Menntun, gróska og markađur

Tvennt rćđur mestu um auđsöfnun ţjóđa og ţá um leiđ um lífskjör ţeirra til langs tíma litiđ. Annađ er gróska í einkarekstri, hitt er efling mannauđsins.

 

Gróska og mannauđur

Gróska í einkarekstri er mikilvćg driffjöđur hagvaxtar vegna ţess, ađ einkafyrirtćkin eru hryggjarstykki efnahagslífsins: ţar fer framleiđslan fram. Ţessi gróska hvílir á mörgum stođum: hún útheimtir hvatningu og svigrúm til fjárfestingar í vélum og tćkjum; hún kallar á frjálslegt búskaparlag, ţar á međal frelsi til viđskipta innan lands og utan; hún kallar einnig á stöđugt verđlag, sem tryggir stöđugt starfsumhverfi handa fyrirtćkjum; og hún kallar síđast en ekki sízt á heilbrigđa verkaskiptingu milli almannavalds og einkafyrirtćkja, ţar sem meginreglan á ađ vera sú, ađ einkafyrirtćki hafi á sínum snćrum nćr alla framleiđslu og ţjónustu ađra en ţá, sem almannavaldiđ eitt rćđur viđ.

Efling mannauđsins er tvíţćtt. Hún felst annars vegar í útrýmingu sjúkdóma og auknu heilbrigđi og langlífi og hins vegar í meiri og betri menntun mannaflans, ţannig ađ sem flestir nái ađ bćta menntun sína og menningu eftir fremsta megni. Einnig ţetta er auđsöfnun: fjárfesting í mannauđi. Af ţessu má ráđa mikilvćgi menntamála í efnahagslífinu.

 

Menntun og hagvöxtur

Međfylgjandi mynd segir meira um ţetta samhengi en mörg orđ. Myndin nćr yfir 87 lönd um allan heim árin 1965-1998 og sýnir sambandiđ milli vaxtar ţjóđarframleiđslu á mann á ári á lóđréttum ás og ađsókn ađ framhaldsskólum 1980-1998 sem hlutfall af hverjum árgangi á láréttum ás. Hagvaxtartölurnar á lóđrétta ásnum hafa veriđ lagađar ađ ţjóđarframleiđslu á mann viđ upphaf tímabilsins međ ţví ađ draga frá ţann hluta hagvaxtarins, sem rekja má til ţróunarstigs hvers lands. Ţetta er gert til ađ eyđa grunsemdum, sem kynnu annars ađ vakna, í ţá veru, ađ myndin sé villandi: hún lýsi ekki öđru en ţví, ađ menntun sé meiri í ríkum löndum en fátćkum og ríku löndin vaxi örar en hin. (Raunar er hitt nćr sanni, ađ fátćk lönd vaxi örar en rík, og ţađ ćtti ţá ađ veikja sambandiđ milli hagvaxtar og menntunar, en viđ skulum ekki fást um ţađ hér.) Fylgnin milli hagvaxtar og menntunar á myndinni (0,57) er marktćk í tölfrćđilegum skilningi. Viđ getum túlkađ ađfallslínuna gegnum punktaskarann ţannig, ađ aukning framhaldsskólasóknar um tćplega 30% af hverjum árgangi haldist í hendur viđ aukningu hagvaxtar á mann á ári um eitt prósentustig.

 

 

Er ţađ mikiđ eđa lítiđ? Tökum Mexíkó til dćmis. Ţar sćkja innan viđ 70% af hverjum árgangi framhaldsskóla. Ef ţeim í Mexíkó tćkist ađ koma öllum í framhaldsskóla, svo sem tíđkast um langflest önnur OECD-ríki, ţá myndi ţađ duga til ađ auka hagvöxt á mann um 1% á ári ađ öđru jöfnu til langs tíma litiđ (enda ţótt framleiđsla kynni ađ dragast saman í bráđ, ţegar ungt fólk fćri af vinnumarkađi í skóla). Ţađ er ekki lítiđ miđađ viđ ţađ, ađ ţjóđarframleiđsla á mann í Mexíkó óx um 1,5% á ári ađ jafnađi árin 1965-1998.

Skólasókn segir ţó ekki alla söguna. Framhaldsskólasókn er til ađ mynda jafnmikil hér heima og annars stađar í iđnríkjum OECD, ţađ er fullt hús (nćr allir sćkja framhaldsskóla), ţótt viđ verjum miklu minna fé til menntamála miđađ viđ ţjóđarframleiđslu en hinar Norđurlandaţjóđirnar fjórar, eđa rösklega 5% hér á móti 7-8% ţar. Og ţótt grunnskólasókn í Mexíkó sé nú orđin jafnalmenn og í Bandaríkjunum, fullt hús á báđum stöđum, er samt ólíku saman ađ jafna, ţví ađ grunnskólanemendur eru miklu fleiri á hvern kennara í Mexíkó en í Bandaríkjunum, eđa 28 á móti 16 (og 14 hér heima; hér er ţó ekki átt viđ bekkjarstćrđ, heldur međalfjölda ársverka nemenda í hlutfalli viđ ársverk kennara skv. upplýsingum frá OECD). Unglingar í Mexíkó geta vćnzt ţess ađ verja ađ jafnađi tćpu ári í framhaldsskóla á móti 3˝ ári í Bandaríkjunum (og tveim árum hér). Í Mexíkó sćkir ađeins sjöttungur hvers árgangs nám á háskólastigi á móti 80-90% í Bandaríkjunum og Kanada fyrir norđan (og innan viđ 40% hér heima til frekari samanburđar). Mexíkó á ennţá langt í land.

