Menntun, menntun, menntun

Ţegar forsćtisráđherra Bretlands er beđinn ađ lýsa ţrem mikilvćgustu stefnumálum stjórnar sinnar, svarar hann iđulega: Menntun, menntun og aftur menntun. Ríkisstjórn Bretlands tekur menntamál alvarlega, ţví ađ hún skilur, ađ menntun og mannauđur ráđa mestu um lífskjör fólksins, ţegar til lengdar lćtur.

Frćndur okkar á Norđurlöndum leggja einnig mikla rćkt viđ menntamál. Ţetta má ráđa af ţví, ađ ţeir verja 7˝-8% ţjóđarframleiđslunnar til menntamála, sjá mynd 1. Hlutfall ríkisútgjalda til menntamála og ţjóđarframleiđslu hefur meira en tvöfaldazt síđan 1960 í Danmörku, Noregi og Svíţjóđ, en aukningin hefur veriđ íviđ minni í Finnlandi.

Ísland sker sig úr. Öll árin á myndinni eru menntamálaútgjöldin minnst hér heima, en ćttu ţó ađ réttu lagi vera mest hér, ţví ađ aldurssamsetningin er önnur: tiltölulega fleira fólk er á skólaaldri á Íslandi en annars stađar á Norđurlöndum.

Takiđ einnig eftir ţví, ađ kreppan á Norđurlöndum árin eftir 1990 leiddi ekki til stórfellds niđurskurđar í menntamálum, heldur jukust menntamálaútgjöldin miđađ viđ ţjóđarframleiđslu alls stađar nema á Íslandi, ţar sem ţau drógust saman.

Viđ verjum sem sagt 2-3% minna af ţjóđarframleiđslu okkar til menntamála en hinar Norđurlandaţjóđirnar. Ţađ myndi međ öđrum orđum kosta okkur 2-3% af ţjóđarframleiđslunni, eđa 12-18 milljarđa króna á hverju ári héđan í frá, ađ jafna forskot frćnda okkar, og er skólakerfi ţeirra ţó ekki ađ öllu leyti til fyrirmyndar. Ţađ ţyrfti ţví ađ auka útgjöld til menntamála um helming til ađ bćta fyrir gamla og nýja vanrćkslu á ţessum mikilvćga vettvangi. Ađ öđrum kosti ţyrfti ađ gefa einkarekstri mun lausari taum í menntamálum, helzt hvort tveggja.

Ríkisútgjöld til menntamála í löndum, ţar sem ríkisskólar eru reglan og einkaskólar eru sjaldgćfar og óverulegar undantekningar, eru nokkuđ áreiđanleg vísbending um ţá rćkt, sem viđkomandi ţjóđir leggja viđ menntun sína. Einmitt ţannig túlkar Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuđu ţjóđanna (UNESCO) ţessar tölur.

Viđ skulum ekki einskorđa samanburđinn viđ önnur Norđurlönd. Mynd 2 sýnir ríkisútgjöld til menntamála sem hlutfall af ţjóđarframleiđslu í OECD-löndum. Norđurlöndin rađa sér í fjögur efstu sćtin, en Ísland er í međallagi. Hér er ţó ekki allt, sem sýnist. Bretar og Bandaríkjamenn vörđu sama hlutfalli ţjóđarframleiđslunnar (5,4%) til menntamála á vegum ríkisins og viđ Íslendingar áriđ 1996, en ţá er ţess ađ gćta, ađ einkaskólar eru miklu algengari ţar en hér. Heildarútgjöld Breta og Bandaríkjamanna til menntamála, ţ.e. ríkisútgjöld ađ viđbćttum útgjöldum fólksins sjálfs (m.a. til greiđslu skólagjalda í ríkisskólum), eru ţví mun meiri ţar en hér. Svipađ á viđ um Ţýzkaland, ţar sem til ađ mynda iđnnám á sér stađ ađ miklu leyti inni í fyrirtćkjunum, og einnig um Japan og Suđur-Kóreu, ţar sem hlutur ríkisins í efnahagslífinu og ţá um leiđ í menntamálum er minni en í Vestur-Evrópu.

Tölur UNESCO fyrir 1995 sýna, ađ hinar Norđurlandaţjóđirnar fjórar skipuđu 8.-14. sćti á listanum yfir ţau lönd, sem mestu verja af almannafé til menntamála. Ísland er á hinn bóginn í 76. sćti listans, sem nćr yfir 170 lönd.* Efsta sćtiđ skipar lítil eyja í Karíbahafi, St. Lúsía, fćđingarland hagfrćđingsins og Nóbelsverđlaunahafans Arthurs Lewis, sem var háskólarektor ţar um skeiđ, en annars prófessor í Manchester, Princeton og víđar. Annađ sćtiđ skipar Botsvana, Afríkulandiđ, sem á heimsmet í hagvexti, og ţađ er engin tilviljun. Botsvana er lifandi sönnun ţess, ađ hráefnaútgerđ ţarf ekki endilega ađ bitna á menntamálum, ţótt tilhneigingin í ţá átt sé ţví miđur ćđi rík um allan heim. Ţessi tilhneiging virđist stafa af ţví, ađ of margir leggja trúnađ á ţá firru, ađ náttúruauđlindir ráđi meiru um velferđ og framfarir en vel menntađ fólk.

_________________________________________________________
* Ţennan lista er ađ finna međal annars í Microsoft ENCARTA World Atlas 99.


Vísbending
, 9. júlí 1999.


Sjá sömu myndir á krítartöflunni, ţar sem lóđrétti ásinn á mynd 2 er lćsilegri (mynd 1, mynd 2).


Til baka