Frćndur og vinir

Miđbaugs-Gínea heitir land og var spćnsk nýlenda í 190 ár og hefur veriđ sjálfstćtt ríki síđan 1968. Obiang Nguem Mbasogo forseti hefur stjórnađ ţessu litla landi í vestanverđri Afríku međ harđri hendi síđan 1979, en ţađ ár rćndi hann völdunum af blóđi drifnum frćnda sínum í vopnađri uppreisn. Obiang forseta hefur tekizt ađ sitja ađ völdum ć síđan međ ţví ađ fylla ríkisstjórn sína af frćndum og vinum, fangelsa og pynda andstćđinga sína og svindla grimmt í kosningum (eitt áriđ fékk hann 99% atkvćđa). Og nú hefur ţetta skuldum vafđa og volađa land, ţar sem tíunda hvert barn deyr í fćđingu og međalćvin er ekki nema rösk 50 ár, fullar hendur fjár í krafti olíufunda á hafsbotni fyrir fáeinum árum. Landsframleiđsla á mann hefur vaxiđ um fjórđung á hverju ári s.l. áratug: ţađ gerir tćpa tíföldun á tíu árum.

Og hvernig hefur olíuarđinum veriđ variđ? Til ađ efla menntun? Ađeins fjórđungur allra unglinga sćkir framhaldsskóla. Til ađ bćta heilbrigđisţjónustu? Miđbaugs-Gínea ver 2% af ţjóđartekjum til heilbrigđismála á móti 9-10% hér heima. Undanfarin ár hafa forsetinn og frćndur hans og vinir reist sér marmarahallir heima fyrir og keypt sér hús um allan heim. Elzti sonur forsetans og vćntanlegur arftaki er nú sjávarútvegs-, skógarhöggs- og umhverfisráđherra og brytjar niđur skóga landsins og selur timbriđ til útlanda og hirđir arđinn sjálfur og heldur sig ríkmannlega í Hollywood, París og Ríó lungann úr árinu og ekur ţar um á Bentley, Lamborghini og Rolls Royce á víxl. Litli bróđir hans er olíuráđherra og sér um samskiptin viđ olíufyrirtćkin í Texas, sem hirđa obbann af olíugróđanum gegn hćfilegri ţóknun handa frćndgarđi forsetans. Brćđur forsetans stjórna heraflanum og leyniţjónustunni. Fólkiđ heldur áfram ađ lifa frá hendinni til munnsins: međaltekjur á mann eru röskir tveir dollarar á dag. Ţađ eru engar bókabúđir í landinu og ekkert bókasafn. Ríkissjónvarpiđ lýsti ţví yfir fyrir nokkru í fréttatíma, ađ forsetinn vćri guđ. Bush Bandaríkjaforseti tók á móti ţessum starfsbróđur sínum í Hvíta húsinu í september 2002.

Fyrr á ţessu ári var gerđ tilraun til valdaráns í Miđbaugs-Gíneu, sem vćri varla í frásögur fćrandi nema fyrir ţá sök, ađ brezka dagblađiđ Guardian upplýsti fyrir fáeinum dögum, ađ bandaríska varnarmálaráđuneytiđ og leyniţjónustan CIA kunna ađ vera viđriđnar máliđ. (Mark Thatcher, sonur Margrétar fyrrv. forsćtisráđherra Bretlands, bíđur nú dóms í Suđur-Afríku fyrir meinta ađild sína.) Bandaríkjamenn eiga hagsmuna ađ gćta í Miđbaugs-Gíneu. Ţeir flytja inn 60% af allri olíu, sem ţeir brenna, ţar af fimmtung frá Austurlöndum nćr og sjöttung frá Afríku. Bandaríkjastjórn ćtlar, ađ Afríkulönd, einkum Nígería og Angóla, muni sjá Bandaríkjunum fyrir fjórđungi allrar innfluttrar olíu eftir nokkur ár. Miđbaugs-Gínea gengur ţví ekki ađ ófyrirsynju undir nafninu Nýja-Kúveit. Hví skyldi Bandaríkjastjórn ekki hyggja á fótfestu nálćgt olíulindum Afríku eins og í Austurlöndum nćr?

Nćr helmingurinn af innfluttri olíu til Bandaríkjanna er bensín. Bandaríkjamenn virđast margir líta á ađgang ađ ódýru bensíni sem heilagan rétt – svo heilagan, ađ bensíngjald kemur ekki til álita. Kaninn heldur ţví áfram ađ kaupa bensín víđs vegar ađ fyrir ógrynni fjár, og sá fimmtungur bensínfjárins, sem rennur til Sádi-Arabíu, er sannkallađur blóđpeningur og er notađur m.a. til ađ starfrćkja útungunarstöđvar hryđjuverkamanna. Bush forseti hefur samt engin skýr áform um ađ draga úr innflutningi olíu frá Arabalöndum, enda er fjölskylda hans í nánu vinfengi viđ konungsfjölskylduna í Sádi-Arabíu. Olíuverđ er nú í sögulegu hámarki, m.a. vegna mikillar eftirsóknar eftir olíu í Kína ađ undanförnu og vegna stríđsins í Írak og átaka í Nígeríu, Rússlandi og víđar: olía er nćstum aldrei til friđs, nema í Noregi.

Ófriđurinn í kringum olíulindir heimsins er samt ekki bundinn viđ frumstćđar ţjóđir. Stríđiđ í Írak ýtir undir áleitnar grunsemdir um, ađ Bandaríkjamenn séu á höttunum eftir olíunni ţar. Eina byggingin, sem Bandaríkjaher sló skjaldborg um í Bagdad eftir innrásina var – nema hvađ? – olíuráđuneytiđ. John Kerry, forsetaframbjóđandi demókrata, vakti athygli á ţessu í fyrsta sjónvarpseinvígi hans og Bush forseta um daginn. Bandaríkjastjórn vćri í lófa lagiđ ađ innheimta bensíngjald, sem dygđi til ađ taka fyrir olíukaup frá Austurlöndum nćr. Evrópa, Japan, Indland og Kína ţyrftu helzt ađ snúast á sömu sveif. Ađrir kaupendur gćtu aldrei fyllt skarđiđ. Bensín í Bandaríkjunum ţyrfti samt ekki ađ kosta meira en í Evrópu. Ţannig vćri trúlega hćgt ađ stilla til friđar ţarna austur frá og kippa um leiđ fótunum undan hryđjuverkamönnum. En ríkisstjórn Bush virđist ekki hafa hug á friđi upp á ţau býti.

Fréttablađiđ, 21. október 2004.


Til baka