Máttur söngsins

Sem ég stóđ ásamt konu minni í miđju mannhafinu á Austurvelli á laugardaginn var og hlýddi á ţrumurćđu Guđmundar Andra Thorssonar rithöfundar, síđasta rćđumannsins ađ ţví sinni, hélt ég, ađ hápunkti fundarins hlyti ađ vera náđ, svo firnagóđ ţótti mér rćđan. Fundinum var ţó ekki lokiđ. Ađ loknu máli Guđmundar Andra tók fríđur flokkur söngvara sér stöđu viđ tröppur Alţingis og söng Land míns föđur og Hver á sér fegra föđurland? Viđ ţurftum ađ fćra okkur nćr til ađ heyra vel. Sjaldan hef ég heyrt ţessi ćgifögru ćttjarđarlög betur sungin og af dýpri og innilegri tilfinningu. Tilefniđ var ćriđ, einlćgur samhugur á Austurvelli og einvalasöngvarar í kórnum, ţar á međal heimssöngvarinn Gunnar Guđbjörnsson tenór, sem býr sig nú undir ađ syngja Siegfried í samnefndri óperu Wagners í Ţýzkalandi, og Geir Jón Ţórisson yfirlögregluţjónn, reyndur og rómađur kirkjukórsöngvari. Hvađ geta stjórnarvöldin gert, ţegar óbreyttir borgarar og borđalögđ lögreglan taka sér stöđu hliđ viđ hliđ fyrir framan Alţingishúsiđ og syngja ástríđufulla ćttjarđarástarsöngva? Spurningin svarar sér sjálf: ríkisstjórnin bađst lausnar tveim sólarhringum síđar. Slíkur er máttur söngsins og kröftugs bumbusláttarins, sem síđustu vikur hefur veriđ eitt helzta kennimark friđsamlegra mótmćla almennings gegn ţeim, sem keyrđu Ísland í kaf. Búsáhaldabyltingin hefur nú ásamt öđrum atburđum leitt til stjórnarslita međ sterkan málstađ, söng, sleifar, potta og pönnur ađ vopni. Söngur kennir mönnum kurteisi og alúđ, og hvors tveggja er nú rík ţörf, ţegar ríki, land og ţjóđ leika á reiđiskjálfi af mannavöldum. Söngur gegndi úrslitahlutverki í uppreisn Eystrasaltsţjóđanna gegni hernámi Sovétríkjanna 1990. Eistar segja sumir, ađ ţeir hafi ţraukađ undir oki Sovétvaldsins í hálfa öld, ţar eđ menning ţeirra, ţjóđerni, tunga og saga bundu ţá saman og blésu ţeim kjark í brjóst. Ţessi lýsing á einnig viđ um Ísland allar götur frá lokum ţjóđveldisaldar fram ađ heimastjórn og allt fram á okkar daga. Ţegar fćri gafst og Eistar, Lettar og Litháar, samtals ađeins um átta milljónir manns, árćddu ađ rísa upp gegn ofurefli Sovétveldisins međ sínar nćstum 300 milljónir, batt söngur ţjóđirnar saman. Fólkiđ í Eystrasaltslöndunum bjó ađ gamalli kórsöngshefđ líkt og Norđurlandaţjóđirnar og tók nú höndum saman og söng ćttjarđarsöngva af lífs og sálar kröftum. Söngur ţúsundanna fór eins og eldur í sinu um svćđiđ og heiminn. Viđ söngnum áttu Kommúnistaflokkurinn og Rauđi herinn ekkert svar. Hver rćđst gegn syngjandi fólki? Sigurinn var í höfn. Fyrsti forseti Litháens eftir fall Sovétríkjanna var tónlistarprófessorinn Vytautas Landsbergis. Ţađ er Íslandi til mikils sóma, ađ Íslendingar skyldu fyrir árćđi og réttsýni Jóns Baldvins Hannibalssonar, ţá utanríkisráđherra, verđa fyrstir ţjóđa til ađ viđurkenna sjálfstćđi Eystrasaltsríkjanna 1990. Fólkiđ ţar austur frá gleymir ţví aldrei.  Ţegar ég hugsa um söng og stjórnmál, rifjast einnig upp fyrir mér sagan af ţví, ţegar ég var fyrir fáeinum árum kvaddur til Ţórshafnar í Fćreyjum til fundar viđ landsstjórnina ţar um sjálfstćđismál. Fundinn í Ţórshöfn sátu ráđherrarnir sjö, sem áttu ţá sćti í landsstjórninni, og sjö ráđuneytisstjórar auk mín. Fundurinn hófst á ţví, ađ Jóannes Eidesgaard lögmađur kvaddi sér hljóđs, bauđ mig velkominn og sagđi síđan: Viđ skulum syngja. Ég hugsađi međ mér: Einmitt svona ćttu allir fundir ađ byrja, einkum ef mönnum semur ekki nógu vel eftir öđrum leiđum. Allir stóđu upp og sungu saman Dýrd á vík og vág, öll fjögur erindin í fallegum ćttjarđaróđi eftir Jens Dam Jacobsen, skáld og prentara á dagblađinu Dimmalćtting. Ég tók undir síđari erindin tvö, ţegar ég hafđi áttađ mig á laginu. Lokaerindiđ hljómar svo: „Fagra, fjálga stund! Silvitni um sund. Fróir flúgva fuglar millum fjalla. Teirra káta mál berst um vall og vál. Gćvi dagur aldri fór at halla!“ Mér fannst ég vera heima. Viđ rćddum sjálfstćđismál Fćreyja fram og aftur, en um ţau var og er djúpstćđur ágreiningur um eyjarnar. Ég sagđi viđ gestgjafa mína og vini: Kvíđiđ engu. Íslendingar tóku rétta ákvörđun í sjálfstćđismálinu á sínum tíma. Engin áföll munu nokkurn tímann raska ţeirri niđurstöđu.

Fréttablađiđ, 29. janúar 2009.


Til baka