Hversdagssaga

Reykjavík – Saga ţjóđar hvílir á ţrem meginstođum. Fyrsta stođin er sagan eins og sagnfrćđingar skrá hana skv. skrifuđum heimildum, einkum stjórnmála- og menningarsaga og persónusaga – oftast af sjónarhóli ţeirra sem mest máttu sín. Nćsta stođ er sagan eins og hún horfir viđ skáldum og frćđimönnum. Nćrtćkt dćmi er Íslendingasögur sem nútímamenn skođa yfirleitt sem skáldverk í samrćmi viđ bókfestukenninguna frekar en sem annála.

Fyrsta stođin stóđ ein lengi vel. Önnur stođin, framlag skáldanna, reis varla í vitund manna ađ heitiđ geti fyrr en á 19. öld ţegar bókfestukenningin ýtti sagnfestu til hliđar, kenningunni um Íslendingasögur sem sannsögulegar heimildir. Ţriđja stođin er félagssagan, stundum nefnd hversdagssaga, alţýđusaga fólks sem hvergi komst á blađ í hefđbundinni sagnfrćđi. Ţessi ţriđja stođ reis ekki ađ ráđi fyrr en á níunda áratug 20. aldar međ aukinni lýđrćđisvitund almennings. Hér er átt viđ sögur venjulegs fólks í dagsins önn, fólks sem kemur yfirleitt hvergi viđ sögu sagnfrćđinganna og yfirleitt ekki heldur skáldanna. Frásagnir ţessa fólks fylla og ţétta ţjóđarsöguna, bregđa nýrri birtu á hana og breyta stefnu hennar og inntaki.

Sagnfrćđingar tóku ađ gefa slíku efni meiri gaum eftir ţví sem traust almennings til yfirvalda tók ađ dvína eftir 1980. Ţá steig fram fleira fólk en áđur til ađ segja sögu sína. Ţetta er helzta burđarstođ íslenzkrar sjálfsćvisöguritunar. Frásagnir alţýđufólks hafa lengi lifađ međ ţjóđinni ţótt ţćr yrđu ekki viđfangsefni sagnfrćđinga fyrr en undir lok 20. aldar. Sjálfsbókmenntirnar stóđu á gömlum merg persónusögu sem flokka má sem ţjóđlegan fróđleik. Ţegar félagssagan ruddi sér til rúms komu sagnfrćđingar um síđir auga á ţennan merkilega hluta menningararfsins og tóku ađ nýta hann til ađ rannsaka sögu alţýđunnar. Fyrir ţann tíma var litiđ á slíkt efni sem skemmtibókmenntir sem ćttu lítiđ erindi viđ vísindi.

Á fyrri tíđ ţegar sagan var fyrst og síđast saga ţeirra sem mest máttu sín komust ađrir ekki á blađ, t.d. konur. Ţađ gerđist t.d. ekki fyrr en 2012 ađ út var gefin Dagbók Elku Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík frá árunum 1915-1923 í bókaröđinni Sýnisbók íslenskrar alţýđumenningar sem Sigurđur Gylfi Magnússon prófessor í Háskóla Íslands á veg og vanda af ásamt Má Jónssyni og Davíđ Ólafssyni samstarfsmönnum sínum. Elka hafđi frá ýmsu ađ segja sem ella hefđi falliđ í gleymsku, t.d. um Spćnsku veikina, fullveldisfagnađinn 1. desember 1918, fundi Bókmenntafélagsins og stofnun verkakvennafélagsins Framsóknar. Frásögn hennar komst ekki á ţrykk fyrr en alţýđusagan fékk byr undir vćngi seint á 20. öld. Í bókaflokknum Merkir Íslendingar (sex bindi, 1947-1957) eru 96 ritgerđir um enn fleiri karla; ég segi „enn fleiri“ ţví tvćr ritgerđirnar fjalla um feđga.

Ađrar bćkur af sama toga eru m.a. sjálfsćvisaga Theódórs Friđrikssonar rithöfundar Í verum (1941), bók Gísla Jónssonar alţingismanns Frá foreldrum mínum. Íslensk baráttusaga (1966) og ćvisaga Hafsteins Sigurbjarnarsonar rithöfundar frá 1974, saga alţýđumanns sem mátti frá ungum aldri berjast fyrir lífi sínu og móđur sinnar frá degi til dags. Önnur markverđ dćmi eru dagbćkur alţýđuskáldsins Magnúsar Hj. Magnússonar, sem var fyrirmynd Halldórs Laxness ađ Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi í Heimsljósi, sjálfsćvisaga Tryggva Emilssonar Fátćkt fólk (1976-1979) og minningabćkur Hannesar Sigfússonar skálds Flökkulíf (1981) og Framhaldslíf förumanns (1985).

Enn eitt fróđlegt dćmi er Brćđur af Ströndum ţar sem dagbćkur tveggja brćđra, bréf og annađ efni veita sjaldgćfa innsýn í daglegt líf fólks á ofanverđri 19. öld undir leiđsögn Sigurđar Gylfa Magnússonar. Margar ađrar bćkur misvel ţekktra höfunda mćtti nefna auk mikils fjölda sjálfsćvisagna ţjóđţekktra karla og kvenna.

Bćkur sem ţessar, sögur fólks sem sagnfrćđi međ gamla laginu horfir fram hjá, birtast enn, stundum ađallega til heimabrúks. Arngrímur Sigurđsson kennari birti Hver ein tíđ: Minningavefur einnar aldar (ţrjú bindi, 2004). Nýrra dćmi er Jón og Jóna frá 2017, saga Jóns Hjaltalíns Gunnlaugssonar lćknis og konu hans Jónu Halldóru Bjarnadóttur eftir Kristínu Jónsdóttur. Of lítiđ er gefiđ út af slíkum bókum af sjónarhóli hagnýtrar sagnfrćđi, e.t.v. af ţví ađ höfundarnir sjálfir, fjölskyldur ţeirra eđa útgefendur treysta ekki á áhuga óvandabundins fólks á slíkum sögum, vanmeta gildi ţeirra og telja efniđ ţví ekki eiga erindi út fyrir rađir fjölskyldunnar. Ţví kann margt gott efni ađ koma fyrir sjónir fćrra fólks en vert vćri.

Mikils er um vert ađ sagnfrćđingar og ađrir vinni skipulega úr birtum sem óbirtum endurminningum, sjálfsćvisögum, samtalsbókum, bréfum, dagbókum og skráđum svörum viđ spurningalistum Ţjóđminjasafnsins ţar sem hefur veriđ safnađ saman miklu efni um hversdagsmenningu íslenzkrar alţýđu s.l. 150 ár. Slíkar heimildir eru verđmćt uppspretta vitneskju um liđna tíđ handa ţeim sem vilja kynnast högum ekki bara höfđingjanna heldur einnig venjulegs fólks.

Fréttablađiđ, 7. febrúar 2019.


Til baka