Ţjóđernaskipti á rćningjum

Nýlendukúgun hverfur ekki eins og dögg fyrir sólu, ţótt nýlenduherrarnir hverfi af vettvangi og heimamenn fái ađ taka sér sjálfstćđi. Ţađ er gömul saga og ný, ađ heimamenn hlaupa gjarnan í skarđiđ, ef ţeir geta. Evrópuţjóđirnar, sem skiptu Afríku á milli sín á Berlínarfundinum 1885, fóru illa međ álfuna, einkum Belgar og Portúgalar. Ţeir drýgđu grimmileg illvirki í nýlendum sínum. Ţegar Portúgalar hrökkluđust loksins burt frá Afríku, skildu ţeir nýlendurnar ţar eftir í rjúkandi rúst, ţar á međal Angólu og Mósambík. Ţeir tóku meira ađ segja símalínurnar međ sér og helltu steypu í pípulagnir og leiđslur, úr ţví ađ ţeir urđu ađ skilja ţćr eftir. Viđskilnađur Belga í Kongó 1960 var engu skárri, og var Belgía ţó fullţroska lýđrćđisríki ólíkt Portúgal, sem var frumstćtt einrćđisríki fram til 1975, ţegar nýlenduveldi Portúgals í Afríku leiđ undir lok. Angóla, Kongó og Mósambík loguđu í ófriđi lengi á eftir. Friđur brauzt út í Angólu 2002 og í Mósambík 1992, en ástandiđ á báđum stöđum er ennţá hörmulegra en tárum taki. Kongó logar enn.

Margir Afríkumenn eru uppteknir af hörmungarsögu nýlendutímans eins og eđlilegt er og kenna nýlenduveldunum ađ mestu leyti um ófarir sínar. Samt er saga margra ţessara landa ađ fengnu sjálfstćđi engu minni sorgarsaga, og hún er ađ miklu leyti heimatilbúin, enda ţótt arfleifđ nýlendutímans kasti stórum skugga yfir álfuna. Ţessi ţráláta blinda á eigin afglöp birtist skýrt í afstöđu margra Afríkubúa til ástandsins í Simbabve síđustu ár, ţar sem frelsishetjan Róbert Múgabe hefur međ óstjórn og ofbeldi lagt landiđ í rúst eđa ţví sem nćst á nokkrum árum. Múgabe er gamall marxisti og uppfullur af alls kyns ranghugmyndum um efnahagsmál og margt annađ. Ef okkur vantar peninga, ţá bara prentum viđ ţá, segir hann; seđlabankastjórinn er bezti vinur hans og botnar hvorki upp né niđur í sambandinu milli peningaprentunar og verđbólgu.

Simbabve átti bjarta framtíđ fyrir sér líkt og Suđur-Afríka, en landiđ rambar nú á barmi hruns. Verđbólgan er komin upp undir átta ţúsund prósent á ári, og annađ er eftir ţví. Ekkert hagkerfi stenzt til lengdar svo mikla verđbólgu, ţar eđ framleiđslan lćtur undan og hagkerfiđ međ. Jafnvel Nelson Mandela, hugrakkasti stjórnmálamađur heimsins, vék sér lengi vel undan ţví ađ segja Múgabe til syndanna, gömlum vopnabróđur úr baráttunni gegn ađskilnađarstefnunni. En nú hefur Mandela fundiđ leiđ: hann hefur tekiđ sćti ásamt öđrum gömlum kempum, ţar á međal Jimmy Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mary Robinson fyrrum forseta Írlands, í öldungaráđi, sem ćtlar sér međal annars ađ láta ástandiđ í Simbabve til sín taka. Vonandi láta ţau Múgabe heyra ţađ óţvegiđ. Ferill hans í Simbabve er varla skárri en ferill Portúgala í Angólu og Mósambík.

Íslendingum hćtti lengi vel međ líku lagi til ađ kenna Dönum um allt, sem aflaga fór hér heima. Á sama tíma og margir stjórnmálamenn héldu áfram ađ úthúđa Dönum fyrir einokunarverzlunina og ađrar gamlar misgerđir, njörvuđu ţeir sjálfir viđskiptalífiđ í svo níđţunga fjötra, ađ ekki hefur enn tekizt ađ leysa ţá til fulls af landinu. Ein skýrasta birtingarmynd ţessara heimatilbúnu viđja er andstađa allra stjórnmálaflokkanna nema eins gegn inngöngu Íslands í ESB: ţađ er eins og ţađ skipti flokkana engu máli, ađ ítrekađar skođanakannanir Gallups og annarra sýna, ađ meiri hluti kjósenda allra flokka er yfirleitt hlynntur ađild. Ţvergirđingur flokkanna vitnar um virđingarleysi gagnvart almenningi. Flokkarnir ganga erinda bćnda, útvegsmanna og annarra framleiđenda, og hagsmunir neytenda sitja á hakanum. Ţeir vita, ađ ESB líđur ekki fákeppni og okur og myndi setja ţeim stólinn fyrir dyrnar. Í ţessu ljósi ţarf ađ skođa mótţróa flokkanna gegn ESB-ađild.

Annar angi málsins birtist fyrir kosningarnar nú í vor. Ţá hömuđust málsvarar ţáverandi stjórnarflokka  – međ Seđlabankann í eftirdragi! – viđ ađ ţrćta fyrir vaxtaokriđ í bönkunum, ţótt opinberar vaxtatöflur bankanna sjálfra tćkju af öll tvímćli um okriđ. Seđlabankinn var jafnvel látinn leggja fram leynilega útreikninga, sem áttu ađ sýna, ađ munur útlánsvaxta og innlánsvaxta vćri óverulegur. Ţessir útreikningar Seđlabankans hafa ekki enn fengizt birtir opinberlega, ekki frekar en bankarnir fást nú til ađ greina frá gjöldunum, sem ţeir leggja á yfirdrćtti, svo sem fram hefur komiđ í fréttum Ríkisútvarpsins. Ţađ flaut međ útvarpsfréttinni, ađ bankarnir fylgdu allir sömu verđskrá og hvorki Fjármálaeftirlitiđ né Samkeppniseftirlitiđ hygđust kanna máliđ. Nú ţyrfti Ísland ađ vera í ESB, ţví ađ ţá gćtu bankarnir átt von á heimsókn ţađan klukkan sex í fyrramáliđ.

Fréttablađiđ, 30. ágúst 2007.


Til baka