 

Fjárskortur og skipulag skólamála

Marktćkt samband menntunar og hagvaxtar veit á gott í ţeim skilningi, ađ menntun er í mannlegu valdi. Stjórnvöld hafa ţađ í hendi sinni ađ efla menntun og ţá um leiđ hagvöxt til langs tíma litiđ. Ţetta geta ţau gert međal annars međ ţví ađ verja meira fé til menntunarmála, svo sem til ađ tryggja kennurum sómasamleg laun til ađ lađa sem mest af hćfum kennurum inn í skólana. Ţráfelld verkföll kennara hér heima á liđnum árum og aftur nú eina ferđina enn! eru til marks um ţađ, ađ ţetta hefur okkur Íslendingum mistekizt hrapallega. Lítil útgjöld til menntamála og lág laun kennara hljóta ađ bitna á gćđum kennslunnar, heildarafköstum mannaflans og hagvexti, ţegar frá líđur.

Hér er samt ekki fjárskorti einum um ađ kenna eđa öllu frekar ófýsi fjárveitingarvaldsins til ađ efla menntakerfiđ. Nei, skipulag efnahagslífsins og skólamálanna sérstaklega stendur í vegi fyrir nauđsynlegri leiđréttingu á launum kennara. Áframhaldandi miđstýring á vinnumarkađi gerir forustumönnum verklýđsfélaga kleift ađ hamla kjarabaráttu kennara međ ţví ađ krefjast sams konar kjarabóta handa öllum öđrum launţegum og hóta ţví ţá um leiđ ađ hleypa efnahagslífinu í bál og brand međ gamla laginu. Á frjálsum, virkum vinnumarkađi myndu kennarar geta samiđ um hćrri laun sér til handa, stćđi vilji vinnuveitanda ţeirra, ţ.e. ríkis og byggđa, til ţess ađ bćta kjör kennara miđađ viđ ađrar stéttir. Á ţetta reynir ţó ekki viđ núverandi skipan á vinnumarkađi, ţar eđ stjórnvöld geta skýlt sér á bak viđ andstöđu annarra verklýđsfélaga viđ bćtt kjör kennara.

Ţetta er samt ekki allt. Markađsbúskaparsjónarmiđ af ţví tagi, sem flestum finnst nú orđiđ sjálfsagt ađ láta ráđa gangi efnahagsmála á heildina litiđ, hafa ekki enn náđ ađ ryđja sér til rúms í menntamálum nema á stöku stađ (og ekki heldur í heilbrigđismálum). Ţetta er ađ sönnu ekki séríslenzkur vandi, heldur evrópskur, jafnvel alţjóđlegur. Viđ hvađ er átt međ markađsbúskap í menntamálum? Jú, hér er átt viđ aukiđ svigrúm til einkarekstrar í skólakerfinu, aukna samkeppni milli skóla um nemendur og kennara, aukna sérhćfingu í skólastarfi til ađ koma til móts viđ ólíkar ţarfir og óskir nemenda og foreldra, aukiđ svigrúm skólastjórnenda til ađ greiđa kennurum mishá laun eftir afköstum og annađ af ţví tagi.

Allt ţetta myndi stuđla ađ ţví ađ gera vinnumarkađ kennara skilvirkari og tíđkast raunar nú ţegar á háskólastigi. Háskóli Íslands keppir viđ ađra háskóla innan lands og utan um kennara, rannsóknara og nemendur. Háskólinn hefur brugđizt viđ ţessari samkeppni međ ţví ađ tengja laun starfsmanna sinna afköstum og árangri í starfi. Ţessi launastefna Háskólans hefur aukiđ rannsóknarafköst starfsmanna verulega, bćtt hag ţeirra og aukiđ hróđur skólans út á viđ. Leita ţyrfti leiđa til ađ innleiđa svipađa búskaparhćtti á öđrum skólastigum. Ţađ verđur ţungur róđur. Allar líkur virđast ţó benda til ţess, ađ slík lausn myndi hafa svipuđ áhrif á starfsánćgju, afköst og tekjur framhaldsskólakennara og ţegar hefur orđiđ raunin međal háskólakennara.


Vísbending
, 1. desember 2000.

 


Til baka