Reiknilíkaniđ og framtíđ Háskólans

I. Frá kennslu til kennslu og rannsókna

Ţađ er ekki ýkjalangt síđan, ađ Háskóli Íslands var eini háskóli landsins og ţá embćttismannaskóli í fyrsta lagi: skóli handa verđandi sýslumönnum, lćknum og prestum. Kennsla var langsamlega viđamesti ţátturinn í háskólastarfinu, en minna fór fyrir rannsóknum, enda ţótt einstakir háskólamenn – til ađ mynda Björn Sigurđsson á Keldum og Sigurđur Nordal, svo ađ tveir frumherjar séu nefndir á nafn – gćtu sér gott orđ á alţjóđlegum rannsóknavettvangi. Miđlun ţeirrar ţekkingar, sem fyrir var, hafđi forgang; öflun nýrrar ţekkingar sat á hakanum.

Ţetta ástand breyttist smám saman, og munađi ţar ef til vill mest um tilkomu raunvísindadeildar, ađ öđrum deildum ólöstuđum: ađ henni flykktust óvenjumargir og vaskir og vel menntađir menn utan úr heimi í kringum 1970 og árin ţar á eftir og höfđu ríkan metnađ til ađ byggja upp rannsóknir viđ hliđ kennslunnar eftir erlendum fyrirmyndum. Ţetta voru ţau ár, ţegar fjárveitingar ríkisins til Háskólans voru tvöfaldađar á örskömmum tíma til ađ efla rannsóknir og kennslu. Ađrar deildir fylgdust vel međ, svo ađ Háskólinn hefur bókstaflega tekiđ stakkaskiptum hin síđustu ár: hann hefur breytzt úr einhćfri kennslustofnun í fjölbreytta kennslu- og rannsóknamiđstöđ á heimsvísu. Háskólinn hefur nú á ađ skipa fleiri afburđamönnum í rannsóknum á ýmsum sviđum frćđa og vísinda en nokkru sinni fyrr í sögu sinni, svo sem stađtölur Rannsóknaráđs Íslands um árangur Íslendinga í rannsóknum vitna um auk annars – og ekki ađeins mörgum prýđilegum kennurum, svo sem hann hafđi innan borđs frá fyrstu tíđ. Ţetta er bylting.

Viđ ţetta er ţví ađ bćta, ađ Háskólinn hefur ađ ýmsu leyti öđlazt meira sjálfstćđi gagnvart stjórnvöldum en áđur, svo sem nauđsyn bar til međal annars vegna ţess, ađ stjórnvöldum höfđu veriđ mislagđar hendur viđ ýmsar mannaráđningar ađ skólanum. Ţađ reiđ ţví mjög á ţví, ađ Háskólinn fćri vel međ nýfengiđ sjálfstćđi sitt. Ţađ hefur honum tekizt bćrilega ađ ýmsu leyti, sýnist mér, en ţó međ einu afbrigđi, sem er ađ minni hyggju svo alvarlegs eđlis, ađ viđ borđ liggur, ađ heilbrigđri framţróun Háskólans stafi beinlínis ógn af ţví, verđi ekki snúiđ af rangri braut í tćka tíđ. Ég á viđ reiknilíkaniđ eđa réttar sagt deililíkaniđ, sem notađ hefur veriđ nokkur undangengin ár – og er enn – til ađ skipta fjárveitingum ríkisins til Háskólans milli deilda og námsbrauta.

 

II. Deililíkaniđ

Hugsunin á bak viđ deililíkaniđ er einföld, og röng ađ minni hyggju: deildum og námsbrautum er skammtađ fé ađ mestu leyti í hlutfalli viđ nemendafjölda. Líkaniđ skipar kennslu í fyrirrúm án viđunandi tillits til rannsókna (og einnig án fulls tillits til fasts kostnađar, sem er ţó mismikill í ólíkum deildum). Upphaflega var ţađ ađ vísu ćtlanin, ađ deililíkaniđ tćki meira miđ af rannsóknum og síđan, ađ kennslulíkan héldist í hendur viđ rannsóknalíkan, svo ađ báđir höfuđţćttir háskólastarfsins hefđu í hćfilegum hlutföllum áhrif á skiptingu fjárveitinga milli deilda og námsbrauta, en ţó bólar ekki enn á rannsóknalíkani ţrátt fyrir ítrekađar heitstrengingar ţess efnis, ađ líkaniđ sé á leiđinni. Raunin er ţví sú, ađ mörg undangengin ár hafa fjárveitingar til deilda og námsbrauta fariđ um of eftir fjölda nemenda samkvćmt reikniformúlu án nćgilegs tillits til rannsókna.

