Eftirdrunur nasismans

Eitt helzta vķgorš Donalds Trump ķ kosningabarįttu hans ķ fyrra var „America first“. Įšur höfšu menn ekki heyrt bandarķskan forsetaframbjóšanda tala eins og ofvaxinn žjóšrembil ķ smįrķki sem į undir högg aš sękja.

Vķgoršiš „America first“ var sótt til flugkappans Charles Lindbergh sem flaug fyrstur manna einsamall og višstöšulaust yfir Atlantshafiš, studdi Adolf Hitler og hataši gyšinga. Žetta var bara byrjunin. Trump forseti sękir margar fyrirmyndir leynt og ljóst til nasista og fasista. Óvildin ķ garš innflytjenda, viršingarleysiš gagnvart gyšingum, ž.m.t. kęruleysislegt tal um helförina, hvatning til ofbeldis og erlendra njósna um andstęšinga og endalausar lygar įsamt öšru bera vitni. Žegar mįlflutningur forsetans og manna hans er skošašur, žegar ummerkin hrannast upp, žegar fasisminn er kominn fast upp aš hliš okkar, žį skiptir sagan mįli eins og Timothy Snyder prófessor ķ Yale-hįskóla lżsir ķ nżrri metsölubók sinni On Tyranny (Um haršstjórn). Žį skiptir žaš mįli aš fašir Trumps var handtekinn į fundi hjį Ku Klux Klan eins og ég rifjaši upp į žessum staš fyrir viku.

Vķgoršiš „Ķslandi allt“ sem fv. forsętisrįšherra skreytti sig meš er sömu ęttar.

Viš ešlilegar ašstęšur ętti upprifjun į žeim hörmungum sem žżzkir nasistar, ķtalskir fasistar og bandamenn žeirra ķ Japan köllušu yfir heiminn į sinni tķš ekkert erindi inn ķ umręšur um stjórnmįl. Žaš stafar einkum af žvķ aš Žjóšverjar hafa gert svo rękilega upp viš fortķš sķna aš sómi er aš žótt nś syrti aftur ķ įlinn. Mestan ugg vekur įstandiš ķ Bandarķkjunum eins og sakir standa en žar telja margir rétt og naušsynlegt aš draga forsetann fyrir landsdóm vegna meintra lögbrota og ašrir hóta borgarastyrjöld, jafnvel ķ gušs nafni, verši žaš gert.

Hvernig gat žetta gerzt ķ landi sem žar til nżlega taldist vera óskorašur leištogi hins frjįlsa heims? Bandarķsk stjórnmįl eru ķ uppnįmi m.a. vegna žess aš peningarnir hafa tekiš žar völdin ķ boši Hęstaréttar sem nam įriš 2010 brott allar takmarkanir į fjįrframlög til stjórnmįlastarfs. Lżšręši vék fyrir aušręši og stefnir ķ žjófręši sjįi menn sig ekki um hönd, segir Timothy Snyder ķ bók sinni. Honum sżnast Bandarķkin vera į sömu leiš og Rśssland. Fįriš breišist śt.

Tilburša ķ įtt til fasisma hefur einnig orši vart į Ķslandi. Tilraun rķkisstjórnar undir forustu Sjįlfstęšisflokksins til aš setja fjölmišlalög til höfušs Fréttablašinu og Stöš 2 var eftir į aš hyggja ašför aš frjįlsri fjölmišlun ķ fasķskum anda. Ašförina bar upp į sama tķma og Vladķmir Pśtķn forseti Rśsslands notaši svipašar ašferšir til aš loka einkasjónvarpsstöšvum žar ķ landi til aš styrkja stöšu sķna og hefta frelsi fjölmišla. Munurinn var sį aš hér heima tókst aš hrinda ašförinni. Ķsland stóšst prófiš sem Rśssland féll į. Mikinn žįtt ķ žvķ įtti Žjóšarhreyfingin undir forustu Ólafs Hannibalssonar blašamanns, Hans Kristjįns Įrnasonar annars stofnanda Stöšvar 2, sr. Arnar Bįršar Jónssonar og Einars Įrnasonar hagfręšings. Fyrir tilstilli žeirra m.a. sköpušust skilyrši til žess aš forseti Ķslands synjaši fjölmišlalögunum stašfestingar 2004. Rķkisstjórnin gafst upp.

Nokkru sķšar tóku „skrķmsladeild“ Sjįlfstęšisflokksins og „gasljósameistarar“ aš lįta aš sér kveša. Hvorugt oršiš er skrįš ķ Oršabók Hįskóla Ķslands en žau lżsa žeim hópi manna sem ręšst meš skipulegum óhróšri gegn andstęšingum Sjįlfstęšisflokksins. Įšur hafši Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblašsins lżst žessum ašferšum śr nįvķgi og kennt žęr eftirminnilega viš „andrśmsloft daušans“. Nżtt dęmi er haršar įrįsir į Smįra McCarthy alžingismann fyrir orš hans um afhjśpun leynimakks forustumanna Sjįlfstęšisflokksins varšandi valinkunna mešmęlendur ķ mįli tveggja dęmdra kynferšisbrotamanna. Nś er komiš ķ ljós aš hluti skjalanna sem um er aš ręša viršist falsašur og dómsmįlarįšuneytiš hefur oršiš uppvķst um „forkastanleg vinnubrögš“. Og žį er blįsiš ķ herlśšra gegn stjórnarandstöšužingmanni sem hefur auk fjölmargra annarra fjallaš um mįliš.

Įrįsir forsetaframbjóšanda Sjįlfstęšisflokksins į Gušna Th. Jóhannesson fyrir forsetaskosningarnar ķ fyrra vegna meintrar afstöšu Gušna til kröfunnar um aš Ķslendingar tękju aš hluta įbyrgš į Icesave-reikningum Landsbankans voru angi į sama meiši. Svipašar įrįsir bergmįla į samfélagsmišlum flesta daga eins og um skipulega ašför sé aš ręša aš rśssneskri fyrirmynd. Upplognar fullyršingar Donalds Trump um aš Obama forseti vęri fęddur erlendis og vęri žvķ ólögmętur forseti voru sömu ęttar. Og nś eru ķslenzkir įlitsgjafar sakašir um aš bera fréttir af stjórnmįlaspillingu į Ķslandi ķ erlenda fjölmišla eins og śtlendingar séu ekki fullfęrir um aš mynda sér sjįlfstęša skošun į mįlinu.

Föšurlandssvikabrigzl og valdarįn eru ęr og kżr fasista enn sem fyrr. Ķsland žarf aš gęta sķn į fįrinu sem rķšur nś yfir nįlęg lönd. Framganga Sjįlfstęšisflokksins og taglhnżtinga hans gagnvart nżju stjórnarskrįnni sem 67% kjósenda lżstu stušningi viš 2012 er skżr višvörun.

Fréttablašiš, 28. september 2017.


Til baka