Stutt ágrip

Ţorvaldur Gylfason
Stutt ćviágrip


Ţorvaldur Gylfason er prófessor í hagfrćđi í Háskóla Íslands. Hann er einnig rannsóknarfélagi viđ Hagfrćđistofnun Háskólans í München (Center for Economic Studies, CESifo). Eftir hann liggja 20 bćkur og um 300 ritgerđir og kaflar í erlendum og innlendum tímaritum og bókum auk nálega 1.000 blađagreina og annarra smágreina og um 100 sönglaga. Ađ loknu doktorsprófi frá Princetonháskóla 1976 starfađi hann sem hagfrćđingur hjá Alţjóđagjaldeyrissjóđnum í Washington 1976-1981. Hann var rannsóknarfélagi viđ Alţjóđahagfrćđistofnunina í Stokkhólmsháskóla 1978-1996, gistiprófessor í Princetonháskóla 1986-1988 og rannsóknarfélagi viđ Hagstjórnarfrćđistofnunina (Centre for Economic Policy Research, CEPR) í London 1987-2009. Međal bóka hans eru Markađsbúskapur (međ öđrum, 1994), sem hefur komiđ út á sautján tungumálum, ţar á međal rússnesku og kínversku, og einnig ritgerđasöfnin Almannahagur (1990), Hagfrćđi, stjórnmál og menning (1991), Hagkvćmni og réttlćti (1993), Síđustu forvöđ (1995), Viđskiptin efla alla dáđ (1999), Framtíđin er annađ land (2001), Tveir heimar (2005) og Hreint borđ (2012). Árin 1996-1997 leiddi hann fimm manna nefnd erlendra hagfrćđinga, sem fengnir voru til ađ gera úttekt á efnahagslífi Svíţjóđar. Skýrsla nefndarinnar birtist á sćnsku og ensku (The Swedish Model under Stress: A View from the Stands, 1997). Bók hans Principles of Economic Growth kom út 1999 hjá Oxford University Press. Sjónvarpsţáttaröđ eftir handriti hans, Ađ byggja land, sem fjallar um hagstjórnarhugmyndasögu Íslendinga á 19. og 20. öld, var frumsýnd í Sjónvarpinu 1998 og kom ţá einnig út á bók og bandi hjá Háskólaútgáfunni, var sýnd í fćreyska sjónvarpinu 2005 og kom út á DVD-diski 2011. Ţorvaldur hefur starfađ ađ rannsóknum, ráđgjöf og kennslu víđa um lönd, međal annars á vegum Alţjóđagjaldeyrissjóđsins (IMF) og einnig Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA), Evrópusambandsins, Alţjóđabankans og Sameinuđu ţjóđanna. Hann var formađur stjórnar Kaupţings 1986-1990, hlutabréfasjóđsins Auđlindar 1990-1992 og Styrktarfélags Íslensku óperunnar 1988-1994, var kjörinn í framkvćmdastjórn Evrópska hagfrćđingafélagsins (EEA) 1992-1996 og er heiđursfélagi ţar og var ritstjóri European Economic Review 2002-2010 og situr í ritstjórnum nokkurra annarra alţjóđlegra hagfrćđitímarita. Hann situr einnig í stjórn Söngskólans í Reykjavík. Hann skrifađi reglulega í Morgunblađiđ 1985-2003, lagđi vikuritinu Vísbendingu og Lesbók Morgunblađsins einnig til efni međ reglulegu millibili um langt árabil, birti vikulegan dálk um daginn og veginn í Fréttablađinu 2003-2011, í DV 2011-2015 og aftur í Fréttablađinu frá 2015 auk skrifa fyrir Vox, Social Europe og Project Syndicate. Kjörinn á stjórnlagaţing 2010, tók skipun Alţingis í stjórnlagaráđ 2011. Sönglagaflokkur hans Sautján sonnettur um heimspeki hjartans var fluttur í Hörpu í Reykjavík 2012 og 2013. Fjórtán laga flokkur hans Söngvar um svífandi fugla var fluttur í Salnum í Kópavogi 2014 og var kvikmynd af tónleikunum sýnd í ríkissjónvarpinu 2020. Sjö sálmar voru fluttir í Langholtskirkju í Reykjavík 2014 og aftur í Guđríđarkirkju í Reykjavík 2015. Fimm laga flokkur hans Fimm árstíđir var fluttur í Hannesarholti í Reykjavík í marz 2017 og verđur sýndur í ríkissjónvarpinu 2021, Sextán söngvar fyrir sópran og tenór voru fluttir ţar í nóvember 2017, Ítalska söngvabókin verđur flutt ţar um leiđ og veirufaraldrinum slotar og einnig lagaflokkurinn Hann er eins og voriđ.

Myndir

Örstutt ćviágrip

Örstutt tónlistarágrip


Aftur heim