Gagnsleysingjar

Menn gera mismikiđ gagn hver á sínum vettvangi. Allir ţekkja ţetta. Flestir gera gagn. Suma langar ađ gera gagn en ţeir valda ţví ekki, kunna ekki tökin, hafa e.t.v. ekki verksvit, flćkjast bara fyrir. Ađrir hafa jafnvel ekki löngun til ađ gera gagn, ekki frekar en unglingur sem nennir ekki ađ taka til í herberginu sínu. Gagnsleysingjar eru ýmist virkir eđa óvirkir. Ekki er langur vegur frá virkum, skeleggum gagnsleysingjum til einbeittra skemmdarvarga, en látum ţá liggja milli hluta ađ sinni. Hér skulum viđ skođa virka og óvirka gagnsleysingja á vettvangi stjórnmálanna. Byrjum á einföldu dćmi svo ekkert fari á milli mála. Ţeir sem börđust gegn afnámi ţrćlahalds á sinni tíđ voru gagnsleysingjar. Ţeim bar ađ sjá og skilja ađ ţrćlahald var rangt og hlaut ţví ađ víkja fyrir frelsi. Ţeim bar ađ sjá ađ barátta ţeirra gegn afnámi ţrćlahalds var leiktöf sem olli ómćldum ţjáningum og kostađi t.d. 620.000 bandarísk mannslíf í borgarastyrjöldinni 1861-1865.

Ţeir sem börđust gegn Jóni Sigurđssyni forseta og umbótastarfi hans hér heima voru yfirleitt gagnsleysingjar, sumir óvirkir, ţvćldust bara fyrir, en ađrir voru virkir eins og Grímur Thomsen skáld sem beitti sér af miklu afli í baráttunni gegn Jóni, jafnvel út yfir gröf og dauđa. Grímur birtist ljósklćddur í útför Jóns og Ingibjargar og sagđi ţá: „Ég vildi sjá hann grafinn“. Grímur var ađ sönnu gott skáld en hann var gagnslaus í íslenzkri pólitík, allur á bandi Dana. Ég tel andstćđinga dr. Valtýs Guđmundssonar um aldamótin 1900 ađ ýmsu leyti verđskulda sömu gagnsleysiseinkunn og andstćđingar Jóns forseta eins og ég hef áđur lýst, en ţađ er flóknara mál.

