Heldur út ađ ýta

Mér er hann minnisstćđur ţar sem hann sat á fremsta bekk og fylgdist međ. Múrarnir voru nýfallnir. Ţetta var í Rígu, ég var ţar ađ messa um markađsbúskap og svoleiđis. Stofnunin, ţar sem viđ vorum ađ vinna, hét mjög löngu nafni, Menntunarmiđstöđ ríkisins handa erindrekum og öđrum sérfrćđingum eđa eitthvađ í ţá áttina; ţeim hafđi ekki enn gefizt ráđrúm til ađ skipta um nafn. Miđstöđin var nafniđ tómt: ţarna hafđi aldrei neitt veriđ kennt annađ en eintómur ţvćttingur á dögum kommúnistastjórnarinnar, krítin tolldi ekki viđ töflurnar, af ţví ađ hún var framleidd í einni verksmiđju og töflurnar í annarri og enginn hirti um notendur, snyrtingin var vatnslaus, og annađ var eftir ţví. Ţessi stofnun endurspeglađi ástand landsins: ţađ stóđ ekki steinn yfir steini. Einn daginn barst spurning úr salnum um eđli miđstjórnarinnar, sem hafđi lagt efnahag Lettlands í rúst. Ţá sagđi mađurinn á fremsta bekk: Markmiđ hagskipulagsins hjá okkur hér var ekki ađ tryggja mikla framleiđni og góđ lífskjör; nei, viđ stefndum hćrra. Ég sá, hvernig öđrum áheyrendum í salnum sortnađi fyrir augum. Hvađ átti mađurinn viđ?

Hagfirring

Hann átti viđ ţađ, ađ viđskipti ţyrftu ekki endilega ađ lúta arđsemissjónarmiđum. Ef hagur Flokksins heimtar eitt og hagkvćmt búskaparlag útheimtir annađ, ţarf hagkvćmnin ađ víkja. Ţetta sjónarmiđ var allsráđandi í Sovétríkjunum og öđrum kommúnistaríkjum. Hagsmunir Flokksins voru hagsmunir leiđtoganna og gćđinga ţeirra, nómenklatúrunnar, fámenns hóps. Á nokkrum áratugum tókst ţeim ađ rýja almenning inn ađ skinni, mörg hundruđ milljónir manna. Gćđingarnir lifđu í vellystingum án ţess ađ kunna eđa geta nokkurn skapađan hlut annađ en ađ rýja ađra međ ofbeldi. Ţegar rúningunni var lokiđ, hrundi hagkerfiđ.

Hrun Sovétríkjanna brá nýrri birtu á ýmsa ţćtti íslenzks efnahagslífs. Ţađ var ađ vísu ljóst löngu fyrir hruniđ, ađ markađsfirringunni á ýmsum sviđum atvinnulífsins hér heima svipađi ađ sumu leyti til miđstjórnarinnar fyrir austan, en ástand heimsmálanna í kalda stríđinu bauđ ekki upp á ţess háttar samanburđ. Ţađ var ekki fyrr en Sovétríkin lágu í valnum, ađ skilyrđi sköpuđust til ţess ađ draga rétta lćrdóma af samanburđinum og lýsa ţeim. Ţá var loksins hćgt ađ nefna hlutina réttum nöfnum. Ţađ var t.a.m. augljóst eftir á ađ hyggja, ađ ein helzta búskaparregla kommúnista – ađ láta hagkvćmnissjónarmiđ víkja fyrir stjórnmálahagsmunum – hafđi gagnsýrt íslenzkt atvinnulíf um árabil og gerir ţađ raunar enn. Ţessi hagfirring hefur ađ sjálfsögđu bitnađ á lífskjörum fólksins í landinu og birtist m.a. í ţrálátri skuldasöfnun erlendis, háu verđlagi, langri vinnuviku og ýmsu öđru.

Sagan varđar veginn

Núverandi ríkisstjórnarflokkar höfđu áratugum saman hvor sitt olíufélagiđ innan sinna vébanda, svo ađ dćmi sé tekiđ af olíumarkađi, ef markađ skyldi kalla, enda var öll olía keypt til landsins frá Sovétríkjunum skv. sérstökum samningi, ţar til ţau hrundu sćllar minningar áriđ 1991. Sjálfstćđismenn fóru heldur út ađ ýta en kaupa bensín hjá Esso, eins og Jóhannes Zoëga hitaveitustjóri sagđi mér einu sinni á góđri stund fyrir mörgum árum.

Olíufélagiđ (Esso) varđ uppvíst ađ lögbrotum árin 1950-60. Ţetta ţurfti ekki ađ koma neinum á óvart eins og allt var í pottinn búiđ. Olía handa varnarliđinu var undanţegin gjaldeyrisleyfum og tollum, svo ađ Olíufélagiđ freistađist til ţess ađ afgreiđa olíu handa öđrum viđskiptavinum í gegnum varnarliđiđ til ađ skjóta sér undan tollum. Viđ ţetta bćttust gjaldeyrissvik, bókhaldsbrot og annađ misferli. Framkvćmdastjórinn var dćmdur í fjögurra ára fangelsi, stjórnarmenn voru dćmdir í fjársektir, en stjórnarformađurinn, sem fékk ađ vísu sektardóm í undirrétti, var sýknađur í Hćstarétti átján mánuđum síđar (1963) á ţeirri forsendu, ađ sök hans vćri fyrnd. Ţetta var Vilhjálmur Ţór seđlabankastjóri og fyrrum forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, en hann hafđi veriđ ađalhvatamađurinn ađ stofnun Olíufélagsins 1946 og stjórnarformađur félagsins til 1955.

Dómur Hćstaréttar í ţessu gamla olíumáli gefur ótvírćtt fordćmi um ábyrgđ stjórnarmanna í brotlegum fyrirtćkjum. Og úr ţví ađ olíufélögin hafa ađ ţví er virđist orđiđ uppvís ađ ólöglegu samráđi á kostnađ almennings, er ţá ekki viđ hćfi ađ upplýsa landsfólkiđ um ţađ, hvort félögin hafa látiđ fé af hendi rakna til stjórnmálaflokkanna á liđnum árum og ţá í hversu stórum stíl? Náin tengsl olíufélaganna viđ ríkisstjórnarflokkana marga áratugi aftur í tímann kalla á skýr svör og engin undanbrögđ. Saga landsins verđur ađ vera rétt skráđ.

Fréttablađiđ, 7. ágúst 2003.


Til baka