Áfellisdómur ađ utan

Lögum og rétti er ćtlađ ađ vernda réttláta gegn ranglátum. Höfuđmarkmiđ réttarríkis er ađ halda uppi röđ og reglu, verja rétt gegn röngu, lítilmagnann gegn stórlöxunum. Dómsmálaráđuneyti Bandaríkjanna heitir réttlćtismálaráđuneyti. Ţađ er viđeigandi nafngift í óskoruđu réttarríki, ţar sem allir eru jafnir fyrir lögum. En lög og réttur snúast ekki eingöngu um réttlćti, heldur einnig um hagsmuni, ţví ađ menn getur greint á um réttlćti. Ţessar átakalínur eru skýrar í lifandi réttarríkjum eins og Bandaríkjunum, en ţćr eru sljórri á Íslandi, ţar sem löggjöfin, túlkun laga af hálfu dómstóla, gengnir dómar og lagaframkvćmd hafa löngum boriđ sterkan keim af ríkjandi stjórnmálahagsmunum, svo sem marka má til dćmis af skipan dómara fyrr og síđar. Margir lögfrćđingar gera sér grein fyrir vandanum. Lögmannafélagiđ vill herđa á hćfniskröfum til dómara til ađ girđa fyrir geđţóttafullar mannaráđningar í dómskerfinu. Í nálćgum löndum eru gerđar strangar hćfniskröfur til dómara. Nýju dómstólalögin frá 1998 ganga ekki nógu langt í ţessa átt. Eins og sakir standa virđast meiri kröfur gerđar til hérađsdómara en hćstaréttardómara, ţó međ einni nýrri og nánast átakanlegri undantekningu. Ísland hefur einnig ţá sérstöđu međal réttarríkja, ađ handhafar framkvćmdarvaldsins hafa ekki vílađ fyrir sér ađ fordćma úrskurđi Hćstaréttar. Áriđ 1998 felldi Hćstiréttur dóm ţess efnis, ađ synjun sjávarútvegsráđuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar um leyfi til fiskveiđa bryti gegn jafnréttisákvćđi í 65. grein stjórnarskrárinnar, en ţar segir, ađ allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferđis, trúarbragđa, skođana, ţjóđernisuppruna, kynţáttar, litarháttar, efnahags, ćtternis og stöđu ađ öđru leyti. Formenn beggja ţáverandi ríkisstjórnarflokka brugđust ókvćđa viđ dóminum. Ţegar 105 af 150 prófessorum í Háskóla Íslands ţótti rétt ađ senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu til varnar Hćstarétti, treysti enginn lagaprófessor sér til ađ skrifa undir. Einn ţeirra sendi mér bréflega lýsingu á refsingunum, sem hann taldi sig mundu kalla yfir sig og fjölskyldu sína, ef hann fylgdi sannfćringu sinni. Skömmu síđar komu fiskveiđistjórnarlögin aftur til kasta Hćstaréttar. Ţá snerist máliđ um menn, sem höfđu túlkađ fyrri dóminn svo, ađ ţeim hlyti ađ vera heimilt ađ róa án kvóta. Fimm dómarar af sjö sáu nú enga mismunun fólgna í fiskveiđistjórnarlögunum. Tveir dómarar af sjö stađfestu ţó fyrri dóm, ţar sem fiskveiđilögin voru talin leiđa af sér mismunun, sem bryti gegn jafnrćđisreglu 65. greinar stjórnarskrárinnar og atvinnufrelsisreglu 75. greinar, en ţar segir: „Öllum er frjálst ađ stunda ţá atvinnu sem ţeir kjósa. Ţessu frelsi má ţó setja skorđur međ lögum, enda krefjist almannahagsmunir ţess.“ Saman fela 65. grein og 75. grein í sér, ađ hvers kyns skorđur viđ atvinnufrelsi í almannaţágu, ţar á međal skert fiskveiđiréttindi, verđa ađ samrýmast jafnrćđi og mannréttindum. Kúvending Hćstaréttar í kvótamálinu 2000 leysti Alţingi ađ sinni undan ţeirri kvöđ ađ breyta fiskveiđilögunum til samrćmis viđ ákvćđi stjórnarskrárinnar um jafnrćđi og atvinnufrelsi. Sinnaskiptin voru ekki til ţess fallin ađ efla trú fólksins í landinu á hlutleysi og sjálfstćđi Hćstaréttar. Mikill hluti ţjóđarinnar vantreystir dómskerfinu svo sem vonlegt er. Nú hefur Mannréttindanefnd Sameinuđu ţjóđanna í reyndinni ógilt síđari dóm Hćstaréttar í kvótamálinu međ ţví ađ taka undir ţađ jafnrćđissjónarmiđ, sem viđ veiđigjaldsmenn höfum frá öndverđu haldiđ fram og Hćstiréttur stađfesti í fyrri dómi sínum 1998. Nefndin reisir úrskurđ sinn á, ađ ókeypis úthlutun aflakvóta til ţeirra, sem stunduđu veiđar 1980-83, brjóti gegn Mannréttindasáttmála SŢ, nánar tiltekiđ gegn 26. grein alţjóđasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem er samhljóđa 65. grein stjórnarskrár okkar. Úthlutunarregla laganna fullnćgir ekki ţeirri kröfu, ađ allir skuli sitja viđ sama borđ, vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til efnahags. Alţingi ţarf ađ bregđast viđ úrskurđi nefndarinnar innan 180 daga. Ţingiđ hlýtur ađ vilja virđa álit Mannréttindanefndarinnar og bćta úr skák, ţví ađ ella verđur Ísland úthrópađ á alţjóđavettvangi, eins og Ragnar Ađalsteinsson hćstaréttarlögmađur hefur bent á. Útlagar viljum viđ ekki vera. Alţingismenn ćttu allra sízt ađ reyna ađ skýla sér á bak viđ ţá skođun, ađ útvegsmenn séu stungnir af međ sameign ţjóđarinnar. Alţingi setti lögin, sem brjóta gegn Mannréttindasáttmála SŢ og einnig gegn stjórnarskránni, og Hćstiréttur dansađi međ.

Fréttablađiđ, 17. janúar 2008.


Til baka