Efnahagsmál í stjórnarskrá
Vćri ráđlegt ađ girđa fyrir hallarekstur ríkisins í stjórnarskrá? Hefđi
veriđ ráđ hafa í frumvarpi Stjórnlagaráđs ákvćđi ţess efnis, ađ hallinn
á fjárlögum ríkisins megi ekki fara fram úr tilteknu hlutfalli
landsframleiđslunnar eđa megi jafnvel enginn vera? Ekki teldi ég ţađ
ráđlegt. Ţess vegna fćrđi ég slíkt ákvćđi ekki í tal í ráđinu, og ţađ
gerđu ađrir ráđsmenn ekki heldur. |
Ađalrökin gegn slíku ákvćđi um ríkishalla eru ţau, ađ ţađ vćri of einstrengingslegt. Ţađ gefst jafnan ekki vel ađ lćsa t.d. stýrinu í flugvél. Lćsing getur ađ vísu gefizt vel viđ góđ flugskilyrđi, en lendi vélin í óveđri eđa öđrum hremmingum, ţarf flugmađurinn ađ geta gripiđ til sinna ráđa. Mannshugurinn verđur ćvinlega ađ eiga síđasta orđiđ. Ţađ á viđ um efnahagsmál ekki síđur en um flugvélar og önnur ökutćki. Viđ bćtist, ađ auđvelt er ađ fara í kringum slík ákvćđi međ ţví ađ fćra tiltekin ríkisútgjöld út fyrir fjárlög eins og dćmin sanna. Ţess vegna eru ákvćđi um hámarkshalla á ríkisbúskapnum eđa um hámarksskuldir ríkisins sjaldséđ í stjórnarskrám, en óţekkt eru ţau ţó ekki. |
Í stjórnarskrá Ţýzkalands frá 1949 er ađ finna ákvćđi gegn
ríkishallrekstri. Ţví veldur öđru fremur óvenjuleg reynsla Ţjóđverja af
óđaverđbólgu millistríđsáranna. Hagstjórn í Ţýzkalandi hefur ađ flestu
leyti veriđ til fyrirmyndar frá stríđslokum 1945. Árangur Ţjóđverja í
efnahagsmálum hefur veriđ eftir ţví. Ekki er gott ađ segja, hversu
mikinn ţátt stjórnarskrárkvćđiđ um ríkishallann á í ţeim árangri. Allir
ţrír og nú fjórir helztu stjórnmálaflokkar Ţýzkalands hafa fylgt agađri
og ábyrgđarfullri efnahagsstefnu. Ég sé engin teikn um, ađ ţeir hefđu
slakađ á klónni og hleypt ríkisfjármálunum í bál og brand, hefđi
stjórnarskráin veitt ţeim svigrúm til ţess. Minningin um hörmungar
óđaverđbólguáranna lifir mann fram af manni í ţýzkum fjölskyldum og
dugir Ţjóđverjum. |
Stjórnarskrá Ţýzkalands setur peningaprentun ţýzka seđlabankans engar
viđlíka skorđur og ríkisbúskapnum. Ţýzka stjórnarskráin kveđur á um, ađ
skyldur og völd seđlabankans megi flytja til Seđlabanka Evrópu (eins og
gert var, ţegar evran var tekin upp 1999), enda sé Seđlabanki Evrópu
sjálfstćđur og leggi höfuđáherzlu á ađ tryggja stöđugt verđlag. Ţarna er
stjórnarskráin sveigjanleg. Stjórnarskrár ţurfa ađ vera skýrar og einnig
sveigjanlegar, svo ađ ţćr endist vel, eins og Ragnhildur Helgadóttir
prófessor lýsti vel í sjónvarpsţćtti RÚV um frumvarp Stjórnlagaráđs 1.
desember sl.
|
Nú er upp komin sú stađa, ađ ţýzka stjórnarskrárákvćđiđ gegn ríkishalla kann ađ standa Ţýzkalandi fyrir ţrifum og Evrópu allri. ESB-löndin eiga nú sum í alvarlegum efnahagskröggum – einkum löndin á útjađri álfunnar: Grikkland, Ítalía, Spánn, Portúgal og Írland. Vandinn er bankavandi fyrst og fremst, t.d. í Grikklandi og Írlandi, en sums stađar einnig ríkisfjármálavandi vegna óhóflegrar skuldasöfnunar ríkisins á fyrri tíđ, t.d. á Ítalíu. Ţjóđverjar hafa hikađ frammi fyrir vandanum, svo ađ dýrmćtur tími hefur fariđ til spillis. Vandinn hefur ţví ágerzt. Hik Ţjóđverja virđist stafa m.a. af ótta Angelu Merkel kanslara og flokks hennar viđ kjósendur: ţađ er eins ţau treysti sér ekki til ađ sannfćra kjósendur um nauđsyn ţess ađ koma jađarlöndunum til hjálpar og varđveita eininguna um evruna. Samt segja ţýzkir stjórnmálamenn nćr allir einum rómi: „Lausnin er ekki minni, heldur meiri Evrópa!“ Radek Sikorski utanríkisráđherra Póllands sagđi í rćđu í Berlín um daginn, ađ upplausn Myntbandalags Evrópu og evrunnar myndi hafa grafalvarlegar afleiđingar í för međ sér. Hann minnti á, ađ skilnađir fara sjaldan fram í vinsemd, og bćtti viđ: „Ég óttast afl Ţjóđverja minna en ég óttast nú ađgerđarleysi ţeirra.“ |
Seđlabanki Evrópu getur vitaskuld prentađ evrur, t.d. til ađ kaupa
ríkisskuldabréf af ESB-löndum í neyđ, ţótt slík peningaprentun myndi
kosta aukna verđbólgu um skeiđ. Bankanum leyfist fyllilega ađ víkja
tímabundiđ frá höfuđmarkmiđi sínu, sem er ađ tryggja stöđugt verđlag. Á
hinn bóginn setur ţýzka stjórnarskráin ríkisstjórninni stólinn fyrir
dyrnar ađ ţví leyti, ađ ríkisstjórninni leyfist ekki skv.
stjórnarskránni ađ auka ríkisútgjöld nema skatttekjur séu auknar á móti.
Nú kćmi sér vel fyrir Ţjóđverja ađ hafa frelsi til ađ reka
ríkisbúskapinn hjá sér međ tímabundnum halla og lántökum til ađ rétta
ţurfandi nágrönnum hjálparhönd og afstýra stórslysi. Ţađ geta Ţjóđverjar
ekki gert, af ţví ađ ţeir kusu ađ lćsa stýrinu í stjórnarskránni. Ţetta
torveldar lausn efnahagsvandans í Evrópu. |