Styrr um stjórnarskrá

Austurríkismenn fengu nýjan forseta á dögunum. Gamli forsetinn, Thomas Klestil, sem lézt um aldur fram örskömmu fyrir umskiptin, lét ýmislegt gott af sér leiđa ţau tólf ár, sem hann gegndi embćttinu. Ţađ kom í hans hlut ađ bćta ásjónu lands síns í augum umheimsins, eftir ađ forveri hans, Kurt Waldheim, fyrrv. ađalritari Sameinuđu ţjóđanna, hafđi orđiđ uppvís ađ ţví ađ segja ósatt um athafnir sínar í síđari heimsstyrjöldinni. Waldheim var ţá í ţýzka hernum á Balkanskaga og hélt ţví leyndu áratugum saman. Klestil virkjađi einnig áđur ónýtta heimild forsetans skv. stjórnarskrá til ađ synja ráđherrum stađfestingar á skipun í embćtti. Tildrögin voru ţau, ađ Frelsisflokkurinn, sem berst gegn innflytjendum, vann kosningasigur 1999 og myndađi áriđ eftir samsteypustjórn međ öđrum stóru, gömlu flokkanna, sem eru kallađir helmingaskiptaflokkar međal heimamanna – kannast nokkur viđ ţađ? Nema Klestil forseti neytti réttar síns til ađ koma í veg fyrir, ađ tveir af harđskeyttustu mönnum Frelsisflokksins tćkju sćti í ríkisstjórn. Ţannig stendur á ţví, ađ helzti foringi flokksins, Jörg Haider (hann hefur hćlt Hitler upp í hástert fyrir miklar framfarir í samgöngumálum), hefur ekki enn tekiđ sćti í ríkisstjórninni, sem flokkur hans hefur átt ađild ađ síđan 2000. Stjórnmálastéttin misvirti forsetann fyrir ţessi afskipti, en virđing hans međal almennings og erlendis óx ađ sama skapi.

Ţess varđ ekki vart, ađ lögfrćđingar eđa stjórnmálamenn drćgju í efa rétt forseta Austurríkis til ađ synja ráđherraskipun stađfestingar, enda á forsetinn ađild ađ framkvćmdarvaldi skv. stjórnarskrá landsins líkt og hér heima, sbr. 15. gr. stjórnarskrár Íslands: ,,Forsetinn skipar ráđherra og veitir ţeim lausn. Hann ákveđur tölu ţeirra og skiptir störfum međ ţeim.” Valddreifingarákvćđi eru sett í stjórnarskrá ađ yfirlögđu ráđi. Eigi ađ síđur fást ýmsir lögfrćđingar og stjórnmálamenn hér heima ekki til ađ viđurkenna valddreifingarhugsunina á bak viđ stjórnarskrána. Fyrst vefengdu ţeir heimild forseta Íslands til ađ synja lögum stađfestingar, enda ţótt allur ţorri ţjóđarinnar hafi gengiđ út frá ţessari heimild sem gefnum hlut allar götur frá stofnun lýđveldisins. Síđan lögđu ţeir á ráđin um ađ krefjast aukins meiri hluta fyrir synjun (ekki fyrir stađfestingu!) fjölmiđlafrumvarpsins, enda ţótt stjórnarskráin veiti ekki heimild til slíks. Og nú segjast ţeir ćtla ađ blása atkvćđagreiđsluna af, enda ţótt ekki sé ljóst, ađ stjórnarskráin veiti heimild til ţess, eins og prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurđur Líndal hafa lýst. Ţrátt fyrir allan lögvafann, sem leikur á málinu, ćđir ríkisstjórnin áfram, úr einu feninu í annađ, nú síđast án ţess ađ fyrir liggi skrifađar lögfrćđilegar álitsgerđir handa henni og almenningi ađ glöggva sig á. ,,Ég er menntađur lögfrćđingur”, sagđi forsćtisráđherra í sjónvarpsviđtali í fyrra. Kannski ţađ dugi?

En Ísland er réttarríki, og fjölmiđlamáliđ verđur e.t.v. útkljáđ fyrir dómstólum. Ţvílík málalok eru ţó ekkert sérstakt tilhlökkunarefni ţeim, sem unna lýđrćđi og frjálsum fjölmiđlum, ţví ađ ţrískiptingu valdsins í stjórnskipan Íslands er ábótavant: dómsvaldiđ hefur ekki náđ ađ marka sér óskorađ sjálfstćđi gagnvart framkvćmdarvaldi og löggjafarvaldi. Látum eitt dćmi duga. Í desember 1998 felldi Hćstiréttur merkan úrskurđ ţess efnis, ađ synjun sjávarútvegsráđuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar um leyfi til fiskveiđa bryti í bága viđ jafnréttisákvćđi stjórnarskrárinnar. Formenn ríkisstjórnarflokkanna brugđust báđir ókvćđa viđ dóminum. Ţegar 105 af 150 prófessorum í Háskóla Íslands ţótti nauđsynlegt ađ senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu til stuđnings Hćstarétti, sá enginn prófessor í lagadeild sér fćrt ađ skrifa undir. Einn ţeirra skrifađi mér m.a.s. ámátlegt bréf, ţar sem hann rakti fyrir mér refsingarnar, sem hann sagđist mundu kalla yfir sig og fjölskyldu sína, ef hann fylgdi sannfćringu sinni. Kúvending réttarins í kvótamálinu skömmu síđar var ekki til ţess fallin ađ efla trú almennings á hlutleysi og sjálfstćđi Hćstaréttar.

Í nálćgum löndum eru gerđar strangar kröfur til ţeirra, sem skipađir eru dómarar í hćstarétti, og er ţá gjarnan miđađ viđ sömu kröfur og gerđar eru til prófessora í lögum. Ţađ er eđlileg viđmiđun. Lögmannafélagiđ hefur lengi lagt ţađ til, ađ gerđar séu strangari hćfniskröfur til dómara til ađ girđa fyrir misheppnađar mannaráđningar í réttarkerfinu. Nýju dómstólalögin frá 1998 ganga ekki nógu langt í ţessa átt. Eins og sakir standa eru gerđar meiri kröfur til hérađsdómara en til dómara í Hćstarétti. Lögfrćđingar og ađrir ćttu ađ hafa ţađ hugfast, ađ í viđhorfskönnunum Gallups, ţar sem spurt er um traust ţjóđarinnar til ýmissa stofnana, hefur hallađ mjög á dómskerfiđ ásamt Alţingi. Nú síđast í marz 2004 sögđust 37% ţjóđarinnar treysta dómskerfinu, og 43% sögđust treysta Alţingi. Traust ţjóđarinnar á dómskerfinu hefur aldrei fariđ upp fyrir 46%, síđan mćlingar hófust 1997. Meiri hluti ţjóđarinnar vantreystir ţví dómskerfinu. Til viđmiđunar segjast 85% treysta Háskóla Íslands. Einkunn Háskólans hefur aldrei fariđ niđur fyrir 75%.

Af ţessum sökum m.a. ţarf ţjóđin ađ fá ađ gera út um fjölmiđlamáliđ beint og milliliđalaust, svo sem til var stofnađ í krafti stjórnarskráinnar. Ţjóđin fer sjálf međ ćđsta vald í eigin málum. Hennar dóm getur enginn leyft sér ađ tortryggja eđa vefengja.

Fréttablađiđ, 15. júlí 2004.


Til baka