Mannréttindakaflinn

Sú skođun hefur heyrzt, ađ mannréttindakaflinn í frumvarpi Stjórnlagaráđs til nýrrar stjórnarskrár mćtti vera styttri. Kaflinn geymir 31 grein, ţ.m.t. greinar um auđlindir í ţjóđareigu, náttúru Íslands og umhverfisvernd. Kaflinn ber ţví heitiđ Mannréttindi og náttúra.

Eitt dćmiđ, sem nefnt hefur veriđ, snýst um ákvćđin um rétt til lífs: „Allir hafa međfćddan rétt til lífs.“ (7.  grein) og um bann viđ dauđarefsingu: „Í lögum má aldrei mćla fyrir um dauđarefsingu.“ (29. grein). Er ţetta tvítekning? Nei, segi ég, ţetta er árétting.

Áréttingin um bann viđ dauđarefsingu er í frumvarpinu af ásettu ráđi, ţar eđ sú skođun kynni annars einhvern tímann ađ skjóta upp kollinum, ađ međfćddur réttur til lífs dugi ekki undir öllum kringumstćđum til ađ girđa fyrir lagasetningu, sem leyfir dauđarefsingu. Fyrir ţessa hćttu vildi Stjórnlagaráđ girđa.

Réttur til lífs er hins vegar í sókn. Hann naut verndar í ţriđju hverri stjórnarskrá 1946, en hann nýtur nú verndar í fjórum af hverjum fimm stjórnarskrám (78%). Bann viđ dauđarefsingu var ađ finna í tíundu hverri stjórnarskrá 1946, en slíkt bann er nú ađ finna í fjórđu hverri stjórnarskrá (24%). Sumar stjórnarskrár geyma hvorugt ákvćđiđ. Af ţessu má sjá, ađ sumar ađrar stjórnarskrár geyma bćđi ákvćđin hliđ viđ hliđ til áréttingar og öryggis. Stjórnlagaráđ kaus ađ fara ţá leiđ í samrćmi viđ erlendar fyrirmyndir.

Skv. nýrri tölfrćđilegri úttekt á mannréttindaákvćđum í stjórnarskrám heimsins eftir Benedikt Goderis í Oxfordháskóla og Háskólanum í Tilburg í Hollandi og Mila Versteeg í Háskólanum í Virginíu í Bandaríkjunum hefur mannréttindaákvćđum af ýmsu tagi fjölgađ smátt og smátt frá 1946, einkum hin síđustu ár. Undantekningarnar frá ţessari almennu reglu eru sárafáar.

Réttur manna til ađ bera vopn hefur t.d. veriđ skertur. Vopnaburđur naut verndar í tíundu hverri stjórnarskrá 1946, en nú (2006) ađeins í fimmtugustu hverri stjórnarskrá (nánar tiltekiđ í ţrem löndum: Bandaríkjunum, Gvatemala og Mexíkó). Annađ sjaldgćft dćmi um skerđingu réttinda varđar eignarréttinn. Bann viđ eignarnámi í ţágu almannahagsmuna var ađ finna í ţriđju hverri stjórnarskrá 1946 (35%), en er nú ađ finna í sjöttu hverri stjórnarskrá (15%).

 

Annađ dćmi um nauđsynlega áréttingu, sem ekki verđur međ góđu móti kölluđ tvítekning, snýst um jafnréttisákvćđiđ (6. grein): „Öll erum viđ jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferđis, aldurs, arfgerđar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigđar, kynţáttar, litarháttar, skođana, stjórnmálatengsla, trúarbragđa, tungumáls, uppruna, ćtternis og stöđu ađ öđru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Takiđ eftir síđusta málsgreininni. Hún er höfđ međ til ađ árétta mikilvćgi jafnréttis kynjanna. Ţegar jafnrétti kynjanna verđur loksins komiđ í höfn í reynd, verđur viđbótin e.t.v. óţörf.

Tölurnar um inntak stjórnarskráa úti í heimi tala skýru máli. Almennt jafnrćđisákvćđi var ađ finna í 70% allra stjórnarskráa 1946 og stendur nú í nćr öllum stjórnarskrám (97%). Sérstakt ákvćđi um jafnrétti kynjanna var ađeins ađ finna í sjöundu hverri stjórnarskrá 1946 (14%) og er nú ađ finna í sex af hverjum sjö stjórnarskram (86%). Langflestum ţjóđum finnst rétt ađ hafa bćđi ákvćđin inni hliđ viđ hliđ.

 

Tölfrćđiúttektin, sem hér er vísađ til, tilgreinir 108 ólík mannréttindaákvćđi, sem nćr öll hafa rutt sér til rúms í ć fleiri stjórnarskrám undangengin ár. Af ţessum fjölda ólíkra ákvćđa um mannréttindi má ráđa, ađ mannréttindakaflinn í frumvarpi Stjórnlagaráđs, sem heitir „Mannréttindi og náttúra“ til ađ undirstrika tengslin milli mannréttinda, auđlindastjórnar og náttúruverndar og hefur ađ geyma 31 grein, getur ekki talizt óhóflega langur í alţjóđlegu samhengi. Hann hefđi getađ orđiđ mun lengri. Stjórnlagaráđ fór milliveginn.

DV, 17. febrúar 2012.


Til baka