Hver á ađ borga brúsann?

Ţegar Verkamannaflokkurinn gersigrađi Íhaldsflokkinn í ţingkosningum á Bretlandi áriđ 1997 og myndađi nýja ríkisstjórn, lét Tony Blair forsćtisráđherra ţađ verđa eitt sitt fyrsta verk ađ leggja ásamt félögum sínum drög ađ umskiptum í skipulagi menntamálanna á Bretlandseyjum. Til ţessarar stefnubreytingar lágu gildar ástćđur umfram ţá augljósu stađreynd, ađ menntamál eru mikilvćg, ţví ađ mikil, góđ og almenn menntun er ein helzta uppspretta vaxtar og viđgangs velferđarríkisins. Bretar verja röskum 5% landsframleiđslu sinnar til menntamála á hverju ári, hlutfalliđ er nálćgt međallagi innan OECD, en ţađ dugir ţó ekki til ađ mćta ţörfum og óskum almennings, enda er háskólasókn á Bretlandi mun minni en t.d. í Bandaríkjunum. Brezkir háskólar lifa frá hendinni til munnsins og horfa öfundaraugum yfir hafiđ til Bandaríkjanna, ţví ađ háskólarnir ţar virđast margir hafa fullar hendur fjár. Hvađ er ţá til ráđa, spurđu Blair og ţeir.

Fordćmi frá Ástralíu

Ţeir vissu sem var, ađ Bandaríkjamenn hafa komiđ sér upp fjölbreyttu skólakerfi, ţar sem einkaskólar og ríkisskólar starfa hliđ viđ hliđ á öllum skólastigum. En ţeim fannst ţađ samt ekki árennilegt ađ sćkja sér fyrirmyndir ţangađ vestur, enda ţótt Bandaríkjamenn eigi marga af beztu háskólum heims, svo sem ráđa má t.d. af ţeim mikla fjölda bandarískra háskólamanna, sem hafa hlotiđ Nóbelsverđlaun fyrir rannsóknir sínar. En Blair og ţeir ţurftu ekki á bandarískum fyrirmyndum ađ halda. Áriđ 1989 hófu ástralskir háskólar ađ afla eigin fjár međ innheimtu skólagjalda. Fjárhćđin nam rösklega 600 ţúsund krónum á mann áriđ 1999 fyrir erlenda stúdenta (helmingi minna fyrir heimamenn) og dugđi fyrir fjórđungi kostnađarins viđ menntun hvers og eins. Gjaldiđ var innheimt ýmist viđ innritun og ţá međ myndarlegum afslćtti eđa međ sérstöku tekjuskattsálagi ađ loknu námi. Ný-Sjálendingar fóru inn á svipađa braut 1992. Ţess sjást engin skýr merki, ađ ţessi skipulagsbreyting hafi leitt til breytingar á samsetningu háskólanema eftir ţjóđfélagsstéttum. Háskólasókn hefur aukizt til muna í báđum löndum, síđan breytingin var gerđ, og er nú mun meiri en á Bretlandi, en minni en í Bandaríkjunum.

Ţađ mćtti reyndar nefna ýmis önnur lönd til sögunnar. Kínverjar innheimta skólagjöld á öllum skólastigum. Ţetta er liđur í umbyltingu kínversks efnahagslífs frá miđstjórn til markađsbúskapar, sem hefur skilađ Kínverjum miklum efnahagsframförum síđan 1978, ţótt stjórnarfarinu ţar austur frá sé ennţá stórlega ábótavant. Í Botsvönu, Afríkulandinu góđa, sem á heimsmet í hagvexti, eru innheimt skólagjöld í háskólanum í höfuđborginni, Gaborone. Ţađ fćrist reyndar í vöxt í fátćkum löndum, ađ foreldar kjósi ađ senda börnin sín í einkaskóla gegn gjaldi, ţví ađ ríkisskólarnir hafa margir ekki reynzt vel. Skólarekstur á margt sameiginlegt međ öđrum rekstri, og einkaskólar hafa ađ ţví skapi ýmsa kosti umfram ríkisskóla. Ţađ er t.d. hćgt ađ leggja niđur einkaskóla, ef hann bregzt vonum viđskiptavina sinna. Ţađ er á hinn bóginn sjaldgćft, ađ ríkisskólar séu lagđir niđur, hversu illa sem ţeir kunna ađ hafa reynzt. Fátćkum foreldrum er mörgum umhugađ um menntun barna sinna, og vilja ţá heldur hafa börnin í skólum, ţar sem kennslan er í góđu lagi. Ţeir taka góđa kennslu gegn gjaldi fram yfir vonda kennslu eđa enga án endurgjalds.

Hagkvćmni og réttlćti

Inn á ţessa braut fóru Bretar áriđ 1998, strax áriđ eftir kosningasigurinn, en ţó ađeins í háskólum. Í fyrstu var gjaldiđ haft ţúsund pund, sem jafngildir um 130 ţúsund krónum á hvern nemanda á ári. Jafnframt var námsstyrkjum breytt í námslán. Ţetta var fyrsta skrefiđ. Nú búast brezkir jafnađarmenn til ađ heimila háskólunum ađ hćkka gjaldiđ upp í allt ađ 400 ţúsund krónur á ári. Ţeir benda á rannsóknir, sem sýna, ađ háskólapróf eykur ćvitekjur međalmanns um allt ađ 50 milljónir króna ađ öđru jöfnu. Ţađ er ţví ekki ađeins hagkvćmt, segja Blair og ţeir, heldur einnig réttlátt, ađ menn greiđi sjálfir fyrir háskólamenntun sína í stađ ţess ađ ţiggja hana af skattgreiđendum án endurgjalds. En ţá ríđur á ađ haga innheimtunni ţannig, ađ helzt enginn ţurfi ađ hverfa frá námi af fjárhagsástćđum. Ađ ţví marki eru ýmsar leiđir fćrar. Helmingur brezkra stúdenta er nú ţegar undanţeginn skólagjöldum í krafti tekjutengingar. Ein leiđin, sem veriđ er ađ skođa, er ađ lána stúdentum fyrir skólagjöldum og binda endurgreiđslubyrđina viđ tekjur ţeirra ađ loknu námi, svo ađ tryggt sé, ađ byrđin verđi viđráđanleg. En andstađan er hörđ, einkum á Skotlandi.

Fréttablađiđ, 6. nóvember 2003.


Til baka