Endurminningar

Sú var tíđ, og ţađ er ekki ýkja langt síđan, ađ saga ţjóđanna var í fyrsta og síđasta lagi stjórnmálasaga. Slíkt var ofríki stjórnmálanna í uppvexti ţjóđríkjanna á rústum lénsveldis á 19. öld. Bergmál ţessa ofríkis barst langt fram á 20. öld og fram á ţessa og birtist međ ýmsu móti. Barnaleikritin í Melaskólanum um og eftir miđja síđustu öld fjölluđu iđulega um kónga og drottningar og prinsa í álögum eins og ekkert vćri sjálfsagđara. Fréttatímar útvarps og sjónvarps á okkar dögum eru sama marki brenndir, ţótt ţeir hafi skánađ talsvert frá fyrri tíđ: hlutfall stjórnmálafrétta er ennţá langt umfram mikilvćgi stjórnmála í lífi fólksins, eđa svo sýnist mér. Ekkert rifrildi milli stjórnmálamanna er svo fáfengilegt, ađ frá ţví sé ekki sagt í smáatriđum eins og um stórtíđindi sé ađ tefla. Međ líku lagi eru ćvisögur stjórnmálamanna víđa miklar fyrirferđar. Hér heima hafa ţó tiltölulega fáir stjórnmálamenn hirt um ađ skrifa sjálfsćvisögur, ţótt undarlegt megi virđast, og ađeins ţrír forsćtisráđherrar fylla ţann flokk: Stefán Jóhann Stefánsson, Emil Jónsson og Steingrímur Hermannsson, frásögn hans skráđi Dagur Eggertsson lćknir. Um nokkra ađra eru til ćvisögur í fullri lengd, t.d. Hannes Hafstein og Ólaf Thors. Íslandssagan er fátćkari fyrir vikiđ, ţví ađ góđar sjálfsćvisögur ţétta og fylla ţjóđarsöguna.

Sjálfsćvisögur forsćtisráđherranna ţriggja hafa ýmsa kosti hver á sinn hátt. En ţćr eru öđrum ţrćđi samdar í sjálfsvörn eins og flestar ađrar slíkar sögur, og ţađ kann ađ rýra gildi ţeirra. Öđru máli gegnir um fyrri hluta sjálfćvisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrv. utanríkisráđherra (Tilhugalíf, 2002). Hún hefur ţá sérstöđu međal slíkra bóka, ađ hún er ekki skrifuđ í sjálfsvörn, heldur rćđst höfundurinn ţvert á móti harkalega gegn sjálfum sér fyrir ađ hafa vađiđ í villu og svíma í stjórnmálum langt fram á miđjan aldur međ ţví m.a. ađ binda trúss sitt viđ rangan foringja, föđur sinn. Ţessi játning Jóns Baldvins vitnar um sjaldgćfan kjark og stórhug og lofar góđu um síđara bindiđ.

Sem leiđir hugann ađ Hannesi Sigfússyni skáldi.

En fyrst ţetta. Látum ţađ vera, hversu fáir stjórnmálamenn hafa hirt um ađ auđga Íslandssöguna međ endurminningum sínum á prenti. Hitt er enn furđulegra, hversu fá íslenzk skáld hafa birt minningar sínar. Ţađ hafa ţó sum ţeirra gert međ miklum brag. Minningabćkur Halldórs Laxness hafa m.a. ţá sérstöđu í ţessum flokki bóka, ađ ţćr eru alţekktar og mikiđ lesnar, og sumir telja ţćr međal beztu bóka hans. Minningabćkur Hannesar Sigfússonar (Flökkulíf, 1981, og Framhaldslíf förumanns, 1985) fóru á hinn bóginn fyrir ofan garđ og neđan í bókaheiminum, hefur mér virzt, fáir virđast nú kannast viđ ţćr. Hannes Sigfússon (1922-1997) var atómskáld og skjólstćđingur, ađdáandi og vinur Steins Steinarr, nema Steinn gat engum veitt nokkurt skjól, ekki heldur sjálfum sér. Hannes kvaddi sér hljóđs sem atómskáld međ kvćđabókinni Dymbilvaka (1949) og birti fáeinar ađrar bćkur nćstu 30 árin og ţýddi einar tuttugu og lét annars lítiđ fyrir sér fara, ól manninn í Noregi nokkurn hluta ćvinnar og birti ađ leikslokum ţessar líka skínandi endurminningar í tveim bindum, ţar sem hann sallar sjálfan sig niđur og dregur ekkert undan. Bćkurnar lýsa sviknum draumum, umkomuleysi og ćvilangri fátćkt á fögru máli.

Ćviminningar Agnars Ţórđarsonar (Í vagni tímans, 1996, og Í leiftri daganna, 2000) eru af öđrum toga. Agnar hefur enga ástćđu til ađ taka sjálfan sig í gegn: hann er eitt helzta leikskáld Íslendinga, enda ţótt verk hans hafi ekki sézt á sviđi í höfuđborginni um nokkurt skeiđ. Ţađ er skađi, ţví ađ t.d. Kjarnorka og kvenhylli (Iđnó, 1955) er gott leikrit og á fullt erindi viđ nútímann, einnig Gauksklukkan (Ţjóđleikhúsiđ, 1958); bćđi eru til á prenti. Útvarpsleikrit hans, Víxlar međ afföllum (1958), í níu ţáttum, vakti svo mikla athygli á sinni tíđ, ađ göturnar tćmdust, eđa svo var sagt; útvarpiđ eyddi upptökunum. Minningar Agnars Ţórđarsonar vitna um höfund í stóru broti, skáld, sem lifir og hrćrist í bókmenntum heimsins alls og hefur sitt á ţurru, og ţćr búa yfir miklum og hóglátum ţokka. Ţetta eru minningabćkur af ţví tagi, sem stórskáld annarra ţjóđa skilja eftir sig: ţćr fjalla minnst um höfundinn sjálfan, mest um samferđamenn hans innan lands og utan og andrúmiđ í kringum ţá. Nafnaskráin ađ leiđarlokum telur um ţúsund manns.

Fréttablađiđ, 14. júlí 2005.


Til baka