Mynd 78. Heritage Foundation heitir stofnun og býr til hagfrelsisvísitölur um fjölmörg lönd heimsins. Međ ţeim er reynt ađ henda reiđur á ţví, hversu ríkisafskipti skerđa frelsi og umsvif einstaklinga og fyrirtćkja í efnahagslífinu. Stofnunin skođar og vegur saman tíu ólíka ţćtti: erlend viđskipti, skattheimtu, stjórn peningamála, skipulag bankamála, reglur um erlenda fjárfestingu, eignarréttarákvćđi, hlut samneyzlu í landsframleiđslu, reglugerđir, umfang svartamarkađsviđskipta og hömlur á verđmyndun og kaupgreiđslur. Hćsta einkunn, sem land getur fengiđ, er 1 (ţá er allt frjálst, engar hömlur). Lćgsta einkunnin er 5, sem vitnar um ţrúgandi hömlur á öllum sviđum. Borgríkin tvö í Suđaustur-Asíu, Hong Kong og Singapúr, skipa efstu sćti listans. Ţau eru ólík ađ ýmsu leyti, ţessi tvö lönd, en ţau eiga einnig margt sameiginlegt, ţar á međal frjálsan markađsbúskap á flestum sviđum. Nýja-Sjáland er í ţriđja sćti, hafandi kastađ af sér gömlum viđjum međ róttćkum umbótum í svo ađ segja einum rykk 1984. Eistland er í fjórđa sćti, frelsinu fegiđ: Eistar hafa nýtt tímann vel, síđan ţeir hrundu veldi kommúnista fyrir röskum áratug, og hljóta sömu hagfrelsiseinkunn og Írar, Hollendingar og Bandaríkjamenn. Ţađ er vel af sér vikiđ í svo nýfrjálsu landi. Heimild: The Economist.

 


FirstPreviousIndex

Aftur heim