Gagnrýnandinn

Halldór Kiljan Laxness (1902-1998). Rithöfundur, ólst upp ađ Laxnesi í Mosfellssveit og kenndi sig viđ ţann stađ. Hann var langdvölum erlendis, bćđi austan hafs og vestan, og fór víđa, en frá árinu 1945 átti hann fast heimili ađ Gljúfrasteini í Mosfellssveit, ţótt hann vćri áfram međ annan fótinn í útlöndum. Hann hlaut bókmenntaverđlaun Nóbels áriđ 1955. Halldór samdi fyrstu bók sína undir nafninu Halldór frá Laxnesi, en tók síđar upp nafniđ Halldór Kiljan Laxness, hann hćtti ađ nota Kiljansnafniđ á 7. áratugnum og tók ţađ síđan upp aftur, áđur en hann lézt. Hann starfađi einnig ađ menningarmálum og stjórnmálum og skilur eftir sig langt mál um ţau efni. Ritgerđir hans um heima og geima eru meiri ađ vöxtum en skáldsögurnar, og eru ţćr flestar varđveittar í ritgerđasöfnum, ţar á međal Alţýđubókin (1929), Dagleiđ á fjöllum (1937), Vettvángur dagsins (1942), Sjálfsagđir hlutir (1946), Reisubókarkorn (1950), Dagur í senn (1955), Gjörníngabók (1959), Upphaf mannúđarstefnu (1965), Íslendingaspjall (1967), Yfirskygđir stađir (1971), Ţjóđhátíđarrolla (1974), Seiseijú, mikil ósköp (1977), Viđ heygarđshorniđ (1981), Og árin líđa (1984) og Af menníngarástandi (1986). Hann skrifađi einnig ferđabćkurnar Í austurvegi (1933) og Gerska ćvintýriđ (1938) og samtalsbókina Skeggrćđur í gegnum tíđina ásamt Matthíasi Johannessen (1972). Halldór ţýddi skáldsögur eftir Gunnar Gunnarsson (Fjallkirkjan, Frá Blindhúsum og Vikivaki), Ernest Hemingway (Vopnin kvödd) og Voltaire (Birtíngur), auk ţess sem hann bjó ýmis fornrit til prentunar. Sögur hans hafa veriđ ţýddar á fjölmörg tungumál í flestum heimsálfum, og gerđar hafa veriđ kvikmyndir eftir skáldsögunum Salka Valka (sćnsk), Brekkukotsannáll (ţýzk), Atómstöđin og Kristnihald undir Jökli. Áriđ 1930 gaf hann út Kvćđakver og birtist ţar sem eitt ljóđrćnasta og skemmtilegasta skáld landsins.

halldorlax.jpg (23441 bytes)

 


Til baka 

Aftur á heimasíđu