Ţessi skipan getur haft og hefur ţegar haft ýmsar alvarlegar afleiđingar fyrir Háskólann. Rót vandans er sú, ađ líkaniđ hvetur háskólamenn til ađ hegđa sér öđruvísi en ţeir myndu ella gera – ţađ hvetur menn beinlínis til ađ skađa rannsóknir viđ Háskólann. Tökum einfalt dćmi fyrst, svo ađ ekkert fari á milli mála. Setjum svo, ađ háskólastarfsmađur nái góđum árangri viđ rannsóknir, svo ađ hann hćkkar ţá um launaflokk samkvćmt kjarasamningum. Góđur árangur starfsmannsins skađar fjárhag ţeirrar deildar og námsbrautar, ţar sem hann eđa hún starfar: tekjurnar standa í stađ ađ óbreyttum nemendafjölda, en launakostnađurinn eykst, ţar eđ laun starfsmannsins hćkka og kennsluskylda hans minnkar. Ef tvćr námsbrautir eru alveg eins ađ öđru leyti en ţví, ađ í annarri eru allir starfsmenn í lágum launaflokkum og í hinni eru ţeir allir í háum flokkum vegna rannsóknastarfa, ţá er fyrr nefnda brautin miklu betur sett fjárhagslega en hin. Hin síđar nefnda getur séđ sér hag í ađ losa sig viđ dýra prófessora af peningaástćđum og ráđa ódýrari mannskap í stađinn, enda skilar lektor međ mikla kennsluskyldu ađ jafnađi fleiri ,,ţreyttum einingum” en prófessor međ minni kennsluskyldu. Hver deild og námsbraut hefur viđ núverandi skipan fjárhagsávinning af ţví, ađ allir starfsmenn hafi náđ sem minnstum árangri viđ rannsóknir ađ öđru jöfnu. Ţađ er meiniđ. Ađ vísu hefur deildum og námsbrautum veriđ bćttur eftir á ,,skađinn” vegna launahćkkunar háskólakennara vegna árangurs í rannsóknum utan líkansins, en ekki til fulls. 

Ţetta er samt ekki allt. Deildir og námsbrautir hafa einnig hag af ţví viđ núverandi skipan ađ lađa til sín lélega nemendur til ađ fjölga ţreyttum einingum sem allra mest, ţví ađ eftir ţeim fara fjárveitingarnar (og einnig eftir ţeim flokkum, sem einstökum námskeiđum er skipađ í, svo ađ ţreyttar einingar eru misdýrar). Ţessa sér nú ţegar stađ sums stađar í Háskólanum, svo sem viđ mátti búast, enda virđist ţađ nú algengara en áđur, ađ nemendur vinni međ námi. Ţađ er ađ líkindum vottur um minni námskröfur en áđur. Ţannig leggur deililíkaniđ ţá freistingu fyrir háskólamenn, ađ ţeir dragi úr ţeim kröfum, sem Háskólinn gerir til nemenda. Af ţessu leiđir, ađ lakir nemendur sjá sér hag í ađ flykkjast í léttar deildir og námsbrautir, og ţar ţarf ţá ađ fjölga kennurum án fulls tillits til rannsóknastarfsins á stađnum, enda ţótt starfsmenn Háskólans ţurfi ađ sjálfsögđu ađ uppfylla ţćr alţjóđlegu lágmarkskröfur, sem til ţeirra eru gerđar samkvćmt lögum og reglum. Ţannig getur svo fariđ, ađ tilbúin kennsluţörf – ţađ er kennsluţörf, sem er ekki raunveruleg ađ svo miklu leyti, sem hún rćđst af freistingunni til ađ fjölga ţreyttum einingum í ábataskyni – ráđi miklu um mannval Háskólans međ tímanum án tillits til rannsóknavirkninnar á hverjum stađ. Ţetta eykur enn hćttuna á ţví, ađ rannsóknir ţurfi ađ víkja fyrir kennslu í háskólastarfinu. Viđ ţetta bćtist freistingin til ađ fjölga námskeiđum og fyrirlestrum til ađ drýgja tekjur deilda. Međfylgjandi kennsluálag bitnar á rannsóknum.

