Viđ fćkkum ţingmönnum

Bretar hafa aldrei fundiđ hjá sér ţörf fyrir ađ setja sér stjórnarskrá. Ţeim duga lög og lćtur vel skv. fornri hefđ ađ fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, ţegar ţeir sögđu sig úr lögum viđ Breta, til ađ binda hendur löggjafans og vernda alţýđuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins.

Öguđ samfélög međ heilbrigđa innviđi eins og Bretland ţurfa ekki ađ binda hendur löggjafans. Svipuđu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir ađ vísu sett sér, en hún er stutt og laggóđ og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki taliđ sig ţurfa ađ bćta ýmsum ákvćđum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verđur séđ, ađ Dönum hafi orđiđ meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir ţví samanrekin. Úr ţví ađ danskt efnahagslíf stóđ af sér áföllin á fjármálamörkuđum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo ađ segja samhljóđa íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin ţá enga ábyrgđ á hruninu hér heima 2008? Ţessi ályktun vćri rökrétt, hefđi stjórnmálastétt Íslands náđ sama ţroska og í Danmörku, en svo er ekki.

Íslenzkt stjórnmálalíf varđ snemma seinţroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viđskiptalíf eru morandi í spillingu međal annars vegna ţess, hversu illa sumum Íslendingum lćtur ólíkt Dönum og Bretum ađ virđa settar reglur. Hruniđ hefur ţann kost í för međ sér, ađ nú hrannast upp skriflegir vitnisburđir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorđi, en menn veigruđu sér áđur viđ ađ fjalla um, svo ađ stjórnmálamenn og ađrir komust upp međ ađ bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlćja ađ ţeim, sem ţrćta fyrir spillinguna. Hruniđ hefur neytt ţjóđina til ađ horfast í augu viđ sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörđur P. Njarđvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill ţjóđar (2010).

Af ţessum sökum ţarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefđum viđ í tćka tíđ sett okkur nýja stjórnarskrá međ skýrum ákvćđum um ţjóđareign á auđlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun ţeirra og varnir gegn spillingu, hefđi e.t.v. veriđ hćgt ađ aftra hruni. Ţá hefđi stjórnarskráin getađ stađiđ í vegi fyrir, ađ Alţingi fćrđi útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefđi síđan svipađan hátt á einkavćđingu bankanna, sem nýir eigendur keyrđu í kaf á mettíma. Ţetta hangir saman. Kvótakerfiđ varđađi veginn ađ hruni bankanna. Ábyrgđarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum međ sameignarauđlindina ađ veđi.

Samfélag, ţar sem mönnum leyfist ađ veđsetja eigur annarra, ţarf ađ taka sér tak. Samfélag, ţar sem 900 fölsuđ málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburđi sérfrćđinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til ađ fletta ofan af fölsurunum, ţarf ađ taka sér tak. Samfélag, sem ţarf ađ una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráđherra og núverandi efnahags- og viđskiptaráđherra um, ađ símar ţeirra hafi veriđ hlerađir, ţarf ađ taka sér tak. Málverkafölsunarmáliđ og símahlerunarmáliđ eru ekki gömul mál, nóg er af ţeim, heldur ný.

Ísland ţarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til ađ girđa fyrir stjórnarhćtti eins og ţá, sem settu efnahagslífiđ á hliđina. Skuldug ţjóđ er ekki frjáls, ţví ađ hún ţarf ađ einhverju leyti ađ lúta tilmćlum ţeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Ţeir, sem keyrđu landiđ í kaf, skertu frelsi ţjóđarinnar og fullveldi. Ţeim og ţeirra líkum ţarf ađ setja stólinn fyrir dyrnar međ ákvćđum í stjórnarskrá til ađ tryggja skýra ađgreiningu valds međ viđeigandi valdmörkum og mótvćgi og til ađ skerđa veldi stjórnmálaflokka. Ţess vegna ţarf ađ fćkka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alţingi úr 63 í t.d. 37 eđa 31.

Ţessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerđum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1945 lögđu Gylfi Ţ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, ađ ţingmönnum yrđi fćkkađ í 33 (Gylfi) eđa 40 (Ólafur) til ađ draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og međfylgjandi hćttu á spillingu. Nú er lag ađ hrinda ţessari tillögu ţeirra í framkvćmd. Ţađ tćkifćri má Stjórnlagaţingiđ ekki láta sér úr greipum ganga. Fćkkun ţingmanna myndi spara fé og lyfta Alţingi međ ţví ađ leiđa af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alţingi.

___________________________

Til baka í Greinar

Til baka á Stjórnlagaţing