Háskólagjöld: Flóttaleiđ eđa lausn?

Fyrir viku lýsti ég ţví á ţessum stađ, hversu Bretar hafa lagt sig fram um ađ taka sér tak í menntamálum undangengin ár. Strax eftir frćkilegan kosningasigur yfir íhaldsmönnum áriđ 1997 ákvađ Verkamannaflokkurinn undir forustu Blairs forsćtisráđherra ađ endurskipuleggja fjármögnun háskólanna um landiđ međ ţví ađ innleiđa hófleg skólagjöld ađ ástralskri og ný-sjálenzkri fyrirmynd. Hverjir voru ţađ, sem riđu á vađiđ ţarna suđur frá? Ţađ voru jafnađarmenn, flokksbrćđur Blairs í neđra, eins og Ástralíu og Nýja-Sjálandi er stundum lýst á Bretlandi. Íhaldsmennirnir og frjálslyndir, sem höfđu áđur stjórnađ ţessum löndum, höfđu hrćrt hvorki legg né liđ í ţessu skyni, ekki frekar en brezkir íhaldsmenn.

Nixon í Kína

Hvers vegna ekki? Skýringin kann ađ vera sú, ađ fylgi viđ markađsbúskap međal íhaldsmanna er misjafnt, ţví ađ ţeir eru margir ótćpilega hallir undir ýmsa sérhagsmuni. Önnur hugsanleg skýring er sú, ađ fólkiđ í ţessum ţrem löndum treysti jafnađarmönnum betur en öđrum til ađ ráđast í svo gagngera og viđkvćma skipulagsbreytingu á menntamálunum af ótta viđ, ađ ella vćru rótgróin jafnađarsjónarmiđ látin sigla lönd og leiđ. Ţessi hugsun er stundum kennd viđ Nixon í Kína; ţá er átt viđ ţađ, ađ Bandaríkjamenn hefđu varla treyst öđrum en eitilhörđum andstćđingi kommúnista til ađ stofna til stjórnmálasambands viđ Kína 1972. Eftir ţessari reglu ćtti flokkunum tveim, sem hafa skipzt á um ađ stjórna Íslandi frá stofnun lýđveldisins, e.t.v. ađ vera betur treystandi en öđrum til ađ vinda ofan af vitleysunni í landbúnađarmálum (hún birtist nú m.a. í offramleiđslu afurđa, sem bćndur sjálfir kalla bankakjöt og ríkiskjöt, eftir ţví hvort búskapurinn er á bankaframfćri eđa ríkisins). Ţađ hafa ríkisstjórnarflokkarnir ţó ekki gert enn, heldur hafa ţeir látiđ reka á reiđanum áratug eftir tug, svo ađ ekki er reglan um Nixon í Kína óbrigđul.

Vandinn hér heima

Hvađ um ţađ, vandi háskólanna hér heima er mikill. Hann birtist m.a. í ţví, ađ útgjöld til háskóla eru miklu minni hér en í nálćgum löndum. Skv. upplýsingum frá OECD verjum viđ Íslendingar helmingi minna fé til háskólamenntunar en gert er annars stađar um Norđurlönd, og hafa útgjöld til háskólamála ţó aukizt verulega hér heima síđan 1995 međ tilkomu nýrra háskóla. Viđ ţyrftum m.ö.o. ađ tvöfalda fjárútlát til háskóla til ađ standa jafnfćtis frćndum okkar á Norđurlöndum. Ţađ myndi ţó ekki duga, ţví ađ viđ ćttum ađ réttu lagi ađ verja meira fé en ţeir til menntunarmála, af ţví ađ aldurssamsetning mannfjöldans er önnur hér en ţar, svo ađ hér er tiltölulega fleira fólk á skólaaldri. Tvöföldun útgjalda til háskólamála til ţess eins ađ standa jafnfćtis Dönum, Finnum, Norđmönnum og Svíum og ţó varla ţađ myndi kosta röska fimm milljarđa króna á hverju ári. Hvađan ćtti ţađ fé helzt ađ koma?

Nú ţykknar ţráđurinn. Ţađ virđist vera borin von, ađ ríkiđ reiđi fram allt ţađ fé, sem ţarf. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt ţađ í verki, ađ henni finnst fýsilegra ađ hlađa undir dvínandi atvinnuvegi til sjós og lands og lćkka skatta en auka fjárframlög til háskóla. Og ţađ virđist ekki mjög líklegt, ađ önnur ríkisstjórn myndi treysta sér til ađ reiđa fram svo mikiđ fé á einu bretti eđa í áföngum, enda ţótt ríkisstjórnir annarra Norđurlanda telji ţađ ekki eftir sér. Ţađ er raunar ekki víst, ađ stóraukin fjárveiting ríkisins til háskóla myndi leysa vanda ţeirra til fulls og til frambúđar, ţví ađ vandinn er ekki fjárhagsvandi einvörđungu, heldur einnig skipulagsvandi – ţess konar skipulagsvandi, sem fylgir ćvinlega miđstjórn og markađsfirringu eins og ţeirri, sem markar víđfeđman ríkisrekstur í heilbrigđis- og menntamálum. Ţess vegna ţurfum viđ Íslendingar ađ velta fyrir okkur fordćmi Breta. Brezka leiđin kann ađ henta Íslandi vel og örva menn til ađ taka á báđum ţáttum vandans í senn, fjárskortinum og skipulagsvandanum.

Allra meina bót?

Mér dettur ekki í hug ađ halda ţví fram, ađ innheimta skólagjalda myndi leysa allan vanda ţeirra háskóla, sem hefur ekki enn veriđ veittur kostur á ađ fara ţá leiđ. En máliđ ţarfnast athugunar, ţví ađ viđ óbreytt ástand verđur ekki unađ öllu lengur. Blandađur markađsbúskapur er styrkasta máttarstođ velferđarríkisins. Menntamál og heilbrigđismál eru mikilvćgari en svo, ađ mönnum sé stćtt á ţví til lengdar ađ stilla sig um ađ beizla markađsöflin ţar eins og annars stađar, enda ţótt ríkiđ hafi eftir sem áđur lykilhlutverki ađ gegna í heilbrigđis- og menntamálum.

Fréttablađiđ, 13. nóvember 2003.


Til baka