Markmiđ og leiđir í menntamálum

Ţjóđfélagsgerđ okkar Íslendinga er ađ ýmsu leyti frábrugđin ţeirri skipan, sem ţróađist um Norđurlönd á öldinni sem leiđ. Einn munurinn er sá, ađ hlutur ríkis og byggđa hefur veriđ annars eđlis í efnahagslífinu hér en ţar. Hér heima hefur almannavaldiđ lagt minni rćkt viđ menntamál og velferđarmál, en á hinn bóginn muliđ svo mjög undir ýmsan atvinnurekstur, ađ mörkin milli einkarekstrar og ríkisrekstrar á Íslandi eru sums stađar ţokukennd, ađ ekki sé meira sagt. Ţessi eđlismunur lýsir sér m.a. í ţví, ađ útgjöld til menntamála og almannatrygginga hafa alltaf veriđ minni hér en annars stađar um Norđurlönd og eru ţađ enn. Ríkisafskipti af atvinnurekstri og bankarekstri voru á hinn bóginn og eru enn miklu meiri hér en ţar. Vanrćksla menntamálanna og ofdekur viđ útvalda atvinnuvegi eru angar á sama meiđi. Jafnađarflokkar, sem lögđu áherzlu á menntamál og velferđ og urđu smám saman fráhverfir ríkisafskiptum af atvinnurekstri, höfđu meiri áhrif á samfélagsţróunina í Danmörku, Noregi og Svíţjóđ og trúlega einnig í Finnlandi en raunin varđ hér heima, ţar sem tveir stćrstu stjórnmálaflokkarnir beittu ríkisvaldinu leynt og ljóst fyrir ţóknanlegan atvinnurekstur um árabil – og gera ţađ enn.

Reginmunur

Ţađ ţarf ţví ekki ađ koma neinum á óvart, ađ menntun mannaflans er miklum mun lakari á Íslandi en annars stađar á Norđurlöndum. Íslandsskýrslan nýja frá OECD fjallar um ţessa slagsíđu og dregur ekkert undan. Ţar kemur fram, ađ nćstum 40% fólks á aldrinum 25-34 ára hér heima hafa engrar menntunar aflađ sér umfram grunnskólamenntun og gagnfrćđapróf eđa samsvarandi. Á hinum Norđurlöndunum fjórum eru ţađ ađeins 7% til 14% mannaflans, sem svo er ástatt um. Ţessi reginmunur segir allt, sem segja ţarf um vanrćkslu almannavaldsins í menntunarmálum mörg ár aftur í tímann, ţví ađ ríki og sveitarfélög hafa í krafti miđstýringar tekiđ sér eiginlegt einokunarvald í menntamálum: yfir 90% allra útgjalda ţjóđarinnar til menntunarmála eru ríkisútgjöld og byggđa. Skipulag skólamálanna er m.ö.o. ţannig, ađ heimili og fyrirtćki hafa mjög takmarkađ svigrúm til einkaframtaks í menntunarmálum. Ríkiđ leggur lamandi hönd á suma skólana: ţađ heldur t.d. Háskóla Íslands í fjársvelti og meinar honum jafnframt ađ afla sér tekna međ innheimtu hóflegra skólagjalda. Ţessu ţarf ađ linna. Ţunglamaleg miđstýring getur aldrei gefizt vel, hvorki í menntamálum né annars stađar.

Ţrátt fyrir ţessar stađreyndir halda málsvarar ríkisstjórnarinnar ţví fram, ađ Ísland hafi skipađ sér í fremstu röđ í menntamálum á alţjóđavísu. Slíkar yfirlýsingar vitna um furđulegt skilningsleysi á ástandi skólamálanna. Nú vill ađ vísu svo óheppilega til, ađ ţađ er meinleg villa í nýju Íslandsskýrslunni frá OECD – villa, sem kann ađ hafa leitt einhverja lesendur skýrslunnar ađ ţeirri ályktun, ađ útgjöld almannavaldsins til menntamála áriđ 1998 (nýrri tölur voru ekki til, ţegar skýrslan fór í prentun) hafi veriđ meiri miđađ viđ landsframleiđslu hér á landi en annars stađar á Norđurlöndum. En svo er auđvitađ ekki: ţeir hjá OECD settu ranga – of háa! – tölu í skýrsluna fyrir mistök, svo sem Hagstofa Íslands hefur greint frá. Munurinn samsvarar fjárveitingum ríkisins til allra háskóla landsins 1998 eđa meira. Hagstofan hefur leiđrétt mistökin, en leiđréttingin barst OECD ekki í tćka tíđ, svo ađ ranga talan birtist í skýrslunni. Leiđréttar upplýsingar fyrir áriđ 1998 sýna, ađ útgjöld almannavaldsins til menntamála á Íslandi voru minni miđađ viđ landsframleiđslu en annars stađar á Norđurlöndum. Viđ ćttum ţó ađ réttu lagi ađ verja meira fé en frćndur okkar til menntamála, af ţví ađ aldurssamsetning mannfjöldans er önnur hér en ţar: hér er tiltölulega margt fólk á skólaaldri, og stórir árgangar ćskufólks kalla á mikla rćkt viđ menntamál.

Menntun tekur tíma

Ný ríkisstjórn ţarf í samvinnu viđ sveitarfélögin ađ auka svo framlög ríkis og byggđa til menntamála, ađ Ísland komist í allra fremstu röđ á ţennan kvarđa. Eigi ađ síđur ber ađ varast ţá hugsun, ađ aukin fjárframlög leysi allan vanda. Ţađ mun taka mörg ár ađ koma menntun mannaflans í nauđsynlegt horf, ţví ađ menntun tekur tíma. Vandinn í menntamálum er ekki bundinn viđ fjárskort, heldur búum viđ einnig viđ skort á góđu skipulagi. Viđ ţurfum nýtt verklag, nýja verkaskiptingu, sem dregur úr miđstýringu og virkjar einkaframtak til athafna í menntamálum, án ţess ţó ađ aukin fjölbreytni og hagkvćmni gangi út yfir ţau heilbrigđu jafnrćđissjónarmiđ, sem hingađ til hafa veriđ lögđ til grundvallar í menntamálum á evrópska vísu. Ţá verđur námsflóran fjölskrúđugri en nokkru sinni fyrr, og ţá munu fleiri finna námsleiđir viđ sitt hćfi. Og menntun fólksins mun fleygja fram um landsins breiđu byggđ.

Fréttablađiđ, 17. apríl 2003.


Til baka