Þrír risar og eitt land enn | |
![]() |
|
Hér sjáum við mat Alþjóðabankans á þróun
landsframleiðslu á kaupmáttarkvarða á Indlandi og í Kína borið saman við
Bandaríkin og Rússland 1990-2018. Hver kúrfa sýnir hlutdeild viðkomandi lands í samanlagðri heimsframleiðslu. Fernt vekur mesta athygli. 1. Hlutdeild Bandaríkjanna í heimsframleiðslu hefur frá aldamótum dregizt saman úr 20% í 15%. 2. Kína fór fór fram úr Bandaríkjunum 2013 og er nú stærsta hagkerfi heims á þennan kvarða. 3. Indland fór fram úr Rússlandi 1994 og aflar nú sínu fólki 2,5 sinnum meiri tekna en Rússland. 4. Landsframleiðsla Rússlands er bara fimmtungur af landsframleiðslu Bandaríkjanna og 3% af landsframleiðslu heimsins alls. Heimildir: Alþjóðabankinn, World Development Indicators 2020. |