Í minningu Valtýs

Tveir stjórnmálamenn áttu mestan ţátt í ađ ryđja Íslandi braut inn í nútímann, og fór ţó hvorugur ţeirra međ framkvćmdarvald. Báđir sátu ţeir lengi á Alţingi, en ţingiđ var samt ekki helzti vettvangur ţeirra, heldur tímaritin, sem ţeir ritstýrđu, enda bjuggu ţeir báđir í Kaupmannahöfn. Annar brýndi Íslendinga til dáđa í Nýjum félagsritum, ţađ var Jón Sigurđsson. Hinn beitti fyrir sig Eimreiđinni í sama skyni og fjallađi ţar einnig um bókmenntir, listir, tćkni og vísindi. Ţađ var dr. Valtýr Guđmundsson, sem fćddist á ţessum degi fyrir 150 árum og andađist 1928.

Segja má, ađ Valtý hafi ađ ýmsu leyti orđiđ betur ágengt en Jóni forseta, en Jón hafđi undirbúiđ jarđveginn. Jóni tókst ađ leggja grunninn ađ frjálsum viđskiptum viđ útlönd 1855 međ ţví ađ sannfćra hikandi fylgismenn sína um kosti frjálsra viđskipta, en hann gat ţó ekki hróflađ viđ ţrúgandi viđskiptahömlum innan lands og vistarbandinu. Árangurinn af ţrotlausu starfi Jóns birtist smám saman í upplýstara viđhorfi lesenda hans og fylgismanna til ýmissa framfaramála, sem komust í höfn eftir daga Jóns. Framlag hans fólst í ađ stappa stálinu í landsmenn og plćgja og sá í jarđveginn fyrir framtíđina. Ţetta hlutverk rćkti Jón forseti međ glćstum brag.

Valtýr tók viđ kyndlinum af Jóni og náđi skjótum árangri. Ţegar Valtýr tók sćti á Alţingi 1894 og hóf síđan útgáfu Eimreiđarinnar, hafđi sjálfstćđisbaráttan hjakkađ árum saman í hjólförum ófrjós og innantóms ţrefs um stjórnskipuleg formsatriđi. Valtýr einsetti sér ađ finna nýjan flöt á sjálfstćđismálinu međ ţví ađ móta raunhćfar kröfur á hendur dönsku stjórninni í stađ ţeirra einstrengingslegu ályktana og frumvarpa, sem Alţingi hafđi sent frá sér árin á undan og danska stjórnin hafđi jafnharđan hafnađ. Málamiđlun Valtýs fólst í ađ slá af ströngustu kröfum um stjórnskipuleg formsatriđi til ađ rjúfa kyrrstöđuna í efnahagslífi landsins. Ţetta var kjarni Valtýskunnar, sem meiri hluti Alţingis gerđi ađ sinni stefnu 1901 eftir sex ára ţóf.

Eimreiđin seldist í 1500 eintökum á móti 400 eintökum Nýrra félagsrita á tímum Jóns forseta. Valtýr fylkti um sig frjálslyndum menntamönnum innan ţings og utan. Barátta hans hratt af stađ ţeirri atburđarás, sem endađi međ heimastjórn 1904. Hannes Hafstein átti lítinn hlut ađ ţví máli, ţótt hann veldist til ráđherradóms, ţegar til átti ađ taka. Valtý grunađi, ađ Magnús Stephensen landshöfđingi og menn hans hefđu tekiđ Hannes fram yfir sig m.a. vegna ţess, ađ ţeir töldu Hannes mundu verđa ţeim auđsveipan á ráđherrastóli.  

Hannes Hafstein rćkti ráđherradóminn vel. Ţó var ţađ Valtýr, sem lagđi grunninn ađ báđum höfuđmálum Hannesar í fyrri stjórnartíđ hans 1904-1909, símamálinu og bankamálinu. Símamáliđ snerist um ađ leggja síma til landsins frekar en ađ taka upp loftskeytasamband viđ útlönd og láta símann nema land á Austfjörđum og teygja sig ţađan til Reykjavíkur frekar en ađ taka símann á land í Reykjavík og láta ţá landsbyggđina e.t.v. ţurfa ađ bíđa. Valtýr lagđi samningana um símann upp í hendur Hannesar og einnig bankamáliđ, sem snerist um ađ lađa hingađ heim erlent starfsfé til ađ stofna Íslandsbanka til ađ keppa viđ Landsbankann, en honum stýrđi Tryggvi Gunnarsson, móđurbróđur Hannesar og náinn samherji landshöfđingja, og ţótti íhaldssamur og hlutdrćgur í lánveitingum. Tryggvi, Magnús og Hannes voru ,,afturhaldsliđ” í augum Valtýinga. Hannes skipađi sér í sveit međ andstćđingum Valtýs á Alţingi, ţar á međal voru konungkjörnir ţingmenn, sem drógu taum dönsku stjórnarinnar í sjálfstćđisdeilunni. Íhaldiđ, sem Valtýr barđist gegn, minnir um sumt á ţá, sem mestum skađa hafa valdiđ ađ undanförnu međ ţví ađ hjakka í sömu hjólförum eftir hrun í von um eigin ábata.

Valtýr var sískrifandi líkt og Jón forseti. Hann skrifađi móđur sinni 1896: „Ţeir sem nú um undanfarin ár (síđan Jón Sigurđsson dó) hafa veriđ foringjar í íslenzkri pólitík hafa anađ áfram í blindni, jafnt út í fen og forćđi sem annađ, og ţá er ekki von ađ vel fari.“ Hann skrifađi stjúpa sínum 1910 og 1911: „Sundrungin og eigingirni einstaklinganna er svo mikil, ađ ţjóđinni er stórhćtta af búin. ... Hiđ andlega siđferđi ţjóđarinnar er spillt og lamađ, ţjóđarsálin sjúk. ... Og einmitt ţess vegna blöskrar mér svo barnaskapurinn í pólitíkinni heima, auk allrar spillingarinnar, varmennskunnar og fjárgrćđginnar.“

Ćvisaga Valtýs eftir Jón Ţ. Ţór sagnfrćđing er nú aftur komin út, í kilju, ágćt bók, mćli međ henni.

 

Fréttablađiđ, 11. marz 2010.


Til baka