Ójöfnuđur í samhengi: Taka tvö

Misskipting verđur trúlega heitt kosningamál í Bandaríkjunum 2008. Áhyggjur af auknum ójöfnuđi í skiptingu auđs og tekna hafa gefiđ demókrötum byr undir báđa vćngi. Ţeir eru frá gamalli tíđ flokkur alţýđunnar og repúblikanar flokkur auđmanna. Demókratar gersigruđu repúblikana í ţingkosningunum í nóvember  2006 og endurheimtu meiri hluta í báđum deildum ţingsins. Ţađ reyndist léttur leikur vegna ört vaxandi andstöđu kjósenda viđ stríđiđ í Írak og eins vegna vaxandi andúđar ţeirra á störfum Bush forseta, sem nýtur nú stuđnings ađeins um ţriđjungs kjósenda. Margir muna fleyg orđ forsetans: Ríkir og moldríkir, ţađ eru mínir menn. Ć fleiri kjósendur sjá orđum forsetans stađ í stjórnarstefnunni og auknum ójöfnuđi af hennar völdum, beint og óbeint. Skođum óbeinu áhrifin fyrst. Um 1970 námu árslaun forstjóra General Motors hundrađföldum árslaunum verkamanns hjá fyrirtćkinu. Áriđ 2005 námu árslaun forstjóra WalMart nćr 1300-földum launum óbreyttra starfsmanna. Frá 1970 hefur hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna í bandarískum fyrirtćkjum á heildina litiđ hćkkađ úr 30 í nćstum 300. Ţessi mikla aukning ójafnađar stafar ekki af ţví, ađ forstjórarnir skili nú meiri afköstum viđ vinnu sína en áđur. Nei, forstjórunum hefur međ ýmsum ráđum tekizt ađ veikja viđnámsţrótt almennra hluthafa gegn grćđgi ţeirra, og ţeir hafa gengiđ á lagiđ. Innrásin í Írak 2003 kom sér vel fyrir forstjórana, ţví ađ mánuđina nćst á undan hafđi hulunni veriđ svipt af Enron-hneykslinu og öđrum fjársvikamálum, sem lyktađi međ fangelsisdómum yfir nokkrum stjórnendum viđkomandi fyrirtćkja. Eftir innrásina í Írak beindist athyglin ađ henni, og forstjórarnir gengu enn lengra: hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna hćkkađi úr tćpum 200 í nćstum 300 frá 2003 til 2005. Á sama tíma hér heima hćkkađi Gini-stuđullinn, sem er algengur mćlikvarđi á misskiptingu tekna, um sex stig skv. upplýsingum ríkisskattstjóra ofan á ţá níu stiga hćkkun, sem hafđi átt sér stađ 1995-2003 og Geir Haarde ţá fjármálaráđherra hafđi greint frá á Alţingi. Til viđmiđunar er nú ellefu stiga munur á Bretlandi og Svíţjóđ á Gini-mćlikvarđann; misskiptingin er meiri á Bretlandi en í Svíţjóđ. Bein áhrif stjórnarstefnu Bush forseta á tekjuskiptingu í átt til aukins ójafnađar birtast í skattalćkkun, sem hefur ađ langmestu leyti falliđ auđmönnum í skaut. Ţrír fjórđu hlutar lćkkunarinnar munu renna til ríkasta fimmtungs skattgreiđenda, ţegar upp er stađiđ. Ţetta ţýđir, ađ 80 prósent skattgreiđenda verđa ađ gera sér ađ góđu ţann fjórđung, sem eftir verđur. Fullur helmingur lćkkunarinnar mun renna til heimila međ 1,2 milljónir króna á mánuđi eđa meira (ríkustu fimm prósent heimilanna), og ţriđjungur hennar mun renna til hinna allra ríkustu (ríkasta eitt prósent heimilanna). Paul Krugman prófessor hefur haldiđ ţessum tölum til haga í dálkum sínum í New York Times og međ ţví móti gert sitt til ađ kippa fótunum undan kjörfylgi repúblikana. Ţeir ţrćta fyrir aukinn ójöfnuđ, nema hvađ, en fáir trúa ţeim, og fylgiđ hrynur af ţeim, ţví ađ tölurnar, sem Krugman teflir fram, eru frá ríkisstjórninni. Ţađ á eftir ađ koma í ljós, hvernig ţessi ţróun í átt til aukins ójafnađar vestra birtist í Gini-stuđlum. Nýjasta Gini-tala bandarísku hagstofunnar fyrir ráđstöfunartekjur međ fjármagnstekjum og öllu saman er 41 fyrir 2001 boriđ saman viđ 36 hér heima 2005. Gini-stuđullinn vestra var 35 1981 og 38 1991 og hćkkađi ţví um sex stig á 20 árum á móti 15 stiga hćkkun hér heima 1995-2005 skv. upplýsingum fjármálaráđuneytisins og ríkisskattstjóra. Bandaríska leyniţjónustan CIA – já, CIA! – birtir á vefsetri sínu Gini-töluna 45 fyrir Bandaríkin 2004. Sé sú tala sambćrileg viđ tölur hagstofunnar ađ framan, hćkkađi Gini um eitt stig á ári á fyrra kjörtímabili Bush forseta 2000-2004 eins og hér heima. Hjörtum mannanna svipar saman víđar en í Súdan og Grímsnesinu. Fólk er ólíkt og ber ţví mismikiđ úr býtum. Sumir vinna meira en ađrir, sumir hafa aflađ sér meiri menntunar, sumir hafa heppnina međ sér. Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveđur á um jöfn tćkifćri, en hún tryggir mönnum auđvitađ ekki öllum sömu kjör. En keyri ójöfnuđur í skiptingu auđs og tekna um ţverbak, ógnar hann hugsjón landsfeđranna um jöfn tćkifćri. Börn, sem alast upp í sárri fátćkt og fara alls á mis, og ţau skipta milljónum vestra, ţau fá ekki sömu tćkifćri og önnur börn. Ójafnađarstefnu Bush forseta og grćđgi forstjórana, sem studdu hann til valda, ţarf ađ athuga í ţessu ljósi. Ríkisstjórn Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins hefđi varla getađ valiđ sér verri fyrirmynd eins og allt er í pottinn búiđ í Bandaríkjum Bush forseta. Ójöfnuđur í tekjuskiptingu í Bandaríkjunum er skv. CIA kominn upp fyrir Venesúelu (Gini 44) og stefnir óđfluga á Mexíkó (50). Suđur-Ameríka hefur afleita reynslu af mikilli misskiptingu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttablađiđ, 8. marz 2007.


Til baka