Glugginn er galopinn

Reynslan utan úr heimi bendir til ađ kreppur séu kjörlendi nýrra stjórnarskráa. Hitt gerist sjaldan ađ ţjóđir komi sér upp nýrri stjórnarskrá af engu sérstöku tilefni, en ţađ getur ţó gerzt og hefur gerzt, t.d. í Svíţjóđ 1974 og Kanada 1982. Hitt er ţó miklu algengara ađ kreppur eđa sambćrileg atvik, t.d. byltingar eđa stríđ, ţurfi til ađ fá menn til ađ setja sér nýja stjórnarskrá.

Ísland fellur vel ađ ţessari mynd. Bankahruniđ 2008 kallađi á uppgjör og ţá um leiđ nýja stjórnarskrá. Alţingi setti máliđ í farveg sem var í einu og öllu til fyrirmyndar og hefur vakiđ athygli og ađdáun um allan heim. Ţjóđfundurinn 2010 og Stjórnlagaráđ 2011 skiluđu öllu sem ćtlazt var til af ţeim innan settra tímamarka og í friđi og spekt. Allir flokkar á ţingi studdu ferliđ framan af, ţ.m.t. Framsóknarflokkurinn sem gerđi nýja stjórnarskrá ritađa af kjörnum fulltrúum fólksins beinlínis ađ skilyrđi fyrir stuđningi viđ minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grćnna 2009. Sjálfstćđisflokkurinn studdi ferliđ einnig og átti t.d. frumkvćđi á Alţingi ađ ţjóđfundinum. Efnahagsástandiđ var svo ótryggt ađ enginn vissi hversu djúp kreppan yrđi eđa hversu lengi hún myndi vara. Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn dró upp neyđaráćtlun um hagstjórn í samráđi viđ ríkisstjórnina. Stjórnmálastéttin var í ţröngri stöđu, međ bakiđ uppi viđ vegg.

Smám saman kom í ljós ađ bjargráđ AGS studd lánsfé frá Norđurlöndum og Póllandi auk sjóđsins sjálfs myndu skila meiri árangri en menn höfđu ţorađ ađ vona í upphafi. Kreppan virtist ţví ćtla ađ verđa grynnri og styttri en menn höfđu óttazt í fyrstu. Skuggi skandalanna sem hrintu Íslandi fram af bjargbrúninni 2008 virtist vera ađ styttast. Sjálfstćđisflokknum og Framsóknarflokknum sem báru höfuđábyrgđ á hruninu, m.a. međ spilltri einkavćđingu bankanna 1998-2003, óx ţví kjarkur á ný. Ţeim fannst stađan ekki vera eins ţröng og áđur.

Ţetta gerđist í áföngum. Hćstiréttur eđa réttar sagt sex dómarar í réttinum, ţar af fimm skipađir af dómsmálaráđherrum Sjálfstćđisflokksins, tóku í ársbyrjun 2011 ranga og beinlínis ólöglega ákvörđun um ađ ógilda stjórnlagaţingskosninguna; sú ákvörđun er eitt grófasta hneyksliđ í sögu réttarins frá 1920 og ţótt víđar vćri leitađ. Lögleysuna má ráđa af ţví ađ Öryrkjabandalagiđ lagđi áriđ eftir fram hliđstćđa kćru vegna forsetakjörsins 2012 til ađ knýja Hćstarétt til ađ líta í spegil, kćru sem Hćstiréttur vísađi réttilega frá sér á ţeim grundvelli ađ meintir annmarkar hefđu engin áhrif getađ haft á úrslitin. Hertir af lögleysu Hćstaréttar snerust ţingmenn Sjálfstćđisflokksins nú gegn stjórnarskrármálinu og síđan einnig ţingmenn Framsóknarflokksins. Auđmýktin frá ţví fyrst eftir hrun var nú rokin út í veđur og vind. Ef kreppunni slotađi, hlyti nýju stjórnarskrána ađ daga uppi eftir ţeirri reglu ađ kreppur eru kjörlendi nýrra stjórnarskráa. Glugginn var ađ lokast, héldu ţingmenn núverandi stjórnarflokka. Upp hófst einhver vođalegasta smánarganga ţeirra á Alţingi frá öndverđu eins og t.d. Jóhanna Sigurđardóttir fv. forsćtisráđherra og ţingmennirnir Margrét Tryggvadóttir, Ţór Saari og Ţráinn Bertelsson hafa öll vitnađ um opinberlega úr návígi.

Kreppunni er ekki lokiđ. Efnahagslífiđ hefur ađ vísu rétt úr kútnum. En hruniđ snerist ekki ađeins um efnahagsmál eins og sjá má af ţví ađ Hćstiréttur hefur dćmt bankamenn og ađra til fangavistar sem nemur 60 mannárum fyrir afbrot tengd hruninu og eiga mörg mál ţó enn eftir ađ koma til kasta réttarins. Viđ bćtast nú Panama-skjölin sem sýna ađ fjöldi aflandsfyrirtćkja í eigu Íslendinga er 60 sinnum meiri miđađ viđ mannfjölda en fjöldi slíkra fyrirtćkja í eigu Norđmanna. Skjölin afhjúpa spillingu og hagsmunaárekstra á ćđstu stöđum víđa um heim og hafa nú ţegar leitt til stjórnarskipta hér heima, en ţó ađeins til málamynda enn sem komiđ er.

Af ţessari atvikarás má ráđa ađ uppgjöri Íslendinga viđ hruniđ er hvergi nćrri lokiđ. Af ţessu má einnig ráđa ađ tilefniđ sem hruniđ 2008 gaf ţjóđinni til ađ setja sér nýja stjórnarskrá er enn til stađar. Ćtla má ađ nýtt Alţingi sjái í ljósi alls sem á undan er gengiđ sóma sinn í ađ stađfesta loksins ţjóđarviljann eins og hann birtist í ţjóđaratkvćđagreiđslunni um nýju stjórnarskrána 20. október 2012.

Stjórnarskrármáliđ er efst á stefnuskrá Pírata, langstćrsta stjórnmálaflokksins skv. öllum skođanakönnunum. Nćgur er hann orđinn nú ţegar skađinn sem töf gildistöku nýju stjórnarskrárinnar hefur valdiđ. Glugginn er galopinn.

Fréttablađiđ, 14. apríl 2016.


Til baka