Ísland

Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar
og auðnir hnattarins taka við.
Eldgróf í sæ, með ísgráan múrinn
á aðra hlið.

Örlagastaður sem stundirnar markar.
Hér stendur rótum í gleði og sorg
mitt sveitamannslíf, mín hálfgildings hugsun
í hálfgildings borg

og er viðspyrna, farg; það fellur hér saman —
flækjuleg reynsla. Hvort nýtist hún mér
til fullnaðarsöngva? Útmörk. Evrópa
endar hér.


Hannes Pétursson
1970

 

Til baka