Hvíta bókin

Fólkiđ í landinu ţarf ađ velta ţví fyrir sér, hvers vegna ekki bólar enn á ţví, níu mánuđum eftir hrun, ađ ábyrgđarmenn hrunsins séu látnir svara til saka. Ţeir hafa nú haft níu mánuđi í bođi yfirvalda til ađ koma gögnum og eignum undan. Fáeinir menn hafa veriđ kvaddir til skýrslutöku, ţađ er allt og sumt. Bandaríkjamađurinn Bernard Madoff, sem játađi sök fyrir sex mánuđum og reyndist hafa hlunnfariđ viđskiptavini sína um sömu fjárhćđ og íslenzku bankarnir, eđa rösklega 60 milljarđa Bandaríkjadala, hefur nú fengiđ 150 ára fangelsisdóm. Rannsóknin hér heima virđist vera í skötulíki og ýtir ásamt ýmsu öđru undir áleitnar grunsemdir um, ađ yfirvöldin standi í reyndinni ađ einhverju leyti međ meintum sakamönnum gegn fólkinu í landinu. Tökum tvö dćmi. Hvađ vćri einfaldara en ađ skođa farţegalistana úr einkaţotum útrásarvíkinganna til ađ kanna, hverjir ţágu far međ ţeim? Ţannig vćri hćgt ađ skerpa til muna myndina af óviđurkvćmilegu samneyti stjórnmálastéttarinnar, embćttismanna og blađamanna viđ víkingana. Rannsóknarnefnd Alţingis og sérstakur saksóknari hafa heimild til ađ leggja hald á listana. Ţađ tćki röskan mann ekki nema dagpart ađ kemba ţá. Hafi ákveđnir embćttismenn ţegiđ far međ ţotunum, hafa ţeir líklega brotiđ gegn 109. grein almennra hegningarlaga. Sönnunargögnin liggja á arinhillunni líkt og í skáldsögu eftir Kafka, en rannsóknarnefnd Alţingis sýnir ţeim engan áhuga, ţótt starfstími hennar sé meira en hálfnađur. Rannsóknarnefndin og sérstakur saksóknari hafa ekki heldur hirt um ađ taka skýrslu af Sverri Hermannssyni fyrrum Landsbankastjóra, en hann hefur í fjölda greina í Morgunblađinu boriđ lögbrot međal annars á varaformann bankaráđsins fram ađ hruni. Ţessi dćmi virđast ekki vitna um ríkan áhuga rannsóknarnefndar Alţingis og sérstaks saksóknara á framgangi réttvísinnar.  Áhugaleysiđ um réttlćti og réttvísi virđist ekki vera bundiđ viđ ţá, sem yfirvöldin réđu til rannsóknarinnar. Enginn lögfrćđingur sótti um embćtti sérstaks saksóknara, ţegar ţađ var fyrst auglýst, enda gerđi ríkisstjórnin lítiđ úr ţörfinni fyrir rannsókn á meintum lögbrotum í kringum bankahruniđ og ţvertók fyrir ađ fela erlendum mönnum stjórn rannsóknarinnar. Ekki virtist auđur umsćkjendalistinn vitna um ríkan áhuga međal lögfrćđinga almennt á framgangi réttvísinnar. Lögmannafélagiđ sendi nýlega frá sér áţekk skilabođ í formi ályktunar um „hiđ svokallađa bankahrun.“ Slíkar ályktanir sendi lögmannafélagiđ í Austur-Ţýzkalandi frá sér međ reglulegu millibili fyrir 1989. Lögmenn ganga hér fram hver af öđrum til ađ reyna ađ varpa rýrđ á Evu Joly, ráđgjafa ríkisstjórnarinnar, en hún hefur lýst rannsóknina hlćgilega vegna fjárskorts og vanhćfis. Ríkisstjórnin segist međ semingi ćtla ađ hlíta ráđum Evu, en hikiđ og seinagangurinn vekja ekki traust. Ţessi ummerki ţarf ađ skođa í samhengi viđ liđna tíđ. Tuttugasta öldin leiđ svo, ađ endurtekin hneyksli í gömlu ríkisbönkunum og viđskiptalífinu voru samkvćmt ýmsum skriflegum heimildum yfirleitt ţögguđ niđur. Halldór Kiljan Laxness skaffađi í einni bóka sinna einu handhćgu heimildina um faktúrufölsunarfélagiđ, en ţađ var ţegar nokkrir máttarstólpar Sjálfstćđisflokksins međal heildsala urđu uppvísir ađ umfangsmiklu skjalafalsi. Blöđin sögđu fátt, enda voru ţau öll á bandi flokkanna. Ţjóđviljinn andćfđi, en hann var afgreiddur sem kommúnistamálgagn.  Öldin okkar ţegir um máliđ. Allir vissu, ađ stjórnvöld héldu verndarhendi yfir lögbrjótum. Var ţá ţess ađ vćnta, ađ bankamenn og ađrir, sem náđarsól ríkisvaldsins skein svo skćrt á, fćru í hvívetna ađ lögum? Come on. Hvíta bókin eftir Einar Má Guđmundsson skáld er frábćrlega vel skrifuđ og haldgóđ heimild um bankahruniđ, ađdraganda ţess og eftirköst. Einar Már lýsir hruninu sem skilgetnu afkvćmi kćfandi fađmlags milli forkólfa viđskiptalífsins, bankanna og stjórnmálastéttarinnar. Hann skilur, ađ stjórnmál og viđskipti eru vond blanda, og hann dregur upp skýra og stundum sprenghlćgilega mynd af spillingunni, sem gleypti Ísland. Hann er fundvís á flugbeittar samlíkingar. Hann hikar ekki viđ ađ gegnumlýsa samneyti eiturlyfjakónga í Mexíkó og systurflokks Sjálfstćđisflokksins ţar suđur frá, sem heitir ţví góđa nafni Kerfisbundni byltingarflokkurinn, og lćtur lesandanum eftir ađ draga ályktanir. Hann hellir sér yfir Samfylkinguna fyrir ađ hafa svikiđ hugsjónir jafnađarstefnunnar. Hann lýsir stjórnmálamönnum sem leiksoppum auđkýfinga líkt og unglingum, sem byrja ađ reykja hass og leiđast út í harđari efni. Framsóknarflokkurinn og forseti Íslands fá einnig sinn skammt. Hvíta bókin verđur ţýdd á erlend tungumál útlendingum til viđvörunar. Sjálfur er ég međ bók um hruniđ í smíđum handa bandarísku háskólaforlagi, sem vill hún heiti When Iceland Fell (Er Ísland sokkiđ?). Kannski ítalska ţýđingin fái heitiđ La bancarotta.

Fréttablađiđ, 2. júlí 2009.


Til baka