Dagsljós Rķkissjónvarpsins, 11. október 1993.

 

Žjóšarskemman

Žjóšarskemman, hśs og heimili okkar allra, er eins og ašrar byggingar. Hśn śtheimtir vandlegt višhald og endurbętur. Fśnir innvišir sjįst ekki aušveldlega. Utan frį getur allt virzt vera ķ góšu lagi, žótt innviširnir séu aš veikjast eša jafnvel bresta vegna vanrękslu.

Bolshoj-óperan ķ Moskvu er gott dęmi um žetta. Frįbęrt leikhśs hefur veriš lįtiš drabbast nišur aš innan įrum saman, žótt framhlišinni hafi veriš haldiš sęmilega viš til aš villa um fyrir vegfarendum. Nś er svo komiš, aš Rśssum sjįlfum er um megn aš gera viš bygginguna, svo aš Menningarstofnun Sameinušu žjóšanna hefur tekiš aš sér aš gera hśsiš upp fyrir eigin reikning.

Eitthvaš žessu lķkt getur hent heil žjóšfélög, ef žau gį ekki aš sér. Ef žjóšarskemman spillist aš innanveršu, getur višgeršarkostnašurinn oršiš illvišrįšanlegur į endanum. Žetta eru Fęreyingar aš reyna um žessar mundir. Žeim er ókleift aš vinna sig śt śr žeim vanda, sem žeir hafa komiš sér ķ, įn verulegrar fjįrhagsašstošar frį Dönum. Fęreyingar uršu ofveiši og óhóflegri skuldasöfnun erlendis aš brįš. Óskynsamleg kjördęmaskipun viršist eiga mikinn žįtt ķ žessum óförum.

Fęreyjar eru ekkert einsdęmi. Argentķna var eitt rķkasta land heims į fyrstu įrtugum žessarar aldar, en dróst sķšan aftur śr öšrum hįtekjulöndum og er nś ekki oršin nema svipur hjį sjón. Žetta geršist smįm saman, svo aš sumir tóku jafnvel ekki eftir žvķ fyrr en eftir dśk og disk. Rķkisstjórn Argentķnu lagšist gegn frķverzlun. Ętlunin var aš vernda innlenda framleišendur gegn erlendri samkeppni. Verndarstefnan dró śr hagvexti og višgangi ķ Argentķnu, į mešan heimsbśskapurinn blómstraši ķ skjóli sķfellt frjįlsari višskipta.

Hnignun Fęreyja og Argentķnu stafar af vanrękslu į višhaldi. Innvišir efnahagslķfsins fśnušu, įn žess aš stjórnvöld gęttu žess aš styrkja žį jafnharšan meš žvķ aš leišrétta lög og leikreglur atvinnulķfsins ķ samręmi viš kall og kröfur tķmans.

Okkur hęttir stundum til aš gleyma žvķ, aš innflutningur landbśnašarafurša til Ķslands var frjįls į sķšustu öld og fyrstu žrjį įratugi žessarar aldar. Frumvarp til laga um ašflutningsgjöld af smjöri og öšru višmeti var til aš mynda fellt į Alžingi įriš 1889. Žį var til žess tekiš, aš verndarfķkn skyldi gera vart viš sig ķ žingsölum ķ fyrsta sinn. En žingmenn höfšu nęman skilning į kostum frjįlsra bśvöruvišskipta ķ žį daga. Bęndur réšu lögum og lofum į žinginu, eins og ešlilegt var. Ķslendingar fluttu inn į annaš hundraš tonn af osti į hverju įri į žrišja įratug žessarar aldar auk annars, og žótti engum mikiš.

