Olíuspjallakenningin

Nígería, langfjölmennasta ríki Afríku, lýsti yfir sjálfstćđi 1960. Fyrsta áratuginn eftir sjálfstćđistökuna jókst landsframleiđsla á mann í Nígeríu meira en helmingi hrađar en hún gerđi eftir ţađ. Vöxturinn hćgđi á sér ţrátt fyrir mikla aukningu útflutningstekna eftir 1970, ţegar olía varđ langhelzta útflutningsafurđ landsins og olíuverđ margfaldađist á heimsmarkađi. Hvers vegna hćgđi hagvöxturinn á sér? Olían gerđi okkur ađ letingjum, sagđi fjármálaráđherra landsins í blađaviđtali. Ráđherrann var ekki ađ tala um bćndur, bílstjóra, sjómenn og verkamenn. Hún var ađ tala um herforingjana og stjórnmálamennina, sem margir hafa skarađ eld ađ eigin köku og stađiđ framsókn landsins fyrir ţrifum. Nígeríu hefur ekki haldizt vel á olíuauđinum. Fólkiđ í landinu – 150 milljónir manns – er ţví litlu betur sett nú en fyrir olíufundina. Ţađ lifir ađ vísu tíu árum lengur ađ jafnađi og hefur nú 500 Bandaríkjadali í árstekjur ađ jafnađi boriđ saman viđ 300 dollara 1960. Ekki getur ţađ kallazt ríkulegur afrakstur af olíulindunum. Međalćvi fólksins í grannlöndunum Benín og Tógó hefur lengzt um 18 til 21 ár á sama tíma. Ţar geta nýfćdd börn nú vćnzt ţess ađ komast á sjötugsaldur, en međalćvin í Nígeríu er enn ekki nema 48 ár á móti 57 í öđru grannlandi, Gönu. Mörg önnur olíulönd hafa svipađa sögu ađ segja og Nígería af ófriđi, spillingu og stöđnun, ţar á međal Alsír, Angóla, Gabon, Írak, Íran, Líbía, Mexíkó, Miđbaugs-Gínea, Sádi-Arabía, Súdan og Venesúela. Hvers vegna? Um ţađ fjallar olíuspjallakenningin. Ţví hefur veriđ haldiđ fram, ađ tekjum Nígeríu af olíulindunum ţurfi ađ koma úr höndum spilltra stjórnvalda í traustar einkahendur. Ekki er sú lausn lokkandi í ljósi gamallar og nýrrar reynslu af ófyrirleitnu einkaframtaki í Nígeríu og víđa annars stađar. Vandinn hér er sá, ađ einkaframtakiđ er ekki óskeikult frekar en almannavaldiđ. Hugleiđum einfalda líkingu til skýringar. Ef dómarar reynast spilltir, ráđumst viđ ţá gegn vandanum međ ţví ađ einkavćđa dómskerfiđ? Nei, auđvitađ ekki. Lausnin hlýtur ađ felast í ađ ýta spilltum dómurum til hliđar og hreinsa til í dómskerfinu innan ramma réttarríkisins til ađ tryggja óhlutdrćgni dómstólanna. Verđi einkaframtaksleiđin eigi ađ síđur fyrir valinu í olíubúskap Nígeríu, skiptir miklu, hverjum í einkageiranum er veittur ađgangur ađ olíutekjunum og á hvađa kjörum. Sé olíutekjunum líkt og í Alaska skipt jafnt á milli fólksins í landinu, réttmćts eiganda olíulindanna samkvćmt alţjóđlegum mannréttindasáttmálum, getur sú ráđstöfun talizt réttlát, ţótt ekki sé hún endilega hagkvćm. En sé ađgangur ađ olíulindunum skammtađur útvöldum hópi manna líkt og gert var viđ kvótann hér heima, er sú málsmeđferđ hvorki réttlát né hagkvćm. Fiskiveiđistjórnarkerfiđ hér heima brýtur gegn stjórnarskránni samkvćmt dómi Hćstaréttar frá 1998 og gegn sáttmála Sameinuđu ţjóđanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi samkvćmt úrskurđi mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna 2007. Ríkisstjórnin stendur enn gneyp frammi fyrir úrskurđi mannréttindanefndarinnar og á viđ honum ekkert svar. Í hverju felast spjöllin, sem glannaleg umgengni viđ olíulindir hefur leitt yfir svo mörg lönd? Í fyrsta lagi hneigist uppsveifla í útflutningstekjum í kjölfar olíufunda til ađ hćkka gengi gjaldmiđilsins og bitnar ţannig á öđrum útflutningsatvinnuvegum. Ţetta er hollenzka veikin í hnotskurn, en hún ćtti kannski heldur ađ kallast íslenzka veikin í ljósi ţess, hversu fá íslenzk iđnfyrirtćki hafa náđ fótfestu á erlendum mörkuđum viđ hliđ sjávarútvegsins, sem ţolir mun hćrra gengi krónunnar en ađrir atvinnuvegir í krafti nćr ókeypis ađgangs ađ fiskimiđunum. Hátt gengi hamlar hagvexti alveg eins og lágt gengi örvar hagvöxt líkt og í Kína síđustu ár. Í annan stađ stuđlar mikill olíuútflutningur ađ sveiflum í útflutningstekjum og í efnahagslífinu yfirleitt, og sveiflugangur bitnar á hagvexti. Í ţriđja lagi lađa olíulindir ađ stjórnmálastörfum menn, sem oftlega hafa meiri áhuga á ađ maka krókinn en láta gott af sér leiđa. Lýđrćđi er sjaldgćft í olíulöndum. Farsćlasta olíuríki heims er Noregur, enda stóđ lýđrćđisskipanin ţar föstum fótum löngu áđur en olían fannst. Í fjórđa lagi hneigjast olíulönd til ađ fyllast falskri öryggiskennd og slá slöku viđ menntun. Viđ Íslendingar hefđum átt ađ stjórna fiskveiđum okkar líkt og Norđmenn stýrđu olíulindunum međ ţví ađ virđa ţjóđareignarákvćđi alţjóđlegra mannréttindasáttmála og byggja upp auđlindasjóđ. Ţess í stađ ţess var tekinn sá kostur ađ mylja undir útvegsmenn og gera ţeim kleift ađ kaupa stjórnmálamenn í kippum líkt og Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblađsins lýsti međ ţessum orđum í bók sinni Umsátriđ (2009, bls. 206): „Handhafar kvótans ... höfđu líf plássanna í hendi sér. ... Ţađ jafngilti pólitísku sjálfsmorđi ađ rísa upp gegn handhafa kvóta á landsbyggđinni.“ Samkvćmt lýsingu Styrmis stafar lýđrćđinu ógn af útvegsmönnum. Gana býst nú til ađ flytja út olíu í stórum stíl. Ríkisstjórn Gönu er áfram um ađ sćkja sér fyrirmyndir til Noregs frekar en Nígeríu. Íslendingar hefđu ţurft ađ fara eins ađ. Yfirráđ gönsku ţjóđarinnar yfir auđlindum sínum eru tryggđ í stjórnarskrá til frekari stađfestingar á alţjóđlegum mannréttindaákvćđum.

Fréttablađiđ, 17. marz 2011.


Til baka