Bil ađ brúa

Íslendingar standa ásamt ýmsum öđrum Evrópuţjóđum frammi fyrir nýjum vanda í menntamálum. Vandinn er sá, ađ fólkiđ í landinu sćkist eftir ć meiri, betri og dýrari menntun og almannavaldiđ, sem er svo ađ segja allsráđandi í menntamálum, telur sig ekki hafa bolmagn til ađ mćta eftirspurninni. Hvađ er til ráđa?

Vandinn er ekki bundinn viđ menntamál og ekki heldur viđ Ísland. Tökum Bretland. Ţar hafa háskólarnir veriđ í fjárţröng mörg undangengin ár og grotnađ niđur vegna ónógra fjárveitinga frá ríkisvaldinu, enda eru ţeir flestir ríkisskólar. Á sama tíma hefur ađsókn ađ brezkum háskólum aukizt verulega, og er hún ţó enn mun minni en í Bandaríkjunum og Kanada. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins gerđi sér grein fyrir ţví, ađ viđ ţessum vanda varđ ađ bregđast. Stjórnin einsetti sér ađ bćta háskólana til muna og reyna ađ lađa helzt helminginn af hverjum árgangi ćskufólks ađ háskólanámi; ţađ er mun hćrra hlutfall en á fyrri tíđ – og hćrra en hér heima, en lćgra en í Norđur-Ameríku. Til ađ ná ţessu marki ţarf fé, mikiđ fé. Hvađan eiga peningarnir koma? Ríkisstjórnin treystir sér ekki til ađ hćkka skatta til ađ tryggja háskólunum meira fé. Ţess vegna lagđi hún ţađ til, ađ háskólunum yrđi veitt aukiđ frelsi til ađ afla fjár á eigin spýtur međ innheimtu hćrri skólagjalda en hingađ til. Ţarna var ekki veriđ ađ leggja nýjar línur, ţví ađ skólagjöld hafa tíđkazt í brezkum háskólum um alllangt skeiđ. Nei, vandinn er sá, ađ gjöldin eru lág og skila háskólunum litlum tekjum. Tony Blair forsćtisráđherra lagđi ţađ til, ađ ţingiđ veitti háskólunum lagaheimild til ađ leggja hćrri gjöld á nemendur, allt ađ 3000 pundum á ári eđa 400 ţúsundum króna. Blair lagđi höfuđ sitt og ríkisstjórnar sinnar ađ veđi og hafđi ađ endingu nauman sigur: frumvarpiđ var samţykkt međ fimm atkvćđa mun í janúar 2004. Stjórnarandstađan lagđist öll gegn frumvarpinu og ţar međ Íhaldsflokkurinn eins og hann leggur sig og einnig margir stjórnarţingmenn, en uppreisn ţeirra mistókst.

Ţađ gerist ekki á hverjum degi, ađ forsćtisráđherra setji menntamál á oddinn og leggi líf stjórnar sinnar ađ veđi. Af ţessu má ráđa alvöru málsins. Uppreisnin gegn Blair í háskólamálinu er skiljanleg ađ ţví leyti, ađ Verkamannaflokkurinn var nýbúinn ađ hafna auknum skólagjöldum af gamalgrónum hugsjónaástćđum. Tortryggni margra ţingmanna Verkamannaflokksins gegn Blair vegna hernađarins í Írak og ađdraganda hans blandađist saman viđ andstöđu ţeirra gegn háskólafrumvarpinu. En Blair barđist eins og ljón fyrir sannfćringu sinni ásamt ýmsum samherjum sínum og hafđi sitt fram á endanum, enda ţótt Gordon Brown fjármálaráđherra, hinn höfuđleiđtogi flokksins, lćgi lágt og léti máliđ lítt til sín taka. Blair sagđi viđ flokkssystkini sín: viđ eigum tveggja kosta völ. Annar kosturinn er ađ sćtta sig viđ háskóla, sem standast ekki samanburđ viđ góđa háskóla í Ameríku, hvorki í rannsóknum né kennslu, og geta ţví ekki međ góđu móti tekiđ á móti sívaxandi fjölda nemenda og sinnt ţeim sómasamlega. Hinn kosturinn er ađ snúa vörn í sókn međ ţví ađ veita háskólunum aukiđ svigrúm til eigin fjáröflunar. Ţriđja leiđin er ófćr, sagđi Blair: viđ getum ekki beđiđ skattgreiđendur um ađ borga brúsann, ţví ađ ţeir bera nógu ţungar byrđar fyrir.