Jón Siguršsson forseti – óskabarn Ķslands, sómi žess, sverš og skjöldur – hefši ekki oršiš undrandi. Hann var įhrifamesti bošberi frjįlsra višskipa ķ landinu um sķna daga. Eirķkur Briem prófessor lżsir Jóni svo ķ ęvisögu hans ķ Andvara:

,,Jón sżndi glöggt fram į žaš af sögu landsins, aš verzlunin hafi jafnan veriš hiš mesta naušsynjamįl žess, og aš svo hafi mįtt heita, aš komiš hafi veriš viš lķfęš allrar velmegunar ķ landinu, ķ hvert skipti sem nokkur bönd hafi veriš lögš į hana; jafnframt skżrši hann frį skošunum hinna yngri hagfręšinga um ešli frjįlsrar verzlunar… og hélt žvķ fram, aš naušsyn bęri til aš losa öll bönd af verzluninni, svo aš hśn yrši landsmönnum sem aršmest; fylgdi hann mįli žessu af miklu kappi, en žaš mętti, sem vęnta mįtti, mikilli mótspyrnu…”

Žessi hliš žjóšfrelsishetjunnar vill žó stundum gleymast, žvķ aš Jónasi Jónssyni frį Hriflu varš ekki tķšrętt um višskiptafrelsisbarįttu Jóns forseta ķ Ķslandssögu sinni, sem var kennd ķ öllum barnaskólum landsins um margra įratuga skeiš. Haftapostular rišu ekki feitum hesti frį višskipum viš Jón forseta. ,,Var žaš žį eigi fyrir ķstöšulitla menn aš męla ķ móti honum, “ segir Eirķkur Briem.

Menn eru misjafnlega vel aš sér ķ dżrafręši eins og gengur, en eitt žykjast nęstum allir vita, og žaš er, hvernig strśturinn ber sig aš, žegar hann veršur hręddur. Hann stingur hausnum ķ sandinn.

Žessarar spurningar um strśtinn er hęgt aš spyrja hvar sem er um allan heim, og flestir svara henni į sama hįtt og sjį dżriš ljóslifandi fyrir sér. En žetta er ekki rétt. Strśturinn stingur hausnum ekki ķ sand, žegar hann hręšist, heldur hleypur hann burt – og getur nįš allt aš 65 kķlómetrum į klukkustund. Žaš, sem flestir halda, aš sé stašreynd um strśtinn, er alls engin stašreynd, heldur žjóšsaga.

Žjóšsögur er lķfseigar yfirleitt. Žaš liggur ķ hlutarins ešli. Sumar eru sakleysiš sjįlft eins og sagan um strśtinn, ašrar ekki.

Margir Ķslendingar viršast halda žaš, aš sjįvarśtvegur sé ennžį mikilvęgasti atvinnuvegur žjóšarinnar. Viš sjįum žetta ķ sjónvarpinu į hverju kvöldi og heyrum žaš ķ śtvarpinu. Žar eru fluttar endalausar fréttir af sjósókn og fiskvinnslu į fęribandi, eins og fréttamennirnir eigi lķfiš aš leysa. Žar hafa menn žaš hver eftir öšrum, aš sjįvarśtvegur skili okkur yfir 80% af śtflutningstekjum og annaš eftir žvķ.

Žetta er samt ekki rétt. Sannleikurinn er sį, aš sjįvarśtvegur skilar okkur Ķslendingum rétt lišlega helmingi af śtflutningstekjum okkar og um sjötta parti af žjóšartekjum. Hlutfalliš er aš vķsu ķviš hęrra, ef skyldar greinar eins og skipasmķši og veišarfęragerš eru taldar meš. Allt žetta geta menn séš svart į hvķtu ķ opinberum hagskżrslum. Fimm sjöttu af žjóšartekjum okkar Ķslendinga eiga upptök sķn ķ landi. Ašeins einn af hverjum įtta Ķslendingum vinnur viš sjįvarśtveg. Meš öšrum oršum: sjö af hverjum įtta vinna viš annaš en fisk.

Viš erum ekki lengur fiskveišižjóš fyrst og fremst. Viš lifum į išnaši, verzlun og žjónustu eins og žjóširnar ķ kringum okkur og eins og žjóšir žrišja heimsins gera lķka ķ vaxandi męli. Išnašur, verzlun og žjónusta eru mikilvęgasti atvinnuvegur heims. Viš erum engin undantekning.


Til baka