Munu farsímarnir sigra?

Einhver frćgasta forsíđumynd sögunnar er myndin af Harry Truman forseta Bandaríkjanna brosandi út ađ eyrum og veifandi blađinu, sem birti daginn eftir kjördag svohljóđandi flennifyrirsögn: Dewey sigrar Truman. Ţetta var 1948. Truman hafđi sem varaforseti tekiđ viđ forsetaembćttinu eftir andlát Roosevelts forseta ţrem árum áđur og hafđi síđan háđ fyrir hönd demókrata harđa kosningabaráttu viđ frambjóđanda repúblíkana, Thomas Dewey ríkisstjóra New York. Skođanakannanir bentu allar sem ein til ţess, ađ Dewey nyti mun meira fylgis en Truman. Nćr allir gengu ţví út frá ţví sem gefnum hlut, ađ Dewey myndi sigra. Hvernig var stađiđ ađ ţví ađ kanna hug kjósenda? Međ ţví ađ fara eđa hringja heim til ţeirra og spyrja, hvern ţeir hygđust kjósa. En Truman sigrađi Dewey eigi ađ síđur međ nokkrum yfirburđum, ţegar til kastanna kom (50% atkvćđa gegn 46%). Enn skýrara er dćmiđ frá 1936, ţegar tímaritiđ Literary Digest spáđi repúblíkananum Alf Landon yfirburđasigri yfir Roosevelt forseta og byggđi spána eingöngu á símtölum viđ vćntanlega kjósendur.

Símakannanirnar rugluđu menn í ríminu vegna ţess, ađ mun fćrri kjósendur voru međ síma á ţessum árum en nú tíđkast. Símaeignin fór ađ miklu leyti eftir efnahag heimilanna: fátćklingar áttu síđur síma en efnafólk. Úrtök vćntanlegra kjósenda voru ţví bjöguđ. Símaleysingjarnir, sem skođanakönnuđirnir náđu ekki til, skiluđu sér samt á kjörstađ – og kusu demókrata.

Ţessi saga kann ađ vera í ţann veginn ađ endurtaka sig í Bandaríkjunum. Margar skođanakannanir undangengna mánuđi hafa sýnt meiri stuđning viđ Bush forseta en John Kerry, frambjóđanda demókrata, enda ţótt Kerry virđist hafa sótt í sig veđriđ síđustu daga eftir ađ hafa lagt Bush kylliflatan í fyrsta sjónvarpseinvígi ţeirra og komizt býsna vel frá hinu nćsta. Mörgum Evrópumönnum og öđrum, sem ţekkja vel til vestra, koma ţessar vísbendingar um mikiđ fylgi Bush á óvart. Ţeir sjá ađ vísu og skilja, ađ Bandaríkin hafa breytzt. Ţeir sjá og skilja, ađ frumskógaríhaldiđ í Repúblíkanaflokknum er nú einstrengingslegra, hatramara, illskeyttara, ofstćkisfyllra og sérdrćgara en áđur hefur ţekkzt í meginstraumi bandarískra stjórnmála – og sveiflar biblíunni til bragđbćtis. En ţeir eiga samt ennţá bágt međ ađ trúa ţví, ađ Bandaríkin hafi breytzt svo mjög á skömmum tíma, ađ forseti, sem nýtur svo lítillar hylli í Evrópu og úti um allan heim, geti eigi ađ síđur náđ kjöri í Bandaríkjunum. Eđa eru ţessar áhyggjur kannski ástćđulausar?

Skođanakannanir, sem benda til ţess, ađ Bush muni sigra Kerry, eru m.a. gerđar í gegnum síma – eđa réttara sagt: um símalínur. Margir farsímanotendur eru ekki spurđir álits, af ţví ađ ţeir hirđa ekki um ađ skrá farsímanúmerin sín. Ţađ nćst ţví ekki í ţá. Ţađ er ekki ljóst ađ svo stöddu, hvort eđa hversu vel skođanakönnuđum hefur tekizt ađ leiđrétta ţessa slagsíđu til ađ tryggja, ađ allir vćntanlegir kjósendur hafi jafnar líkur á ađ lenda í úrtökum könnuđanna. Úrtaksskekkjan vegna óskráđra farsímanúmera kom ekki ađ sök fyrir forsetakosningarnar 2000, ţví ađ ţá var farsímabyltingin vestan hafs skemmra á veg komin en hún er nú.

Og nú, fjórum árum síđar, er uppi í Bandaríkjunum mikill fjöldi fólks, sem notar farsíma og tölvusíma langt umfram línusíma. Ţetta fólk er fjölmargt. Ţetta fólk er yfirleitt vel ađ sér um tćkni, vafrar um vefinn öllum lausum stundum og er á ferđ og flugi. Ţetta fólk er yfirleitt frjálslynt og víđsýnt og hefur áhuga á útlöndum og er ađ ţví skapi líklegra til fylgis viđ Kerry en Bush. Ţetta fólk er upp til hópa andvígt stríđinu í Írak. Ţađ fylgist vel međ fréttum og lćtur ekki bjóđa sér lygar í stađ frétta: ţađ veit, ađ innrásin í Írak var gerđ á fölskum forsendum. Ţađ er andvígt gegndarlausum hallarekstri í ríkisbúskap Bandaríkjanna, óráđsíu, sem stafar ađ miklu leyti af verulegri lćkkun skatta handa auđkýfingum. Ţetta fólk fćr ekki heldur séđ, hvađa vit er í ţví, ađ 45 milljónir Bandaríkjamanna eiga ekki enn greiđan ađgang ađ heilbrigđistryggingum, ţótt öll önnur iđnríki heimsins og ýmis ţróunarlönd hafi ráđ á skilvirkum almannatryggingum.

Ef farsímakynslóđin skilar sér á kjörstađ nú í nóvember eins og símaleysingjarnir gerđu 1936, ţá getur Kerry lagt Bush, jafnvel ţótt skođanakannanir sýni meiri stuđning viđ Bush fram á síđasta dag.

Fréttablađiđ, 14. október 2004.


Til baka