Þú hefur aðeins eitt atkvæði, röð frambjóðenda skiptir meginmáli

Á vefsíðunni kosning.is má finna flipann Kynning á frambjóðendum til stjórnlagaþings. Þar er hægt að tína  til frambjóðendur og raða þeim á hjálparkjörseðil. Kjósendur geta raðað á þennan hjálparseðil hvenær sem tóm gefst til, hann er sjálfkrafa vistaður. Að lokum getur kjósandinn prentað seðilinn út og haft hann með sér á kjörstað. Dvölin í kjörklefanum þarf þá ekki að vera löng; einungis til að færa auðkennistölur af hjálparseðlinum yfir á hinn eiginlega kjörseðil.  Þetta er þakkarvert framtak og hvetja verður kjósendur að nýta sér þetta mikilvæga hjálpartæki.

Á vefsíðunni kemur því miður ekki fram að röð frambjóðenda skiptir meginmáli. Margir muna tína eftirlætisframbjóðendur sína til í stafrófsröð. Þeir raðast þá í þeirri röð á hjálparseðilinn. Þá verður kjósandinn að fara inn í seðilgluggann og endurraða frambjóðendunum í þá forgangsröð sem hann telur rétta.

Því miður er enn mikil misskilningur í gangi um þá kosningaraðferð sem beitt er. Jafnvel lærðir álitsgjafar vaða reyk og villu í þessum efnum í fjölmiðlum. Málið er einfalt:

Í stuttu máli eru því ráðleggingarnar mínar til kjósenda þessar:

 

Þorkell Helgason, frambjóðandi nr. 2853 til stjórnlagaþings

_____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Til baka