Kaldir eldar

Reykjavík – Hvert skyldi mega rekja upphaf spillingar í stjórnmálum og viđskiptum á Íslandi? – spillingar sem varla getur dulizt nokkrum manni lengur og er nú fastur liđur í helztu heimildum um spillingu á heimsvísu svo sem Gallup og Transparency International.

Ţađ er segin saga ađ spilling og vantraust eru nánast eins og tvćr hliđar á sömu mynt.  Gallup greindi nýlega frá ţví ađ nćstum fimm af hverjum sex Íslendingum vantreysta Alţingi og fjórir af hverjum fimm vantreysta viđskiptabönkunum.  Nćrtćk skýring á megnu vantrausti í garđ Alţingis er spilling stjórnmálanna og margar birtingarmyndir hennar.  Spilling grefur undan trausti.

Menn leita mislangt aftur í tímann ađ upphafinu.  

Sumir kunna ađ telja ófögnuđinn hafa byrjađ međ einkavćđingu bankanna 1998-2003 sem var svo illa og óheiđarlega ef ekki beinlínis glćpsamlega útfćrđ ađ hún leiddi lóđbeint til hruns fjármálakerfisins fáeinum árum síđar međ hörmulegum afleiđingum fyrir mikinn fjölda fólks innan lands og utan.  Alţingi samţykkti en lét ţó hjá líđa ađ rannsaka hvort lög voru brotin viđ einkavćđingu bankanna.

Flestir hljóta samt ađ geta fallizt á ađ einkavćđing bankanna var ekki bara uppspretta nýrrar spillingar heldur einnig afleiđing eldri spillingar sem hafđi brotizt upp á yfirborđiđ 15-20 árum fyrr.  Ţađ var ţegar Alţingi ákvađ gegn ítrekuđum ađvörunum ađ afhenda útvegsmönnum ókeypis ađgang ađ fiskinum í sjónum sem hefur ţó í bráđum 30 ár átt ađ heita sameign ţjóđarinnar skv. lögum.  Alţingi hóf ţá til flugs nýja stétt auđmanna sem hafa leikiđ á ţingiđ eins og falska fiđlu ć síđan.

Ţetta ráđslag Alţingis hefur haft alvarlegar afleiđingar.  Innviđir samfélagsins – heilbrigđisţjónustan, velferđarkerfiđ o.fl. – hafa sumir veikzt, sumir segja morknađ, međan hin nýja stétt auđmanna hefur rakađ saman annarra fé í eigin ţágu.

Enn ađrir telja ófögnuđinn hafa risiđ löngu fyrr, sumir nefna höftin 1927-1960, ađrir stríđiđ 1939-1945. Ísland var eitt fátćkasta land Vestur-Evrópu ţegar síđari heimsstyrjöldin brauzt út og eitt ríkasta landiđ í stríđslok.

Svo var fyrir ađ ţakka hernámi Breta 1940 og Bandaríkjamanna 1941 og ţeim uppgripum sem fylgdu hernáminu.  Bandaríkjamenn ílentust hér eftir stríđ í krafti Keflavíkursamningsins sem ţeir gerđu viđ íslenzk stjórnvöld 1946 til ađ leysa af hólmi herverndarsamninginn frá 1941 eins og Valur Ingimundarson prófessor lýsir vel í bók sinni Í eldlínu Kalda stríđsins 1996.  Herverndin skilađi Íslendingum ekki bara miklum tekjum heldur gagngerum umskiptum í efnahagslífinu, nýrri verkmenningu o.m.fl.  Gjaldeyristekjur af hernum námu 15%-20% af heildargjaldeyristekjum ţjóđarinnar 1953-1955.  Séu öll árin sem herinn var hér skođuđ í heild, 1940-2006, lćtur nćrri ađ gjaldeyristekjurnar af hernum hafi numiđ um 2% af landsframleiđslu á ári ađ jafnađi.

Hermangiđ leiddi af sér spillingu og efnahagsbrot. Kristján Pétursson löggćzlumađur lýsir ţví undir rós í sjálfsćvisögu sinni Margir vildu hann feigan (1990) hvernig reynt var ađ múta honum til ađ fella niđur rannsókn á olíumálinu sem lyktađi m.a. međ sektardómi Hćstaréttar yfir einum helzta virđingarmanni landsins.  Kristján sagđi mér í einkasamtali ađ hann ţakkađi Bjarna Benediktssyni, ţá dómsmálaráđherra, síđar forsćtisráđherra, fyrir ađ hafa tryggt sér og félögum sínum skjól til ađ ljúka rannsókninni.

Ţetta er ekki allt. Stjórnvöld kreistu lánsfé á góđum kjörum auk beinna styrkja út úr Bandaríkjastjórn og öđrum bandamönnum í tengslum viđ eđa skiptum fyrir veru hersins hér međ lítt dulbúnum hótunum um ađ snúa sér ella til Rússa eins og Valur Ingimundarson rekur í bók sinni. Ţennan sama leik léku Fćreyingar gagnvart Dönum fram ađ hruni Fćreyja 1989 eins og Eđvarđ T. Jónsson lýsir í bók sinni Hlutskipti Fćreyja (1994).

Í ţessu ljósi ţarf ađ skođa áhuga ríkisstjórnar Íslands eftir hrun á ađ afla „nýrra vina“.  Frćndum okkar og vinum á Norđurlöndum sem ásamt Alţjóđagjaldeyrissjóđnum fjármögnuđu rústabjörgunina hér heima ţegar til kastanna kom brá í brún ţegar ţeir stóđu frammi fyrir hótunum stjórnvalda strax eftir hrun um ađ leita ásjár hjá Rússum, og einnig Kínverjum eins og síđar kom í ljós.  Seđlabankinn sendi menn til Moskvu til ađ semja viđ Kremlverja.  Bankinn á enn eftir ađ gera grein fyrir ţeirri för og lyktum hennar líkt og ýmsu öđru.

Viđ getum fariđ enn lengra aftur í tímann til ađ grafast fyrir um rćtur spillingarinnar.  Bankahneyksli, sum međ stjórnmálaívafi, hafa gosiđ upp annađ veifiđ allar götur frá fyrstu árum heimastjórnar.  Spillingin er ţó ekki nema öđrum ţrćđi afsprengi einstakra atburđa sögunnar heldur vefur, spillingarvefur.

Meira nćst, frá Panama.

Fréttablađiđ, 7. marz 2019.


Til baka