Vištal ķ Morgunblašinu 19. maķ 2002.

Harvard og HĶ standa aš rįšstefnu um hagkerfi smįrķkja

Hagvöxtur ķ smęrri rķkjum fylgir heimsžróun

HARVARD-hįskóli og Hįskóli Ķslands standa į morgun, mįnudag, ķ sameiningu fyrir alžjóšlegri rįšstefnu sem ber heitiš Ķsland og heimsbśskapurinn: Hagkerfi smįrra eyrķkja į tķmum alžjóšavęšingar og fram fer ķ Harvard-hįskóla. Žetta er ķ fyrsta skipti sem žessir skólar leiša saman hesta sķna meš žessum hętti, aš sögn Žorvaldar Gylfasonar prófessors sem skipulagši rįšstefnuna įsamt Jeffrey Sachs, einum virtasta hagfręšingi heims, sem er forstöšumašur Alžjóšažróunarstofnunar Harvard og jafnframt prófessor žar.
    Rįšstefnan er lokuš og er hśn einkuš ętluš forystumönnum ķ stjórnmįlum og atvinnulķfi auk hagvaxtarfręšinga vķšs vegar aš śr heiminum. Alls munu milli 70 og 80 manns sękja rįšstefnuna, aš sögn Žorvaldar. Hann segir aš fręšimenn sem hafa sérstaklega rannsakaš hagkerfi smįrrķkja muni fjalla um rannsóknir sķnar. Ķsland verši ķ forgrunni, eins og nafn rįšstefnunar ber meš sér. ,,Einnig veršur fjallaš sérstaklega um Mįritķus, sem er eitt žeirra undralanda ķ žrišja heiminum, reyndar ķ Afrķku, sem hafa rifiš sig upp śr örbirgš og stefna į allsgnęgtir. Žį veršur einnig fjallaš um Mķkrónesķu, żmsar Karķbahafseyjar og Kżpur," segir Žorvaldur.
    Ķ inngangserindi sķnu munu žeir Žorvaldur og Sachs glķma viš spurningar er varša hagkerfi smįrķkja og stęrri landa, hvaš er frįbrugšiš og hvaš žau eiga sameiginlegt. Til dęmis hvort hagvöxtur sé hrašari eša hęgari ķ smįum hagkerfum en stórum og hvaša kostir og gallar fylgja smęšinni. 
    ,,Viš erum rķkasta landiš ķ žessum hópi og njótum żmissa af kostum smęšarinnar, en žurfum ef til vill einnig aš lķša fyrir hana. Stóri gallinn viš smęšina er sį aš heimamarkašurinn er svo lķtill aš menn njóta ekki hagkvęmni stęršarinnar, nema menn eigi žį žeim mun meiri višskipti viš śtlönd til aš eiga žį ašgang aš stęrri markaši. Žetta er höfušvandi smįrķkja ķ efnahagsmįlum. Og svo er einnig vert aš velta žvķ fyrir sér hvort smęšin bjóši upp į kosti sem vega gallana upp. Reyndar eru höfušnišurstöšur okkar Sachs į žį leiš, aš žaš er miklu minni munur į litlum löndum og stórum en margir hafa haldiš," segir Žorvaldur. 
   
,,Okkar ašalnišurstaša er aš hagvöxtur ķ smįrķkjum er eiginlega óašgreinanlegur frį hagvexti ķ heiminum ķ heild sķšastlišinn 40 įr. Gallar smęšarinnar viršast ekki svo stórvęgilegir aš žeir dragi śr hagvexti, eins og stundum hefur veriš haldiš fram. Og ef smęšinni fylgja kostir eru žeir ekki heldur svo miklir aš hagvöxtur žessara landa sé hrašari en annars stašar," segir Žorvaldur. Hann segir aš žannig hafni žeir žeim skošunum sem haldiš hefur veriš į lofti żmist um veikleika eša yfirburši smįrķkjabśskapar.

Nż fręšileg rök fyrir yfirburšum veišigjalds

    Žorvaldur heldur einnig fyrirlestur meš Martin Weitzman, sem er žekktur hagfręšingur viš Harvard-hįskóla, um rannsóknir žeirra į stjórnun fiskveiša į Ķslandi. ,,Weitzman lišsinnti į sķnum tķma aušlindanefndinni og er öllum hnśtum kunnugur hér heima. Žaš er mikill fengur ķ žvķ aš afburšafręšimašur, eins og hann, fallist į aš fjalla um ķslensk mįlefni. Ašalnišurstaša okkar er aš veišigjald hafi ótvķręša hagkvęmniskosti umfram kvótakerfi af žvķ tagi sem tķškast į Ķslandi og munum viš fęra nż fręšileg rök fyrir žeirri skošun," segir Žorvaldur. 
    Fleiri fręšimenn munu kynna rannsóknir sķnar į rįšstefnunni, žar į mešal żmsir sérfręšingar viš Harvard-hįskóla og einnig Tryggvi Žór Herbertsson, forstöšumašur Hagfręšistofnunar Hįskóla Ķslands, og Gylfi Zoega, dósent ķ Birckbeck College ķ London, sem munu fjalla um žaš, hvernig sérhęfing getur vegiš upp galla smęšarinnar ķ litlum löndum og żtt undir hagvöxt. Žį mun Mįr Gušmundsson, ašalhagfręšingur Sešlabanka Ķslands, fjalla um fyrirkomulag stjórnunar peninga- og gengismįla ķ litlum hagkerfum. Forseti Ķslands, Ólafur Ragnar Grķmsson, flytur ręšu um tękifęri smįrķkja į tķmum alžjóšavęšingar. 
    Žorvaldur segir aš stefnt sé aš žvķ aš gefa śt bók meš fyrirlestrum sem fluttir verša į rįšstefnunni.

Nķna Björk Jónsdóttir tók vištališ.


Til baka