Og hvort er betra? – spurđi Blair: ađ senda tiltölulega fáa nemendur í ódýra háskóla, sem standast hvorki kall né kröfur tímans, eđa gera sífellt fleiri nemendum kleift ađ afla sér menntunar í háskólum, sem hafa bolmagn til ađ sinna nemendum sínum vel og standa í fremstu röđ í frćđum og vísindum? Hvort er í betra samrćmi viđ hefđbundna jafnađarhugsjón Verkamannaflokksins? Svar Blairs sjálfs var afdráttarlaust: ţađ er ekki ađeins hagkvćmt ađ tryggja háskólunum aukiđ rekstrarfé međ ţví ađ leyfa ţeim ađ innheimta hćrri skólagjöld, heldur einnig réttlátt, ţví ađ reynslan sýnir, svo ađ ekki verđur um ţađ villzt, ađ menntun ber arđ. Menntamenn hafa yfirleitt miklu hćrri tekjur en ađrir, og ţá munar ţví ekki mikiđ um ađ kosta menntun sína sjálfir í auknum mćli, enda heldur ríkiđ hvort sem er áfram ađ niđurgreiđa háskólamenntun í mjög stórum stíl.

Og nú liggur niđurstađan fyrir. Framkvćmd nýju laganna verđur hagađ ţannig, ađ skólagjöldin verđa greidd eftir á – og ţá og ţví ađeins, ađ tekjur háskólamanna ađ loknu námi séu umfram tiltekiđ lágmark. Margir námsmenn verđa eftir sem áđur undanţegnir gjöldum í krafti tekjutengingar. Reynslan á eftir ađ leiđa í ljós, hversu miklum viđbótartekjum nýju lögin munu skila inn í háskólana. Ţađ virđist líklegt, ađ háskólarnir fái heimild til frekari hćkkunar skólagjalda á nćstu árum. Stefnan liggur fyrir; nú verđur naumast aftur snúiđ. Héđan í frá verđur ţví varla lengur deilt um réttmćti skólagjalda í brezkum háskólum, heldur ađallega um ţađ, hversu há ţau eigi ađ vera, og um ćskilega verkaskiptingu almannavaldsins og almennings í menntamálum og önnur skipulagsmál.

Ţađ virđist einnig líklegt, ađ ýmsar ađrar Evrópuţjóđir kjósi ađ fara ađ dćmi Breta í menntamálum. Ástandiđ í háskólum Frakklands, Ítalíu og Ţýzkalands er ekki gott – og ekki viđ öđru ađ búast, úr ţví ađ ríkiđ er hćtt ađ treysta sér til ađ reiđa fram ţađ fé, sem háskólarnir telja sig ţurfa á ađ halda. Vandinn er samt ekki fjárskortur eingöngu, heldur einnig skipulagsskortur: misheppnuđ miđstýring. Í frönskum háskólum er miđstýringin svo ţrúgandi, ađ starfsmenn eru sagđir ţurfa ađ leggja inn skriflega umsókn til ađ fá ađ taka ljósrit. Ítalskir háskólar eru morandi í klíkuskap í skjóli miđstýringar. Ţýzkir háskólar eru ađ vísu ýmsir í sókn, en ţeir líđa fyrir fjárskort. Vandinn í öllum ţessum löndum og víđar er sá, ađ ríkiđ er nćstum eitt um hituna og hleypir öđrum ekki ađ. Evrópumenn eru yfirleitt ekki frjálsir ađ ţví ađ afla sér háskólamenntunar á eigin kostnađ – nema međ ţví ađ sćkja háskóla í útlöndum, t.d. í Bandaríkjunum, ţar sem einkaháskólar keppa viđ ríkisháskóla og háskólarnir eru kostađir jöfnum höndum af almannavaldinu og einstaklingum. Ţar er mönnum frjálst ađ kaupa sér ţá menntun, sem hugurinn girnist, en ekki í Evrópu. Ţađ er munurinn. Í Kanada eru allir helztu háskólarnir ađ vísu ríkisskólar, en ţeir afla um fjórđungs tekna sinna međ innheimtu skólagjalda og hafa nýlega óskađ leyfis stjórnvalda til ađ fá ađ hćkka gjöldin enn frekar til ađ styrkja stöđu sína.