Nútíminn vitnar um hliđstćđa gagnsleysingja. Hér verđur eitt dćmi látiđ duga. Dćmiđ er valiđ af góđum hug ţótt ţađ muni vísast strjúka sumum lesendum mínum andhćris. Svo verđur ţá ađ vera. Dćmiđ helgast af ţví ađ Vinstri hreyfingin – Grćnt frambođ (VG) hefur ţá sérstöđu međal flokka á Alţingi ađ forverar flokksins tóku engan ţátt í hermanginu, ţingmenn flokksins hafa ţegiđ lítiđ fé af fyrirtćkjum skv. skýrslum Ríkisendurskođunar, enginn ţeirra birtist á lista Rannsóknarnefndar Alţingis yfir tíu ţingmenn sem skulduđu bönkunum 100 mkr. eđa meira hver um sig fyrir hrun, og ţeir koma hvergi fyrir í Panama-skjölunum. Ćtla mćtti ađ flokkur međ svo skýra sérstöđu í spillingarflórunni gengi óhrćddur til leiks og hikađi ekki viđ ađ bjóđa sérhagsmunahópum byrginn í samrćmi viđ stefnu sína og sögu. Ţví er ţó ekki ađ heilsa. Vandinn ţekkist einnig í öđrum löndum. Vinstri flokkar annars stađar í Evrópu sćta ámćli fyrir ađ hafa brugđizt hugsjónum sínum, vanrćkt gömul tengsl viđ vinnandi fólk og breytzt í hagsmunasamtök stjórnmálamanna. Skođum nú máliđ liđ fyrir liđ, minnug ţess ađ VG gerđi ýmislegt gagn í ríkisstjórn međ Samfylkingunni 2009-2013 og í samráđi viđ AGS.
ˇ     
Löngu tímabćrum skipulagsumbótum í landbúnađarmálum til ađ lćkka matarverđ hefur VG aldrei sýnt neinn áhuga, ekki einu sinni eftir hrun ţegar fátćkar fjölskyldur ţurftu á matargjöfum ađ halda í áđur óţekktu umfangi međan a.m.k. einn kjúklingabóndinn hafđi komiđ sér fyrir í skattaskjóli á Möltu. Ţrjú til fjögur nauđungaruppbođ hafa veriđ haldin á hverjum degi ađ jafnađi frá hruni, margir misstu heimili sín, en ţingmenn VG sáu ekki ástćđu til ađ sinna tillögum um lćkkun matarverđs í krafti aukinnar samkeppni.
ˇ     
Réttlátri hlutdeild ţjóđarinnar í arđinum af sjávarauđlindum sínum hefur VG ekki heldur sýnt neinn áhuga eins og ráđa má af ţví ađ ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013 lét máliđ afskiptalaust ţvert á fyrri fyrirheit. Ţótt 83% kjósenda lýstu stuđningi viđ auđlindir í ţjóđareigu í ţjóđaratkvćđagreiđslunni um nýju stjórnarskrána 2012 lyfti ţingflokkur VG ekki fingri henni til bjargar í ţinginu 2012-2013 eins og Ţráinn Bertelsson ţv. ţingmađur VG hefur lýst í Tímariti Máls og menningar.
ˇ     VG hefur ekki tekiđ undir tillögur um varnir gegn lausagöngu búfjár ţótt ofbeit á almenningum og uppblástur af hennar völdum hafi löngum veriđ ein alvarlegasta umhverfisplága landsmanna. Nýja stjórnarskráin tekur á vandanum, en ţingmenn VG láta sér fátt um finnast.
ˇ     
VG lét ţađ viđgangast í ríkisstjórn 2009-2013 ađ tillaga til ţingsályktunar um rannsókn á einkavćđingu bankanna var ekki samţykkt fyrr en eftir dúk og disk og henni var ekki hrundiđ í framkvćmd, enda örlar ekki enn á ţeirri rannsókn sem ţingiđ kvađ á um.
ˇ     Ţótt fyrir liggi skriflegir vitnisburđir um ólöglegar símahleranir fram á síđustu ár sjást ţess engin merki ađ innanríkisráđherra VG 2009-2013 hafi reynt ađ lyfta hulunni af meintum lögbrotum. Voru sumir samherjar hans í VG ţó vćntanlega međal fórnarlambanna.
ˇ     
Ţótt fyrir liggi vitnisburđir um 900 fölsuđ málverk í umferđ sjást ţess engin merki heldur ađ menntamálaráđherra VG, nú formađur flokksins, hafi látiđ máliđ til sín taka í ráđherratíđ sinni, heldur lét hún duga ađ fá samţykkta ţingsályktunartillögu um máliđ ţegar hún var komin í öruggt skjól í gagnslausri stjórnarandstöđu 2013-2014. Ćtli ţeirri ţingsályktun verđi hrundiđ í framkvćmd frekar en hinni fyrri um bankana?
Ađrir flokkar á Alţingi hafa ekki heldur úr háum söđli ađ detta, rétt er ţađ, nema Píratar sem hafa heitiđ ţví ađ hafa hrađar hendur viđ ađ stađfesta nýju stjórnarskrána. Vinur minn einn, virtur sagnfrćđingur, segir: „Ég hef fylgst náiđ međ stjórnarskrárferlinu, virđi hugsjónafólkiđ sem vill ganga lengst, en líka ţá sem vilja miđla málum í anda raunsćis og áfangasigra.“ Í sönnum anda gagnsleysisstefnunnar virđist hann halda bćđi međ lambinu og ljóninu, bćđi međ Jóni forseta og Grími Thomsen. Ég vona hann nái áttum. Ţessi grein er eiginlega opiđ bréf til hans.
 

Fréttablađiđ, 19. maí 2016.


Til baka