Háskólanum stafar sem sagt tvíţćtt ógn af deililíkaninu eins og ţađ er enn, ţótt nokkrir annmarkar hafi veriđ sniđnir af ţví. Í fyrsta lagi refsar líkaniđ ţeim deildum og námsbrautum, ţar sem starfsmenn hafa náđ góđum árangri viđ rannsóknir, međ ţví ađ byggja illviđráđanlegan halla inn í reksturinn – halla, sem stendur heilbrigđri framţróun Háskólans fyrir ţrifum. Í öđru lagi verđlaunar líkaniđ deildir og námsbrautir fyrir ađ gera minni kröfur til nemenda og skila ţannig lakara háskólamenntuđu vinnuafli en ella út í samfélagiđ og til frekara náms í útlöndum. Magniđ bitnar á gćđunum.

Ţessi lýsing á núverandi ástandi og ţeim hćttum, sem ţađ býđur heim, kallar á ţrjár athugasemdir til frekari skýringar.

 

III. Breytt landslag

Fyrst ţetta. Vitaskuld er kennsluţátturinn eftir sem áđur afar mikilvćgur í Háskóla Íslands ekki síđur en í öđrum háskólum. Hitt ţarf ţó einnig ađ hafa í huga, ađ landslag menntamálanna hefur gerbreytzt á liđnum árum ađ ţví leyti, ađ nú eru margir háskólar í landinu og ađrir skólar á háskólastigi. Háskóla Íslands ber ţví ađ minni hyggju ekki sama siđferđisskylda og áđur til ađ taka viđ til náms öllum ţeim, sem lokiđ hafa stúdentsprófi. Sú skylda hvíldi á herđum Háskólans hér áđur fyrr, ađ segja má, ţví ađ ţá höfđu stúdentar ekki í önnur hús ađ venda hér heima. Nú, ţegar háskólarnir eru margir, ţar af ţrír úti á landi (Akureyri, Bifröst og Hvanneyri), og ađgangur ađ erlendum háskólum er mun greiđari en áđur, ţá eiga stúdentar margra kosta völ. Ţađ er eđlilegt, ađ háskólar í litlu landi sérhćfi sig á tilteknum sviđum til ađ dreifa kröftunum ekki um of. Viđ ţessar nýju kringumstćđur myndi Háskóla Íslands ađ mínu viti farnast bezt, ef hann gerđi meiri kröfur og tćki inn fćrri og betri nemendur en áđur. Viđ ţetta gćti háskólastarfiđ eflzt til muna, bćđi rannsóknir og kennsla. Háskóli er, ţegar upp er stađiđ, jafngóđur og stúdentarnir, sem stunda ţar nám. Ţađ er grunnhugsunin í háskólarekstri til dćmis í Bandaríkjunum, ţar sem marga beztu háskóla heimsins er ađ finna. Hér er ég samt ekki ađ mćla međ ţví, ađ Háskólinn taki Harvard sér til fyrirmyndar og fúlsi viđ öllum nema afburđanemendum. Til slíks höfum viđ auđvitađ enga burđi í svo litlu landi. Háskóli Íslands er og á ađ vera ţjóđskóli frekar en afreksmannaskóli. En ég tel samt, ađ viđ getum eflt rannsóknir og kennslu viđ Háskólann og skilađ međ ţví móti betur ţjálfuđu fólki út í atvinnulífiđ og til frekara náms í útlöndum eđa hér heima međ ţví ađ hafa nemendurna fćrri en nú og veita hverjum og einum ţeim mun betri leiđsögn. Ţađ eru ýmsar fćrar leiđir ađ ţessu marki, til dćmis samrćmd inntökuskilyrđi eđa aukin skólagjöld, eđa hvort tveggja í senn. Til viđmiđunar má geta ţess, ađ Háskólinn í Reykjavík veitir inngöngu ađeins rösklega helmingi ţeirra, sem sćkja ţar um skólavist, og leggur umtalsverđ skólagjöld á nemendur.