Vandinn, sem hér hefur veriđ lýst, er ekki bundinn viđ háskóla. Framhaldsskólar og grunnskólar í Evrópu eru yfirleitt kostađir af almannavaldinu, ýmist ríki eđa byggđum, og lúta sams konar miđstjórn og háskólarnir. Almannavaldiđ er í einokunarađstöđu, og einokun bitnar yfirleitt á kostnađi og gćđum ţjónustunnar, sem neytendur ţurfa ađ gera sér ađ góđu – ţ.e. kostnađurinn viđ ţjónustuna verđur meiri en ella og gćđin minni. Ţess vegna er ríkisvaldiđ t.d. ađ draga sig út úr símarekstri víđs vegar um heiminn. Viđ ţetta bćtist ýmisleg óhagkvćmni, sem lođir jafnan viđ ríkisrekstur, hvort sem einokun er til ađ dreifa eđa ekki, og lýsir sér t.a.m. í lćgri launum en góđum kennurum myndu trúlega bjóđast í einkaskólum. Afnám eiginlegrar ríkiseinokunar í menntamálum myndi leiđa til aukinnar fjölbreytni í skólastarfi til ađ koma til móts viđ ólíkar óskir og ţarfir nemenda og ţá um leiđ til aukins launamunar međal kennara í samrćmi viđ afköst og árangur í starfi eftir sömu lögmálum og gilda annars stađar á almennum vinnumarkađi og ţykja sjálfsögđ ţar. Ţau rök, sem menn leiđa fram gegn ríkiseinokun á öđrum sviđum og fyrir frjálsri samkeppni almennt, eiga einnig viđ um menntunarmál, enda ţótt frćđslumálin hafi ýmislega sérstöđu, sem vert er ađ virđa. Sérstađa og mikilvćgi menntamálanna útheimta samt ekki áframhaldandi ríkiseinokun og međfylgjandi fjárskort. Hitt virđist sönnu nćr, ađ menntamálin séu mikilvćgari en svo fyrir velferđ almennings og vöxt og viđgang ţjóđlífsins til langs tíma litiđ, ađ réttlćtanlegt sé ađ láta ţau reka á reiđanum vegna fjárskorts og skipulagsbresta. Kjarni málsins er sá, ađ eftirspurn fólks eftir menntun er komin fram úr frambođi skólanna, úr ţví ađ almannavaldiđ heldur ađ sér höndum. Ţetta bil ţarf ađ brúa. Rök og reynsla sýna, ađ markađsbúskapur hentar vel til ađ jafna metin milli frambođs og eftirspurnar: ţađ er einmitt höfuđkostur ţvílíks búskaparlags.

Áskorunin, sem viđ stöndum frammi fyrir, er ţví ţessi: hvernig er hćgt ađ virkja markađsbúskap í ţágu menntunar án ţess misvirđa rótgrónar hugmyndir manna um jafnrćđi til náms? Ţađ er ekki auđhlaupiđ ađ ţví. En af ţví leiđir ekki, ađ menn hljóti ţá heldur ađ sćtta sig viđ óbreytt ástand án frekari umhugsunar. Hitt virđist vćnlegra ađ leita nýrra leiđa til ađ efla menntun og skólastarf á alla lund, ţví ađ ţar er framtíđin.

Skólavarđan, 3. tbl. 2004.


Til baka