Hvađ kostar ađ verja land?

Nú kann ađ vera kominn tími til ađ spyrja spurningar, sem hefur ekki beinlínis brunniđ á vörum Íslendinga fram ađ ţessu. Hverju ţarf ađ kosta til ađ verja land? Ein leiđ til ađ nálgast svar viđ spurningunni er ađ athuga, hversu miklu fé ađrar ţjóđir verja til landvarna og hversu miklum mannskap. Hér eru drög ađ svari viđ ţví; rćkilegri greinargerđ birtist í Vísbendingu.

Ríkisútgjöld til landvarna

Skođum fyrst hlutdeild útgjalda ríkisins til varnarmála í heildarútgjöldum ríkisins. Hér er átt viđ ríkiđ í ţröngum skilningi; sveitarfélög eru skilin út undan, enda eru varnarmál í verkahring ríkisins og ekki einstakra sveitarfélaga alls stađar um heiminn. Byrjum í Búrma: landiđ hefur síđan 1962 veriđ undir herstjórn, sem er svo ţurftafrek, ađ hún ver til eigin ţarfa, ţ.e. til hersins, ríflega ţrem fjórđu hlutum allra ríkisútgjalda. Ţetta er heimsmet. Nćrri má geta um vanrćksluna í menntamálum (háskólarnir hafa veriđ lokađir langtímum saman), heilbrigđismálum og öđrum mikilvćgum málum, sem ríkiđ sinnir í siđuđum samfélögum. Í ýmsum Arabalöndum er ástandiđ ađ ţessu leyti litlu skárra: ţar er algengt, ađ nćstum helmingi ríkisútgjalda sé variđ til varnarmála, á móti 20% í Ísrael til samanburđar. Olíufurstarnir telja sig bersýnilega ţurfa ađ vera viđ öllu búnir. Kínverjar og Rússar verja rösklega fjórđungi ríkisútgjaldanna til varnarmála á móti tćpum fimmtungi í Bandaríkjunum, 9% í Bretlandi, 7% í Frakklandi og 6% í Ţýzkalandi. Norđurlönd eru enn neđar á listanum: ţau nota 5-6% ríkisútgjaldanna til varnarmála, nema Íslendingar verja engu í ţessu skyni, ekki eyri. Allar tölurnar ađ ofan eru međaltöl fyrir árin 1989-1999.

Nokkur önnur eyríki verja litlu fé til landvarna, en ţó nokkru, og verma ţví nokkur af neđstu sćtum listans, nćst fyrir ofan Ísland. Ţađ er fróđlegt ađ skođa ţessi eylönd og bera ţau saman viđ Ísland. Eyjan Máritíus í miđju Indlandshafi lćtur sér nćgja ađ nota rösklega 1% ríkisútgjalda til landvarna: ţađ dugir ţeim til ađ halda úti vopnađri sérsveit til ađ verja 1,2 milljónir íbúa á eyjunni, sem er ekki nema 2.000 ferkílómetrar ađ flatarmáli. Svipuđu máli gegnir um Grćnhöfđaeyjar úti fyrir vesturströnd Afríku. Ţar búa 400 ţúsund manns á 4.000 ferkílómetrum, og ríkiđ lćtur sér nćgja ađ nota 2% ríkisútgjaldanna til varnarmála. Eins er ţetta á Barbados í Karíbahafi: ţar búa 280 ţúsund manns í sátt og samlyndi á 400 ferkílómetrum og verja 2% ríkisútgjaldanna til varnarmála. Nćrtćkust til samanburđar er ţó e.t.v. Miđjarđarhafseyjan Malta, ţví ađ ţar eru ţjóđartekjur á mann ekki ýkjalangt undir međallagi Evrópusambandsins; Malta gengur reyndar inn í Sambandiđ á nćsta ári ásamt níu öđrum löndum. Möltubúar eru 400 ţúsund talsins, landiđ er ekki nema 300 ferkílómetrar ađ stćrđ, og varnarmálaútgjöld ţeirra nema 2% af ríkisútgjöldum í heild; ţetta er sama hlutfall og í Austurríki og Lúxemborg. Írar nota 3% ríkisútgjalda til landvarna, Ný-Sjálendingar 4%.

Af ţessum dćmum má ráđa, ađ ađrar ţjóđir telja, ađ lágmarkskostnađur viđ landvarnir nemi 1-2% af heildarútgjöldum ríkisins, eđa fjárhćđ, sem svarar 5-6 milljörđum króna á ári hér heima, ađ greiddum stofnkostnađi vegna vopnabúnađar, ţjálfunar o.fl. Til viđmiđunar nam fjárveiting ríkisins til háskólamenntunar á Íslandi rösklega 5 milljörđum króna 2002.

Mannskapur

Landvarnir kosta ekki bara fé, heldur einnig mannskap. Ţess vegna ţarf ađ hyggja einnig ađ ţví, hversu margt fólk er haft undir vopnum um heiminn. Hvađa land skyldi nú skipa efsta sćtiđ á ţeim lista? Ţađ er Írak: árin 1989-1999 höfđu Írakar 11% mannaflans undir vopnum. Ţađ er heimsmet sem sagt, en ţađ entist ekki. Nćst á eftir Írak koma Jórdanía (10%), Norđur-Kórea (10%), Sýrland (9%) og Ísrael (8%). Á ţennan kvarđa standa Norđurlöndin jafnfćtis stórveldunum: algengast er, ađ herir ţessara landa telji um 1-2% mannaflans. Máritíus er undantekning: ţar er landvarnarliđiđ ekki nema 0,2% af mannaflanum. Ef Ísland fylgdi fyrirmyndum frćndţjóđanna á Norđurlöndum, myndu Íslendingar hafa undir vopnum t.d. 1,5% af mannaflanum (hann nemur um 160 ţúsund manns), eđa nálćgt 2.400 manns, en ţađ er einmitt núverandi stćrđ varnarliđs Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Til samanburđar starfa rösklega 800 manns í Háskóla Íslands. Af ţessu virđist mega ráđa, ađ innlent varnarliđ, verđi til ţess stofnađ, verđi tiltölulega miklu fámennara en tíđkast annars stađar, nema kannski á Máritíus – og í Kosturíku, sem er eina herlausa landiđ í heiminum.

Fréttablađiđ, 3. júlí 2003.


Til baka