 

IV. Sjálfskaparvíti?

Í annan stađ vaknar sú spurning, hvort hverri deild eđa námsbraut sé ţađ ekki í sjálfsvald sett ađ bjóđa upp á lćrdómsleiđir handa mörgum góđum nemendum án ţess ađ minnka námskröfur. Ef deild eđa námsbraut er í fjárţröng vegna ţess, ađ rannsóknavirknin er mikil og nemendur eru tiltölulega fáir, er nemendafćđin ţá ekki deildinni sjálfri ađ kenna? Ţetta kann ađ eiga viđ sums stađar ađ einhverju marki, og ţá ţarf ađ taka á vandanum á hverjum stađ fyrir sig, en ţetta er samt ekki kjarni vandans. Í mínum huga er kjarni málsins sá, ađ eftirspurn nemenda eftir námskeiđum á ekki ađ fá ađ ráđa mestu um ţađ, hvernig fjárveitingar og mannaráđningar skiptast á deildir og námsbrautir í háskóla. Góđur háskóli lađar til sín hćfustu starfsmenn og námsmenn, sem hann á kost á, og fer ţá eftir alţjóđlegum viđmiđunum um ágćti í háskólastarfi, einkum rannsóknum og ritstörfum, og hann skiptir ţeim síđan niđur á ţau námskeiđ, sem bjóđa ţarf á hverju sviđi og í hverri grein. Ţađ er bezta leiđin til ađ tryggja öflugar rannsóknir og góđa kennslu á heimsvísu. Rannsóknirnar leiđa kennsluna frekar en öfugt, en leiđsögnin er eigi ađ síđur gagnkvćm. Góđar rannsóknir bćta og efla kennsluna, og kennslan örvar rannsóknirnar.

 

V. Framtíđin

Síđasta atriđiđ varđar kjör starfsmanna Háskólans. Ţau hafa yfirleitt batnađ frá fyrri tíđ, ţótt ţau standist engan veginn samjöfnuđ viđ kjör háskólamanna í nálćgum löndum. Háskólamönnum er nú eigi ađ síđur umbunađ í samrćmi viđ árangur í starfi langt umfram ţađ, sem áđur tíđkađist. Menn hafa ađ vísu alltaf getađ aflađ sér aukatekna innan Háskólans međ yfirkennslu upp ađ vissu marki. Nú geta menn einnig drýgt tekjur sínar međ rannsóknum, svo ađ rannsóknir sitja nú loksins viđ sama borđ og kennsla ađ ţessu leyti. Ţađ er mikil framför og lyftistöng undir ţá uppsveiflu í rannsóknum, sem hefur átt sér stađ undangengin ár. Ţetta hefur gert Háskólanum kleift ađ halda mörgum öflugum frćđimönnum og vísinda, sem ella kynnu ađ hafa horfiđ frá Háskóla Íslands til annarra landa. Ţađ tókst ađ koma í veg fyrir ţađ.

En ţađ er samt ekki nóg. Ţćr deildir og námsbrautir, ţar sem rannsóknavirknin er mest, skila yfirleitt tiltölulega flestum góđum nemendum til rannsóknanáms í góđum háskólum. Ţar ytra er nú ađ vaxa upp öflug sveit íslenzkra rannsóknarmanna, sem íslenzku ţjóđfélagi ríđur mjög á ađ lađa aftur heim til starfa – og ţá einkum heim í Háskóla Íslands, sem er og hlýtur ađ verđa áfram helzta miđstöđ frćđa og vísinda í landinu. Sú hćtta vofir nú yfir Háskólanum, ađ hann geti ekki lengur tekiđ viđ ţessu fólki, ţar eđ naumum fjárveitingum til skólans er skipt um of í hlutfalli viđ ţreyttar einingar og ósanngjarna skipan námskeiđa í flokka međ misdýrar einingar. Haldist sú skipan, ţá kann svo ađ fara smám saman, ađ ýmsir fremstu vísindamenn og frćđimenn Íslands verđi starfandi í útlöndum. Fari svo, ţá verđur hróđur Íslands á vettvangi vísinda og frćđa ađ miklu leyti bundinn viđ bergmál af Íslendingum fjarri heimahögum. Ţađ má ekki verđa.

