Heilindi, siđferđi og hagsmunatengsl

Hćstiréttur Íslands hefur ađ minni hyggju gert tvćr alvarlegar bommertur undangengin ár í málum sem varđa almannahag.

Fyrri skyssa Hćstaréttar var ađ snúa viđ fyrri dómi sínum frá 1998 í kvótamálinu. Ţađ ár kvađ Hćstiréttur upp dóm í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu ţess efnis ađ fyrirkomlag úthlutunar fiskveiđiheimilda fćli í sér mismunun sem bryti gegn stjórnarskránni. Tćpum tveim árum síđar kvađ Hćstiréttur upp ţveröfugan dóm í hliđstćđu máli, Vatneyrarmálinu, og sá ţá ekkert athugavert viđ ţá mismunun sem hann hafđi skömmu áđur taliđ brjóta gegn stjórnarskránni. Í millitíđinni höfđu ráđherrar í ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks gagnrýnt Hćstarétt harkalega vegna fyrri dómsins. Ţegar 105 af 150 prófessorum í Háskóla Íslands ţótti rétt ađ senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu til varnar sjálfstćđi Hćstaréttar treysti enginn prófessor í lagadeild sér til ađ skrifa undir, en ţeir voru ţá tíu. Einn ţeirra sendi mér skriflega lýsingu á refsingunum sem hann taldi sig mundu kalla yfir sig og fjölskyldu sína ef hann fylgdi sannfćringu sinni. Mannréttindanefnd Sameinuđu ţjóđanna stađfesti síđan fyrri dóm Hćstaréttar efnislega međ bindandi áliti 2007. Stjórnvöld brugđust viđ álitinu međ ţví ađ lofa mannréttindanefndinni nýrri stjórnarskrá međ ákvćđi um auđlindir í ţjóđareigu, en ţau eru nú á harđahlaupum frá ţví loforđi. Mannréttindanefndin mun ţví vćntanlega ţurfa ađ taka máliđ upp aftur.

Síđari skyssa Hćstaréttar var ákvörđun sex hćstaréttardómara um ađ ógilda kosninguna til stjórnlagaţings 2010. Af ţessum sex dómurum höfđu fimm veriđ skipađir í embćtti af dómsmálaráđherra Sjálfstćđisflokksins. Ţessi úrskurđur er einsdćmi í vestrćnni réttarsögu ţar eđ ţađ hefur aldrei áđur gerzt í okkar heimshluta ađ ţjóđkjör hafi veriđ fellt úr gildi í heilu lagi vegna meintra framkvćmdargalla sem engin áhrif gátu haft á úrslit kosningarinnar. Hćstiréttur viđurkenndi villuna í reynd áriđ eftir međ ţví ađ vísa frá sams konar kćru vegna sveitarstjórnarkosninganna 2012. Síđari kćran var gagngert lögđ fram m.a. til ađ afhjúpa lögleysuna og knýja Hćstarétt til ađ gangast viđ villu sinni. Ţađ tókst. Dómskerfiđ í landinu er laskađ og nýtur eftir ţví lítils trausts međal almennings. Skipun dómara heldur áfram ađ valda almennri hneykslan međ reglulegu millibili. Ţess vegna er nýtt ákvćđi um skipun dómara í nýju stjórnarskránni sem kjósendur samţykktu í ţjóđaratkvćđagreiđslunni 2012. Ţetta nýja ákvćđi gerir kröfu um stađfestingu forseta Íslands eđa Alţingis međ auknum meiri hluta á skipun manna í dómaraembćtti til ađ hamla getu ráđherra til ađ skipa flokksholla dómara upp á sitt eindćmi međ gamla laginu. Ekki reyndist vanţörf á. Í marz s.l. kynnti innanríkisráđherra nýtt frumvarp til dómstólalaga. Frumvarpiđ gaf Björgu Thorarensen lagaprófessor tilefni til ađ segja í sjónvarpsfréttum RÚV 4. marz 2015: „Ráđherra er í ţessum drögum sem nú liggja fyrir veitt raunverulega algjörlega óheft pólitískt vald til ađ ákveđa hvern hann skipar í dómaraembćtti. Og međ ţessu tel ég vera horfiđ langt aftur til fortíđar, til tíma pólitískra embćttisveitinga í dómskerfinu.“ Ríkisstjórnin vílar ekki fyrir sér ađ leggja fram lagafrumvörp sem brjóta gegn nýrri stjórnarskrá sem kjósendur hafa samţykkt. Ađ ţví hlaut ađ koma ađ Greco, hópur ríkja Evrópuráđsins um ađgerđir gegn spillingu, léti máliđ til sín taka. Greco-hópurinn er Íslendingum ađ góđu kunnur ţví ţađ var fyrir ţeirra tilstilli ađ Alţingi sá sig loksins knúiđ til ađ setja lög um fjármál stjórnmálaflokka 2010. Ţau lög duga ađ vísu skammt eins og undirlćgjuháttur stjórnmálaflokka gagnvart fjársterkum hagsmunahópum heldur áfram ađ vitna um og Ţröstur Ólafsson hagfrćđingur lýsti vel hér í blađinu 27. nóvember s.l.
Í hitteđfyrra, 2013, skilađi Greco-hópurinn rćkilegri skýrslu um ýmsa bresti á Alţingi og í dómskerfinu og lagđi fram tíu markviss tilmćli um úrbćtur. Tilmćlin lúta m.a. ađ ţví ađ Alţingi setji sér siđareglur og skrái skuldir ţingmanna umfram eđlilegar húsnćđisskuldir, ađ dómurum séu einnig settar siđareglur og ţeim sé veitt ţjálfun og frćđsla um heilindi, siđferđi og hagsmunatengsl og ađ saksóknurum sé tryggt starfsöryggi. Greco-hópurinn mćltist til ţess ađ stjórnvöld létu ţýđa skýrsluna á íslenzku og birta hana almenningi.
Skemmst er frá ţví ađ segja ađ skýrslan var ekki ţýdd á íslenzku svo ađ kannski ert ţú, lesandi minn góđur, ađ frétta af henni fyrst núna. Greco-hópurinn sendi íslenzkum stjórnvöldum kvörtun í formi nýrrar skýrslu fyrr á ţessu ári vegna ţess ađ lítiđ sem ekkert hafđi veriđ gert til ađ bregđast viđ tilmćlum hópsins í fyrri skýrslunni frá 2013. Nýja skýrslan var ekki heldur ţýdd á íslenzku og birt almenningi eins og ţau hjá Greco lögđu til. Stay tuned.

Fréttablađiđ, 3. desember 2015.


Til baka