Þórunn Pálsdóttir (1877-1966). Húsmóðir. Þórunn gekk að eiga Þorstein Gíslason 1903, og stofnuðu þau heimili í Reykjavík við upphaf heimastjórnar 1904 og áttu heima þar frá 1907 í Þingholtsstræti 17. Hún var meðal stofnenda Kvenréttindafélags Íslands 1907. Þau Þorsteinn eignuðust sex börn: Vilhjálm Þ. Gíslason útvarpsstjóra (1897-1982), Inga Þ. Gíslason kennara og myndlistarmann (1905-1956), Nönnu Þorsteinsdóttur verzlunarmann (1906-1967), Baldur Þ. Gíslason verzlunarmann (1909-1979), Frey Þ. Gíslason verzlunarmann (1911-1976) og Gylfa Þ. Gíslason prófessor (1917-2004).