Viđ Woody

Ţegar óperuhúsiđ í Feneyjum, Teatro La Fenice, brann til kaldra kola 1996 lögđu margir saman tvo og tvo og töldu víst ađ mafían myndi hafa kveikt í húsinu. Sagt er ađ mafían eigi ţađ til ađ fara óvarlega međ eldspýtur ef verktakar á hennar vegum fá ekki ţau viđhaldsverkefni sem ţeir bera víurnar í. Rannsókn leiddi ţó í ljós ađ mafían kom hvergi nćrri ţessari tilteknu íkveikju sem komst á forsíđur heimsblađanna. Brennuvargarnir reyndust vera tveir hćggengir og hefnigjarnir rafvirkjar sem áttu yfir höfđi sér sektir vegna seinkunar á raflagnavinnu ţeirra í húsinu. Ţeir voru báđir dćmdir í fangelsi. Húsiđ hafđi brunniđ tvisvar áđur, 1774 og 1836, og veriđ endurreist í bćđi skiptin í allri sinni dýrđ.

Eftir brunann 1996 stóđu ađeins útveggir óperuhússins eftir, allt annađ var ónýtt. Yfirvöldin vissu ekki sitt rjúkandi ráđ. Ţá sté fram til ađ blása ţeim kjark í brjóst og bjóđa ađstođ sína kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen sem hefur gert eina mynd á ári í bráđum hálfa öld, nánar tiltekiđ 47 myndir á 51 ári, hverja annarri betri. Nýjasta myndin hans, Irrational Man, kom út í fyrra og fjallar um kvensaman heimspekiprófessor sem myrđir dómara upp úr ţurru til ađ gefa lífi sínu gildi. Myndin er full af heimspekiţvćlu í hćsta gćđaflokki. Nćsta mynd hans, Café Society, hefur veriđ valin opnunarmynd kvikmyndahátíđarinnar í Cannes í nćsta mánuđi. Og nú vinnur hann ađ gerđ sjónvarpsţáttarađar sem verđur sýnd síđar á ţessu ári. Hann hefur ekki skrifađ fyrir sjónvarp síđan fyrir 1960.

Woody Allen ólst upp í New York, nánar tiltekiđ í Brooklyn, hóf feril sinn kornungur sem uppistandari og gerđist síđan handritshöfundur og leikstjóri og leikur sjálfur í mörgum mynda sinna. Hann er ekki viđ eina fjölina felldur. Hann leikstýrđi óperunni Gianni Schicchi eftir Puccini međ Placido Domingo í ađalhlutverki í Los Angeles 2008 og aftur í fyrra. „Ég hef ekki hugmynd um hvađ ég er ađ gera, en hćfileikaskortur hefur aldrei haldiđ aftur af mér“ sagđi hann viđ blađamenn. Áhorfendur risu fagnandi úr sćtum sínum ađ lokinni frumsýningunni, en leikstjórinn sté ekki fram til ađ hneigja sig ásamt öllum hinum, hann hafđi ekki taugar í ţađ.

Woody Allen er ekki bara einn afkastamesti og skemmtilegasti kvikmyndahöfundur allra tíma og óperuleikstjóri og skáld (hann birtir reglulega smásögur í bókmenntaritinu New Yorker) heldur er hann einnig hljóđfćraleikari í hjáverkum. Hann hefur um langt árabil leikiđ međ hljómsveit sinni á mánudagskvöldum fyrir matargesti á Carlyle-hótelinu í New York. Yfirţjónninn á hótelinu sagđi mér ađ Woody hefđi misst ađeins eitt kvöld úr tónleikahaldinu og ţađ fyrir mörgum árum vegna stórhríđar sem lamađi allar samgöngur um borgina. Ţetta er sjö manna band sem hefur veriđ ađ frá ţví skömmu eftir 1960, byrjađi í Chicago og sérhćfir sig í gömlum, nćstum útdauđum djassi frá New Orleans. Woody leikur á klarínettu, hljómsveitarstjórinn Eddy Davis leikur á banjó og síđan eru ţarna einnig básúna, kontrabassi, píanó, trommur og trompet, valinn mađur í hverju rúmi. Tónlistin ţeirra er fyrsta flokks og flutningurinn einnig.

Og ţá víkur sögunni aftur til íkveikjunnar í Feneyjum ţví Woody Allen ákvađ ásamt félögum sínum ađ örva borgaryfirvöldin međ ţví ađ fara međ hljómsveitina í langa tónleikaferđ um Evrópu strax eftir brunann og gefa endurbyggingarsjóđi óperunnar ágóđann. Tónleikaferđin var kvikmynduđ, myndin heitir Wild Man Blues og er skínandi skemmtileg. Allt gekk eins og í sögu, Woody reiddi fram fúlgu fjár í ferđalok og húsiđ opnađi aftur 2004, átta árum eftir brunann.

Myndinni lýkur međ heimsókn Woody´s ásamt Soon Yi, kóreskri eiginkonu sinni og fósturdóttur, til háaldrađra foreldra hans í Brooklyn. Ţau giftu sig í Feneyjum. „Ekkert skil ég í honum ađ giftast ekki heldur góđri gyđingastúlku“ segir móđir hans viđ myndavélina. Hann verđur 81 árs 1. desember.

Fréttablađiđ, 7. apríl 2016.


Til baka