wpe8.jpg (38645 bytes)
 

Mynd 48. Erlendar skammtímaskuldir ţjóđarbúsins mega helzt ekki undir neinum kringumstćđum fara upp fyrir gjaldeyrisforđa seđlabankans. Ástćđan er einföld: gjaldeyrisforđinn verđur hvenćr sem er ađ duga fyrir skyndilegri endurgreiđslu skammtímaskulda, ef á ţyrfti ađ halda. Myndin sýnir tölur um hlutfall erlendra skammtímaskulda af gjaldeyrisforđa seđlabanka í fimm Asíulöndum áriđ, sem fjármálakreppan skall á ţar austur frá, 1997. (Heimild: Bank for International Settlements, Basel.) Löndin ţrjú, sem urđu verst úti í kreppunni, Taíland, Indónesía og Kórea, höfđu safnađ skammtímaskuldum erlendis langt umfram gjaldeyrisforđann og sent frá sér međ ţví móti skýr skilabođ um ţađ, ađ gengi gjaldmiđla ţeirra vćri í fallhćttu. Ţess vegna lögđu fjárfestar skyndilega á flótta frá ţessum löndum 1997-1998, og gengi gjaldmiđlanna hríđféll. Ţannig hófst kreppan, en henni slotađi á ađeins 2-3 árum í Taílandi og Kóreu, ţví ađ efnahagur ţeirra var traustur á heildina litiđ. Indónesía er á hinn bóginn langt frá fullum bata, enda eru innviđir efnahagslífsins ţar ótraustir ađ ýmsu leyti, međal annars vegna landlćgrar spillingar. Filippseyjar og Malasía höfđu ekki safnađ skammtímaskuldum í sama mćli og hin löndin ţrjú og sluppu betur. Mynd 29 sýnir tölur um Ísland til samanburđar.

 


FirstPreviousIndex

Nćsta síđa

Aftur heim