyktađi međ ţví, ađ honum var ţokađ úr starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, eftir ađ FME hafđi undir hans stjórn vísađ nćrri 80 málum til sérstaks saksóknara. Nú sćtir sérstakur saksóknari ásökunum um lögbrot, og fjárveitingar til embćttisins hafa veriđ skornar niđur um helming tvö ár í röđ. Munstriđ er skýrt og ţarf ekki ađ koma neinum á óvart í ljósi reynslunnar ađ utan. Norsk-franski rannsóknardómarinn Eva Joly sagđi fyrir um atvikarás í ţessa veru strax 2009. Málin halda áfram ađ hrannast upp. Ađstođarmađur fv. dómsmálaráđherra krefst nú fangelsisdóms yfir tveim blađamönnum. Ef ţađ mćtti verđa til ađ greiđa götu ţeirra, sem ţurfa enn ađ verjast meiđyrđamálsóknum fyrir rétti, hef ég ákveđiđ, međ leyfi lögmanns míns, Sigríđar Rutar Júlíusdóttur hrl., ađ birta opinberlega greinargerđir hennar til hérađsdóms og til Hćstaréttar fyrir mína hönd í máli Jóns Steinars Gunnlaugssonar, ţá hćstaréttardómara, gegn mér. Ţessar greinargerđir vćru ella ekki ađgengilegar almenningi, ţar eđ „Hćstarétti er ekki heimilt ađ afhenda ţessi gögn til annarra en hafa lögvarđa hagsmuni af ţví ađ fá ađgang ađ ţeim“ eins og segir í bréfi Hćstaréttar til manns, sem bađ um ađ fá ađ sjá gögnin. Ég tel mig ekki hafa heimild til ađ birta greinargerđir lögmanns Jóns Steinars í málinu, en lýsi mig fúsan til ađ birta ţćr hér viđ hliđ hinna, ćski hann ţess. Jón Steinar Gunnlaugsson tapađi máli sínu á báđum dómstigum. Dóm Hćstaréttar í málinu má lesa hér. Frétt Réttar um dóminn má lesa hér. Viđbrögđ Jóns Steinars viđ dómi Hćstaréttar má lesa hér. Athugasemdir Atla Gíslasonar hrl. vegna viđbragđa Jóns Steinars má lesa hér. Svar Jóns Steinars til Atla má lesa hér. Umsagnir og fréttir um málflutning og annađ vafstur Jóns Steinars Gunnlaugssonar er t.d. ađ finna hér og hér.

Aftur heim