Ţađ er hćgt ađ sporna gegn ţessari tilhneigingu međ ţví ađ taka rannsóknir međ í reikninginn til fulls, ţegar fjárveitingum er skipt milli deilda og námsbrauta Háskólans. Ţađ mun einmitt vera tilgangurinn međ rannsóknalíkaninu, sem lćtur ţó enn á sér standa. Hér ţarf ađ keppa ađ ţví, ađ ţćr brautir, ţar sem rannsóknir eru í mestum blóma, hafi ađ sama skapi aukiđ svigrúm til ađ efla rannsóknir enn frekar og ţá einnig til nýráđninga, enda ţótt ţá verđi fjöldi starfsmanna á hverja ţreytta einingu ólíkur í deildum og brautum og breytilegur. Fjöldi starfsmanna á einingu er ađ vísu gerólíkur í deildum og brautum eins og nú háttar, en ţađ stafar ekki af ólíkri rannsóknavirkni nema ađ litlu leyti, heldur af mismunun í núverandi skipan, svo sem rćtt hefur veriđ í ţaula mörg undangengin ár, međal annars í Háskólaráđi, án ţess ađ viđunandi leiđrétting hafi náđ fram ađ ganga. Hagfrćđinámskeiđ í viđskipta- og hagfrćđideild skila til ađ mynda mun minna fé til deildarinnar á hverja ţreytta einingu en tölfrćđinámskeiđ í sömu deild, enda ţótt námskeiđin séu nauđalík ađ allri gerđ og nemendurnir hinir sömu. Ţetta mun stafa af ţví, ađ tölfrćđi er einnig kennd í raunvísindadeild, og mönnum ţótti ekki stćtt á ţví til langframa, ađ tölfrćđinámskeiđ í viđskipta- og hagfrćđideild gćfu af sér ódýrari einingar en nákvćmlega sams konar (og samnefnd!) námskeiđ í raunvísindadeild, svo sem tíđkađist ţó í nokkur ár, unz leiđrétting fékkst međ miklum eftirgangsmunum. Međ líku lagi fć ég ekki séđ nokkurt vit eđa réttlćti í ţví, ađ hagfrćđinámskeiđ á öđru og ţriđja námsári í viđskipta- og hagfrćđideild skili ódýari ţreyttum einingum á nemanda en til ađ mynda eđlis- eđa líffrćđinámskeiđ á öđru og ţriđja ári í raunvísindadeild, en sú er ţó enn raunin og engin breyting í sjónmáli ţrátt fyrir ítrekađar óskir um leiđréttingu. Mörg fleiri dćmi mćtti nefna.

Ţađ er samt ekki nóg ađ halda áfram ađ reyna ađ sníđa börđin af núverandi deililíkani til ađ draga úr grófri mismunun, ţví ađ grunnhugsunin á bak viđ líkaniđ eins og ţađ er nú er röng, eins og ég hef reynt ađ fćra rök ađ hér ađ framan, og beinlínis hćttuleg heilbrigđu háskólastarfi til frambúđar. Ţađ ber ţví brýna nauđsyn til ađ kasta deililíkaninu fyrir róđa og reyna ađ bćta skađann, sem orđinn er, eđa ţá ađ láta ţađ ekki dragast lengur ađ ganga frá skilvirku rannsóknalíkani til ađ jafna metin milli rannsókna og kennslu í háskólastarfinu.

 Fréttabréf Háskóla Íslands, október 2001.


Til baka