Ađ gera hlutina í réttri röđ

Stjórnmálaflokkar eru eins og annađ fólk: ţeir reynast misvel. Sumir flokkar hafa reynzt svo herfilega, ađ ţeim er eiginlega betur lýst sem glćpafélögum en flokkum. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna sálugu var formlega ákćrđur fyrir glćpi á árunum eftir 1990, ţegar nýr ríkissaksóknari komst ađ ţeirri niđurstöđu, ađ flokkurinn vćri í raun réttri glćpafélag. Gjaldkeri flokksins fleygđi sér niđur af svölum háhýsis frekar en ađ opna bćkurnar. Réttarhaldiđ fór ţó út um ţúfur af tćknilegum ástćđum. Međ líku lagi leystust nokkrir helztu stjórnmálaflokkar Ítalíu upp um svipađ leyti, ţegar uppvíst varđ um gríđarlega spillingu í herbúđum ţeirra. Ađ vísu höfđu allir alltaf vitađ um spillinguna ţarna suđur frá, ekki síđur en í Sovétríkjunum. Ţađ, sem breyttist eftir 1990, var ţađ, ađ dómstólarnir tóku sér loksins meira sjálfstćđi gagnvart flokkunum, og heiđvirđum dómurum tókst ađ koma svo lögum yfir spillta stjórnmálamenn, ađ flokkarnir neyddust til ađ leggja upp laupana. Enginn vafi er ţó á ţví, ađ báđum löndum vegnar miklu betur nú, eftir ađ gömlu spilltu flokkarnir hurfu sjónum eđa a.m.k. frá völdum. Samt fer ţví fjarri, ađ öll kurl séu komin til grafar í löndunum tveim.

Ţví ţrátt fyrir allt hefur enn of lítiđ breytzt í báđum löndum frá fyrri tíđ. Byrjum í Rússlandi. Vladímir Pútín forseti vann fyrir leyniţjónustuna KGB á valdatíma kommúnista. Slíkir menn hafa yfirleitt ekki umtalsverđan kjörţokka, enda var honum í upphafi fćrt forsetaembćttiđ á silfurfati. Ţađ gerđi Boris Jeltsín, forveri Pútíns. Ţegar fávaldarnir, sem höfđu stađiđ vörđ um Jeltsín og lagt blessun sína yfir Pútín, komust ađ ţeirri niđurstöđu, ađ Pútín dygđi ekki til ţeirra verka, sem ţurfti ađ vinna, og kusu heldur ađ styđja viđ bakiđ á andstćđingum hans, ţá brauzt út kalt stríđ og stendur enn. Fávaldarnir hafa ađ undanförnu átt ţriggja kosta völ: halda sér saman, flýja land eđa fara í fangelsi. Ţetta er valdabarátta, ţar sem forsetinn beitir ríkisvaldinu fyrir sig međ harđri hendi og leggur fjölmiđla ađ fótum sér eđa lokar ţeim, og dómstólarnir dansa međ. Blađamenn í Rússlandi hafa veriđ myrtir í tugatali – einn ţeirra nú nýlega fyrir ekki ađra sök en ţá ađ hafa birt lista yfir ríkustu menn landsins. Ekkert ţessara morđa hefur veriđ upplýst; sum ţeirra hafa jafnvel ekki veriđ rannsökuđ.

Ástandiđ er miklu skárra á Ítalíu, en ekki gott samt. Silvio Berlusconi forsćtisráđherra hóf ferilinn sem dćgurlagasöngvari á ferjum, en tók síđan ađ stunda viđskipti og sá sér ţá hag í ađ stofna til vinfengis viđ stjórnmálamenn, ţar á međal Bettino Craxi, sem var forsćtisráđherra landsins 1983-87 og eyddi sjö síđustu árum ćvi sinnar í útlegđ í Túnis á flótta undan 14 ára fangelsisdómi. Á skömmum tíma varđ Berlusconi umsvifamesti viđskiptajöfur Ítalíu og ríkasti mađur landsins og lagđi m.a. undir sig sjónvarpsstöđvar, svo ađ dagskrá ţeirra minnir nú helzt á skemmtiatriđi á ferjum og flóabátum. Kćrurnar á hendur Berlusconi – fyrir mútur, fjársvik o.fl. – hafa hrúgazt upp, en honum hefur m.a. tekizt ađ beita pólitísku valdi til ađ aftra dómstólum frá ţví ađ sćkja hann til saka. Hann gćti endađ í útlegđ eins og Craxi vinur hans.

Rússneskir og ítalskir stjórnmálamenn og einkavinir ţeirra hafa neytt fjölbreyttra bragđa til ađ maka krókinn. Á Ítalíu gerđu menn ţetta ađallega međ ţví ađ skammta sjálfum sér og vinum sínum hlunnindi og misnota ađstöđu sína á alla enda og kanta, en í Rússlandi međ ţví ađ sölsa undir sig náttúruauđlindir og ađrar ţjóđareignir.

Morgunblađiđ sagđi nýlega í ritstjórnargrein af skyldu tilefni: ,,Skattalagabreytingarnar ţýddu, ađ hćgt var ađ fresta skattgreiđslum af söluhagnađi endalaust og alla ćvi međ ţví ađ fjárfesta í eignarhaldsfélögum í Lúxemborg og flytja milljarđatugi af hagnađi vegna kvótasölu ţannig úr landi. Ţessir peningar koma aldrei aftur til Íslands og af ţeim verđa aldrei borgađir skattar hér. Ţeir verđa aldrei til hagsbóta fyrir íslenzkt atvinnulíf og munu aldrei bćta hag íslenzkra launţega. Skattalagabreytingarnar sneru ţví beint ađ ţeim viđskiptum, sem ţá voru stunduđ af miklu kappi međ kvóta og voru efnislega međ ţeim hćtti, ađ ţeir sem fengu ţennan hagnađ til sín og fluttu hann úr landi í svonefndar endurfjárfestingar ţurfa aldrei ađ borga krónu í skatt – allt löglegt.” Morgunblađiđ er hér ađ lýsa ráđstöfunum, sem ríkisstjórn undir forsćti Sjálfstćđisflokksins gerđi fyrir örfáum árum. Ţegar allt var klappađ og klárt, var svohljóđandi setning sett inn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, í maí 2003: ,,Ákvćđi um ađ auđlindir sjávar séu sameign íslensku ţjóđarinnar verđi bundiđ í stjórnarskrá.” Ekki er ráđ, nema í tíma sé tekiđ. Kannski forsćtisráđuneytiđ láti svo lítiđ ađ upplýsa, hversu margir ţeir voru milljarđatugirnir í frásögn Morgunblađsins? – og hverjir fluttu ţá úr landi.

Fréttablađiđ, 5. ágúst 2004.


Til baka