Mynd 90. Árin 1989-2003 ţurftu innlánsstofnanir og fjárfestingarlánasjóđir ađ afskrifa töpuđ útlán í stórum stíl: samtals rösklega 100 milljarđa króna á árslokaverđlagi 2003. Ţetta er mikiđ fé: jafnvirđi eins áttunda af landsframleiđslu Íslands 2003. Útlánatapiđ var mest 1993: ţau ár ríkti í rauninni bankakreppa á Íslandi eins og annars stađar um Norđurlönd, ţótt stjórnvöld fengjust ekki til ađ viđurkenna ţađ. Bankar og sjóđir brúuđu biliđ međ miklum vaxtamun (ţ.e. miklum mun útlánsvaxta og innlánsvaxta), sem ţeim hélzt uppi vegna lítillar samkeppni — og nćr engrar samkeppni ađ utan. Útlánatapiđ hefur aukizt hratt síđan áriđ 2000 og var ađeins litlu minna 2003 en 1993, svo sem viđ var ađ búast í kjölfar mikillar aukningar útlána árin nćst á undan (sjá mynd 9). Efnahagsreikningur bankanna hefur ađ vísu bólgnađ mjög út undangengin ár, svo ađ útlánatapiđ 2003 var mun minna miđađ viđ eignir banka og sjóđa en ţađ var 1993. Einkavćđing bankanna 2002 styrkti stöđu ţeirra og létti afskriftabyrđina. Heimild: Fjármálaeftirlit og reikningar fjárfestingarlánasjóđa.

 


FirstPreviousIndex

Aftur heim